Skagafjörður

Ekki ljóst hvað olli rafmagnsleysi

Íbúar í Skagafirði ættu nú að vera komnir með rafmagn aftur en straumlaust var víða í firðinum frá því um kl. 13 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik varð alvarleg bilun í aðveitustöð en viðgerð er lokið.
Meira

Rafmagnslaust í Skagafirði

Rafmagnslaust hefur verið í Skagafirði frá því um kl. 13 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik virðist bilunin alvarleg og er verið að vinna í að koma varaafli á.
Meira

Mælavæðing í Skagafirði vel á veg komin

Mælavæðing vegna hitaveitu í þéttbýliskjörnum er vel á veg komin. Á fundi veitunefndar sveitarfélagsins í síðustu viku var farið yfir stöðu mála og þar kom fram að búið er að setja upp í allt um 650 mæla.
Meira

Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni

Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið mjög gott til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi.
Meira

Markaðssetning til umræðu á súpufundi

Í tilkynningu frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði er minnt á súpufund sem félagið stendur fyrir í hádeginu næstkomandi miðvikudag og hefst hann klukkan 12. Á fundinum verður fjallað um markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og mikilvægi þess að standa vel að þeim málum.
Meira

Nýir búvörusamningar undirritaðir á föstudag

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga sl. föstudag. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.
Meira

Skilyrði að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Skilyrði er að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun. „Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings,“ segir í auglýsingu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Ófært á Þverárfjallsvegi

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja á vegum en ófært er á Þverárfjalli, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þungfært er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Samkvæmt spá Veðurstofunnar snýst í hæga suðlæga átt á dag á Ströndum og Norðurlandi vestra, léttir til og kólnar.
Meira

Sæluvikustykki í startholunum

Leikfélag Sauðárkróks boðar til fundar á mánudagskvöldið, 22. febrúar, í þeim tilgangi að hleypa af stokkunum undirbúningsvinnu við hið árlega Sæluvikustykki. Verður fundurinn haldinn á Kaffi Krók og hefst klukkan 20:00.
Meira

Verðmætabjörgun í Fljótum

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit stóð í stórræðum í gær við verðmætabjörgun eftir að fiskflutningabíll fór út af veginum rétt við bæinn Hraun í Fljótum. Tólf meðlimir sveitarinnar sinntu útkallinu. Um sjö klukkustundir tók að sækja fiskinn sem dreifst hafði upp um alla móa. Morgunblaðið greindi frá þessu.
Meira