Skagafjörður

35 ára afmælisblað Feykis

Þann 10. apríl síðastliðinn voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Í tilefni þessa hefur nú verið gefið út sérstakt afmælisblað sem dreift er frítt til allra íbúa á Norðurlandi vestra, auk þess sem það er aðgengilegt hér á vefnum.
Meira

Hamborgarar rjúka út á Hard Wok til styrktar Ívari Elí og fjölskyldu

Það er allt á fullu á veitingastaðnum Hard Wok á Sauðárkróki um þessar mundir við að afgreiða hamborgarapantanir til styrktar Ívari Elí Sigurjónssonar, fimm ára Króksara sem glímir við flogaveiki. „Pantanir eru að hrannast inn og við erum að afgreiða 40 hamborgara núna í hádeginu, sem ýmist verður sent eða sótt,“ sagði Árni Björn Björnsson eignandi veitingastaðarins í samtali við Feyki.
Meira

Ísmaðurinn 2016

Skíðasvæðið í Tindastól efnir til keppni um Ísmanninn 2016 sem haldin verður laugardaginn 30. apríl. Um er að ræða ögrandi áskorun fyrir hressa fjallagarpa og verða vegleg verðlaun í boði. Keppt verður í svigi og hlaupum.
Meira

Velta Kaupfélags Skagfirðinga eykst um 5 milljarða milli ára

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Selinu á Sauðárkróki þann 16. apríl síðastliðinn. Fram kom að velta félagsins hafi verið um 32,2 milljarðar króna á síðasta ári og hefði aukist um 5 milljarða milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá KS komu Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki ásamt Kjötbankanum í Hafnarfirði og Sláturhúsinu á Hellu ný inn í samstæðuuppgjör félagsins að þessu sinni.
Meira

Firmakeppni Skagfirðings

Firmakeppni hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin sumardaginn fyrsta, 21. apríl á félagssvæðinu hjá Tjarnabæ. Keppt verður í: Pollaflokk (8 ára og yngri), barnaflokk, unglingaflokk, kvennaflokk, karlaflokk, atvinnumannaflokk og 60+.
Meira

Eldsmiðja FNV vígð í dag

Eldsmiðja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem staðsett er í Hátæknimenntasetri skólans, verður vígð við hátíðlega athöfn í dag, miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:00. Á vefsíðu skólans kemur fram að í tilefni vígslunnar mætir Beate Stormo, Norðurlandameistari í eldsmíði, á staðinn og vígir aðstöðuna.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls krækir í Chris Caird

Christopher Caird er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun því spila með Stólunum næstu tvö tímabil. Caird, sem er breskur, kemur frá FSu á Selfossi þar sem hann var í hörkuformi framan af vetri en hann meiddist nú eftir áramótin.
Meira

Retro Stefson, Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann á Drangey Music Festival

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Þetta árið verða það Retro Stefson, Sverrir Bergmann og hljómsveit og Úlfur Úlfur sem munu eiga sviðið, ásamt úrvali heimafólks og fleiri atriða sem kynnt verða síðar.
Meira

Tölum ekki um „jaðarinn“ tölum um viðhorf

Ég las viðtal við fyrrverandi Alþingismann þann 4. apríl sl. og það setti að mér óhugnað. Þar talar þessi fyrrverandi ráðamaður okkar Íslendinga um að venjulega, vinnandi fjölskyldufólkið sé ánægt með þann stöðugleika sem er í samfélaginu í dag. Þegar hann var spurður út í mótmæli um 20.000 Íslendinga, gerði hann lítið úr þeim, kenndi góðu veðri um að fólk hefði verið að flækjast á Austurvelli. Hann átti þá sennilega við að þetta venjulega, vinnustritandi fjölskyldufólk sem óvart hefði villst inn í mótmæli „jaðarins“, því svo sagði hann „Það eru til öryrkjar og veikt fólk, sem alltaf er að verða minna af, en þarf samt að laga“. Þá taldi hann sig hafa sagt nóg um þann þjóðfélagshóp og sagði: „Ef við hættum að tala um jaðarinn og tölum bara um massann“.
Meira

Hlaupa til styrktar Ívari Elí

Nemendur 7. og 8. bekkjar í Varmahlíðarskóla ætla að hlaupa áheitahlaup til styrktar Ívar Elí Sigurjónssyni, ungum dreng á Sauðárkróki, sem berst við flogaveiki og þarf á næstunni að fara erlendis til lækninga.
Meira