Skagafjörður

Allt að 62% vinnuafls starfar hjá Framúrskarandi fyrirtækjum

Eins og sagt var frá í 6. tölublaði Feykis, fyrr í þessum mánuði, eru tólf fyrirtæki á Norðurlandi vestra á lista yfir þau 682 fyrirtæki landsins af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Stóðust þau fyrirtæki styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015.
Meira

Stefnt að afhendingu nýrrar leikskóladeildar þann 15. mars

Framkvæmdir við nýja leikskóladeild í Varmahlíð hefur dregist lengur en vonir stóðu til og hefur Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bókað á fundum sínum áhyggjur vegna þessa. Samkvæmt fréttatilkynningu á vef Svf. Skagafjarðar voru þær breytingar þurfti að gera á húsnæðinu, þ.e. gamla pósthúsinu, umfangsmeiri en áætlaðar voru í fyrstu.
Meira

Skagfirðingur Norður­landa­meist­ari í skóla­skák

Skagfirðingar eignuðust nýj­an Norður­landa­meist­ara á Norður­landa­móti í skóla­skák sem fram fór í Vaxjö í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Óskar Vík­ing­ur Davíðsson hampaði þar sigri í flokki skák­manna 11 ára og yngri. Óskar er sonur Erlu Hlínar Hjálmarsdóttir frá Brekku og barnabarn Valdísar Óskarsdóttur.
Meira

Óskað eftir afstöðu um framkvæmd umhverfismats

Skipulagsstofnun, sem hefur til meðferðar tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu, hefur óskað eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess hvort meta beri sameiginlega umhverfisáhrif svokallaðrar Sprengisandslínu, Hólasandslínu, línu milli Kröflu og Hólasands (áður Kröflulínur 3 og 4), Kröflulínu 3 og Blöndulínu 3.
Meira

Í engu samræmi við gefin fyrirheit

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af boðaðri breytingu á póstþjónustu í Skagafirði sem og á landsbyggðinni. Málið var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi Svf. Skagafjarðar þann 17. febrúar sl. Í bókun sveitarstjórnar segir að ljóst sé boðaðar breytingar muni þýða þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess.
Meira

Bjartviðri og kalt í dag

Suðaustan 3-8 m/s er á Stöndum og Norðurlandi vestra, lengst af bjartviðri og frost 2 til 12 stig, kaldast til landsins. Víða er hálka á Norðurlandi en sums staðar snjóþekja á útvegum.
Meira

Leita upplýsinga um söguleg flóð í Héraðsvötnum

Veðurstofa Íslands vinnur að hættumati á helstu vatnsföllum landsins. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð við eftirfarandi vatnsföll og þverár þeirra:
Meira

Prófanir á spenni í aðveitustöð í nótt

Vegna rafmangsbilunarinnar í Skagafirði í gær þarf að gera prófanir á spenninum í aðveitustöðinni á Sauðárkróki. Því verður keyrt varaafl í nótt frá klukkan 00:30 til 06:00 og undir lok keyrslu þarf að taka rafmagn af í stutta stund á meðan kerfið er tengt aftur saman. Ekki er hægt að útiloka aðrar truflanir á tímabilinu, segir í tilkynningu frá Rarik.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til ljósmyndasamkeppni

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. febrúar sl. var samþykkt að efna til ljósmynda- og myndbandasamkeppni sveitarfélagsins. Var starfsmönnum nefndarinnar falið að kynna og auglýsa nánari tilhögun keppninnar.
Meira

Skagfirska mótaröðin að hefjast

Hin árlega Skagfirska mótaröð hefst annað kvöld, miðvikudagskvöldið 24. febrúar. Á þessu fyrsta móti vetrarins verður keppti í fjórgangi V5 í öllum flokkum; 1. flokki, 2. flokki, ungmenna- og barnaflokkum.
Meira