Skagafjörður

Styrktarsamningur KS og Bocuse d´OR Akademíunnar

Síðast liðinn föstudag var undirritaður styrktarsamningur milli Kaupfélags Skagfirðinga og Bocuse d‘Or Akademíunnar. Viktor Örn Andrésson er fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni ásamt Hinriki Lárussyni aðstoðarmanni en undankeppnin fer fram 10.- 12. maí. nk.
Meira

Fullkominn farsi í höndum Leikfélags Sauðarkróks

Leikritið Fullkomið brúðkaup hefur verið sett upp hjá hundruðum leikhúsa um allan heim, eins og fram kemur á heimasíðu höfundar, Robins Hawdon. Fullkomið brúðkaup er fullkominn farsi, eða eins og í leikskrá er haft eftir höfundinum: „Góður farsi þarf m.a. að bjóða upp á hraða, fullt af misskilningi, fyndni, framhjáhöld, ást og hurðaskelli.“ Auk þess, þar sem þetta er erlent leikrit, þarf þessi farsi að bjóða upp á mjög færan þýðanda, húmorista sem kann að draga fram kómiska hlið af hverju einasta orði íslenskrar orðabókarinnar en sá reynslubolti er enginn annar en Örn Árnason. Ég held að textagerð farsa sé ennþá flóknara og meira krefjandi en að semja handrit fyrir drama, en það má vera rangt. En vindum okkur að brúðkaupinu, förum okkur í Bifröst á Sauðárkróki í boði Leikfélags Sauðárkróks og bíðum spennt.
Meira

Þungur rekstur afurðastöðva

Rekstur afurðastöðva Kjötafurðastöðvar KS (KKS) og Sláturhúss KVH (SKVH) hefur verið þungur undanfarin tvö ár og segja má að árið 2015 hafi verið rekstrarlega það erfiðasta um nokkurra ára skeið. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi KKS og SKVH.
Meira

Deiliskipulag Hegranesþingstaðar

Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir hinn forna þingstað og nánasta umhverfi, svæðið er í dag lítið afmarkað. Skipulagssvæðið er um 12,5 ha að stærð.
Meira

Sæluvikustemning í Síkinu á Árið er – Lögin sem lifa

Það var vel lagt í stórviðburð Sæluvikunnar að þessu sinni en Viðburðaríkt, með Áskel Heiðar og Sigurlaugu Vordísi í fararbroddi, stóð fyrir uppsetningu á tónlistarveislunni Árið er – Lögin sem lifa í íþróttahúsinu á Sauðárkróki nú á föstudagskvöldið. Í boði var fjölbreyttur skammtur af vel þekktum dægurlögum frá síðustu fjórum áratugum og voru söngvarar í miklu stuði, umgjörðin stórkostleg og sannkölluð Sæluvikustemning ríkti í Síkinu.
Meira

Stólarnir áfram í Borgunarbikarnum

Fyrsti alvöruleikur knattspyrnuvertíðarinnar hjá Tindastóli fór fram í gær en þá léku strákarnir við lið Dalvíkur/Reynis í Borgunarbikar karla. Leikið var á gervigrasvelli KA-manna þar sem rétt eins og Sauðárkróksvöllur þá er völlurinn á Dalvík ekki tilbúinn fyrir upphaf fótboltasumarsins.
Meira

Þingsályktunartillaga um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta

Þingmenn norðausturskjördæmis hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. Annars vegar vegar eru lögð til gerð 4,7 km langra jarðganga frá Hólsdal í Siglufirði yfir í Nautadal í Fljótum og gerð u.þ.b. 5 km langs vegar til að tengjast núverandi vegakerfi og hins vegar 6,1 km löng göng frá Skarðsdal yfir að Hrauni í Fljótum. Með hvorri leið mundi vegurinn frá Ketilási í Fljótum til Siglufjarðar styttast um rúmlega helming eða um 15 km.
Meira

Kíkt upp í 22 metra hæð í körfubíl

Viðbragðsaðilar í Skagafirði voru með kynningu og sýningu á tækjabúnaði sínum á bílastæðinu við Skagfirðingabúð í dag. Þar var meðal annars hægt að kíkja upp í 22 metra hæð með þar til gerðum körfubíl.
Meira

Stefnir í stórkostlegt kvöld í íþróttahúsinu

Feykir leit við inn í Íþróttahúsið á Sauðárkróki fyrr í dag þar sem æfingar og undirbúningur stóð sem hæst fyrir stórsýninguna „Árið er... - lögin sem lifa“. Í kvöld verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum flutt af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur.
Meira

Karlakórinn Heimir og Elmar Gilbertsson í Miðgarði annað kvöld

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði annað kvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum er Elmar Gilbertsson tenórsöngvari. Spjallað var við Heimismenn í afmælisblaði Feykis sem kom út í síðustu viku.
Meira