Skagafjörður

Tapað/fundið

>Tapast hefur land af Dewalt sög á Hólavegi eða þar í kring á Sauðárkróki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Skúla í síma 8938570.
Meira

Mikil tækifæri fyrir söluaðila á Landsmótinu

Aðstandendur Landsmóts hestamanna eru nú í óðaönn að skipuleggja markaðstorg mótsins. „Mikil hefð er fyrir blómlegri verslun með margvíslegan varning á landsmótum og verður mótið á Hólum í sumar sannarlega engin undantekning þar á. Forsala aðgöngumiða hefur þegar slegið öll met og allir munu leggjast á eitt til að gera þetta Landsmót það glæsilegasta til þessa,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Hefur þú séð Bjarna Frey?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Bjarna Frey Þórhallssyni, 20 ára, en ekkert hefur spurst til hans síðan að morgni þriðjudags. Síðast er vitað um ferðir Bjarna Freys, á bifreiðinni UK-514 sem er Toyota Corolla, dökkrauð að lit og árgerð 2005, á Kjalarnesi á leiðinni norður síðastliðinn þriðjudag klukkan 9:30 að morgni.
Meira

Yngri nemendur Varmahlíðarskóla setja Hróa hött á svið

Árshátíð yngri nemenda í Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði, föstudaginn 4. mars kl. 15:00. Nemendur 1.-6. bekkjar sýna leikritið Hróa Hött eftir handriti Guðjóns Sigvaldasonar. Leikstjóri er Helga Rós Sigfúsdóttir og Stefán R. Gíslason sér um undirleik.
Meira

Fjallað um ferðamál í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur

Miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 11.00 mun Jessica Aquino nýráðinn starfsmaður Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Selaseturs Íslands halda fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Vísindi og graut, sem hún nefnir „Volunteer Tourists’ Perceptions of their Impacts in Vulnerable Communities.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 302 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Hvers vegna Hegranes? - Fyrirlestur um Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina í kvöld

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin og Byggðasafn Skagfirðinga bjóða íbúum Hegraness og öðrum áhugasömum á fyrirlestur og umræðufund um fornleifarannsóknirnar sem nú fara fram í Nesinu. Fyrirlesturinn verður í félagsheimilinu í Hegranesi í kvöld, fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00.
Meira

Skammhlaup í háspennulínu reyndist orsökin

Eins og greint var frá í Feyki á í síðustu var stór hluti heimila í Skagafirði rafmagnslaus í allt að sex klukkustundir þriðjudaginn 23. febrúar. Mælingar sem gerðar voru aðfararnótt fimmtudagsins leiddu í ljós að bilunin var ekki í spenni.
Meira

Bjart yfir Norðurlandi vestra í dag

Austan 3-8 og bjart veður er á Ströndum og Norðurlandi vestra, frost 0 til 10 stig. Vegir eru að mestu auðir á láglendi en hálkublettir á fjallvegum.
Meira

Stórleikur í Síkinu

Íslandsmeistarar KR mæta í Síkið fimmtudagskvöldið 3. mars og etur kappi við lið Tindastóls í Dominos-deildinni í körfu. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Stólana sem stefna á að næla sér í heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst 17. mars. Nú verða því allir að mæta í Síkið og styðja Stólana til sigurs.
Meira

Skapti Ragnar Skaptason sigraði A flokkinn á Ísmóti riddarana

Ísmót Riddara Norðursins var haldið á Tjarnartjörn við Reiðhöllina Svaðastaði á sunnudaginn. Að sögn Guðmundar Einarssonar, starfsmanns Reiðhallarinnar, var mæting mjög góð, bæði hjá keppendum og áhorfendum. Það var frábært veður og frábær ís," sagði Guðmundur í samtali við Feyki í gær.
Meira