Skagafjörður

Framkvæmdir við Félagsheimilið Bifröst

Framkvæmdir standa nú yfir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki en blaðamaður Feykis tók þessa mynd í dag, er hann átti leið hjá í góða veðrinu, af vöskum iðnaðarmönnum að verki. Samkvæmt upplýsingum frá Sveitarfélaginu Skagafirði er verið er að endurnýja þakjárn og þakrennur, skipta út hluta borðaklæðningar ásamt því að bæta einangrun á þakinu.
Meira

Myndaáskorun um minjar í íslenskri náttúru

Byggðasafn Skagfirðinga hefur tekið þátt í myndaáskorun sem fór fram á Facebook síðustu daga en fimmta og jafnframt síðasta myndin var birt í dag. Það var Fornleifastofnun Íslands sem skoraði á Byggðasafnið að birta myndir af minjum í íslenskri náttúru á fimm dögum.
Meira

Myndröð frá Laufskálarétt hlýtur blaðaljós­mynd­araverðlaun

Sýn­ing ís­lenskra blaðaljós­mynd­ara opnaði í Perlunni sl. laugardag. Við opn­un­ina voru nokkr­um ljós­mynd­ur­um veitt verðlaun fyr­ir bestu mynd­ir árs­ins 2015 en þeirra á meðal var myndröð Heiðu Helgadóttur frá Laufskálarétt. mbl.is greinir frá.
Meira

Gulla á gamansömum nótum

Skemmtilegir pistlar sem birtust í tveimur síðustu tölublöðum Feykis hafa vakið verðskuldaða athygli. Sú sem heldur um pennann í umræddum skrifum er þjóðfræðingurinn Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, sem um þessar mundir starfar hjá Kjötafurðastöð KS. Guðlaug er heimasæta úr Reykhólasveit og er skráð sem slík á ja.is.
Meira

Fullkomið brúðkaup á fjalirnar

Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á Sæluvikustykki ársins. Er það farsinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon sem varð fyrir valinu. Undirbúningsfundur vegna uppsetningarinnar, sem haldinn var í síðustu viku, var vel sóttur.
Meira

Guðmundur biskup góði og brunnar hans

Guðmundur Árni Hjartarson jarðfræðingur flytur erindi í Auðunarstofu kl. 17:00 á Gvendardegi, miðvikudaginn 16. mars, sem hann nefnir: Guðmundur biskup góði og brunnar hans.
Meira

Lewis leiddist þófið og kláraði Grindvíkinga

Tindastóll lék síðasta heimaleik sinn í deildarkeppni Dominos-deildarinnar þessa vertíðina í gærkvöldi. Það voru Grindvíkingar sem komu í heimsókn og gáfu þeir Stólunum ekkert eftir í spennandi en frekar skrítnum körfuboltaleik þar sem heimamenn virtist skorta alla einbeitingu á löngum köflum. Jafnt var þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en þá nennti Darrel Lewis þessu ströggli ekki lengur og kláraði leikinn með stæl. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Meira

Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra

Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra í Skagafirði verður í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 13. mars frá kl. 15-17. Allur ágóði rennur til kaupa á rafmagnslyftustól eða annarskonar hvíldarstólum.
Meira

Spornað við svartri atvinnustarfsemi

Svört atvinnustarfsemi hefur verið mjög í umræðunni að undanförnu og eru stéttarfélög nú í átaksaðgerðum til að sporna við henni. Slíkt eftirlit hefur raunar verið viðhaft um árabil, en eins og haft var eftir Þórarni G. Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í síðasta tölublaði Feykis er nú verið að „girða sig í brók“ og taka þetta fastari tökum.
Meira

Nýtt útlit farmiða fullorðinna hjá Strætó bs.- Innköllun á eldri farmiðum

Þriðjudaginn 1. mars 2016 tók gildi ný gjaldskrá Strætó bs. Samhliða því fengu farmiðar fullorðinna breytt útlit. Áður voru 9 farmiðar í hverri örk, nú verða 20 farmiðar í örkinni. Jafnframt var gerð breyting á útliti farmiðanna þannig að álfólía er lögð í jaðra miðanna og einnig í merki Strætó, sem er á hverjum miða. Þetta er gert til að auðkenna betur miða sem gilda í vagna Strætó bs.
Meira