Skagafjörður

Kynningarfundir vegna búvörusamninga

Kynningarfundir vegna búvörusamninga verða haldnir um allt land dagana 7.-11 mars. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að fundirnir á Norðurlandi vestra verða í Víðihlíð í Húnaþingi vestra og að Löngumýri í Skagafirði.
Meira

Sýnataka Heilbrigðiseftirlitsins leiddi ekkert óeðlilegt í ljós

Raki í húsnæði yngra stigs leikskólans Ársala á Sauðárkróki hefur valdið áhyggjum nokkurra foreldra sem óttast að þar kunni að vera myglusveppur. Í Feyki vikunnar er fjallað um fundi sem boðað var til með foreldrum vegna þessa, þar sem foreldrar voru upplýstir um stöðu mála, fyrirhugaðar aðgerðir leikskólans og sveitarfélagsins sem og niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins.
Meira

Grasrótarknattspyrna á Hofsósi á forsíðu

UEFA ( Knattspyrnusamband Evrópu ) gefur reglulega út blöð og bæklinga sem dreift er til allra Knattspyrnusambanda í Evrópu. Í nýjasta blaðinu er fjallað um litla Ísland og hvernig það komst á lokamótið í Frakklandi.
Meira

Molduxamótið 2016 verður þann 16. apríl

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót laugardaginn 16. apríl í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Að þessu sinni verður boðið uppá þrjá flokka eða: 40+, 30+ og kvennaflokk.
Meira

Gurley startaði Stólunum í geggjuðum sigri á KR

Hann var alveg geggjuð skemmtun leikur Tindastóls og Íslandsmeistara KR í Síkinu í kvöld. Bæði lið hafa verið á fljúgandi siglingu í síðustu leikjum og það mátti búast við hörkuviðureign og áhorfendur voru sannarlega ekki sviknir um hana. Eftir erfiða byrjun unnu heimamenn sig inn í leikinn og spiluðu annan og þriðja leikhluta frábærlega. Stuðningsmenn Tindastóls voru heldur betur með á nótunum og hvöttu sína menn óspart áfram gegn urrandi baráttuglöðum KR-ingum. Lokatölur 91-85 fyrir Tindastól.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir stuttum hvelli

Þriðjudaginn 1. mars 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:55. Fundarmenn voru 13 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20.
Meira

Tapað/fundið

>Tapast hefur land af Dewalt sög á Hólavegi eða þar í kring á Sauðárkróki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Skúla í síma 8938570.
Meira

Mikil tækifæri fyrir söluaðila á Landsmótinu

Aðstandendur Landsmóts hestamanna eru nú í óðaönn að skipuleggja markaðstorg mótsins. „Mikil hefð er fyrir blómlegri verslun með margvíslegan varning á landsmótum og verður mótið á Hólum í sumar sannarlega engin undantekning þar á. Forsala aðgöngumiða hefur þegar slegið öll met og allir munu leggjast á eitt til að gera þetta Landsmót það glæsilegasta til þessa,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Hefur þú séð Bjarna Frey?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Bjarna Frey Þórhallssyni, 20 ára, en ekkert hefur spurst til hans síðan að morgni þriðjudags. Síðast er vitað um ferðir Bjarna Freys, á bifreiðinni UK-514 sem er Toyota Corolla, dökkrauð að lit og árgerð 2005, á Kjalarnesi á leiðinni norður síðastliðinn þriðjudag klukkan 9:30 að morgni.
Meira

Yngri nemendur Varmahlíðarskóla setja Hróa hött á svið

Árshátíð yngri nemenda í Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði, föstudaginn 4. mars kl. 15:00. Nemendur 1.-6. bekkjar sýna leikritið Hróa Hött eftir handriti Guðjóns Sigvaldasonar. Leikstjóri er Helga Rós Sigfúsdóttir og Stefán R. Gíslason sér um undirleik.
Meira