Skagafjörður

Drangey Music Festival haldið á ný 25. júní 2016

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Óhætt er að segja að hátíðin hafi slegið í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skiptið síðastliðið sumar, frábær tónlist, einstök náttúra og veður að bestu gerð hjálpaðist allt að við að skapa ógleymanlega upplifun.
Meira

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði

Skagafjarðardeild Rauða krossins heldur aðalfund sinn á morgun, miðvikudaginn 2. mars kl. 16:30 í húsnæði deildarinnar Aðalgötu 10b. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Frábær hestakostur í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar

Athygli vekur hversu margir stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar eða ellefu talsins en alls eru nítján fyrstu verðlauna hross skráð til keppni.
Meira

Viljayfirlýsing um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem viðburði

Landsmót hestamanna ehf. og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa staðfest með undirritun viljayfirlýsingar, sameiginlegan vilja til að fram fari rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði.
Meira

Brynhildur vann Sprettfiskinn 2016

Í lokahófi Stockfish Film Festival sem haldin var um helgina var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Sigurmyndin er Like it’s up to you eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði.
Meira

Konur í Ladies Circle færa Iðjunni Ipad að gjöf

Ladies Circle klúbburinn á Sauðárkróki gaf í dag, hlaupársdag, þjónustuþegum og starfsfólki Iðjunnar nýjan Ipad. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að Ipadinn muni nýtast í þjálfun og hugmyndavinnu í listsköpun svo fátt eitt sé nefnt og að tækið komi sér sérstaklega vel. „Iðjan er vinnustaður þar sem fólk með fötlun vinnur að fjölbreyttum verkefnum. Í Iðjunni fá einstaklingarnir einnig þjálfun, umönnun og afþreyingu við hæfi,“ segir á vefnum.
Meira

Úrslit frá fyrsta keppniskvöldi Skagfirsku mótaraðarinnar

Fyrsta keppni í hinni árlegu Skagfirsku mótaröð var haldin á miðvikudagskvöldið í síðustu viku. Keppt var í fjórgangi V5 í öllum flokkum. Úrslitin hafa verið birt á vefsíðu Reiðhallarinnar Svaðastaða, en þau urðu eftirfarandi:
Meira

Guðrún Þóra ráðin forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

Í fréttatilkynningu frá Rannsóknarmiðstöð ferðamála, sem staðsett er á Akureyri, segir að miðstöðin bjóði nýjan forstöðumann, Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, velkomna til starfa, en hún hefur verið ráðin í starfið frá 15 maí. Guðrún er nú lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og hefur starfað við skólann um árabil.
Meira

Þjálfarasnilli Jose Costa vekur athygli

Vinnubrögð Jose Costa, þjálfara mfl. Tindastóls, hafa vakið athygli. Í myndskeiði frá Körfuboltakvöldi Stöðvar 2, birt á vísi.is, má sjá Jose Costa stilla upp í frábæru leikkerfi í leik liðsins gegn Keflavík á föstudaginn sem endaði með fullorðins troðslu frá Myron Dempsey.
Meira

Unnið að viðunandi lausn til að tryggja raforkuöryggi Skagfirðinga

Eins og greint var frá í Feyki á fimmtudaginn var stór hluti heimila í Skagafirði rafmagnslaus í allt að sex klukkustundir síðastliðinn þriðjudag. Víða var rafmagn ekki komið á fyrr en um kvöldmatarleytið. Má nærri geta að óþægindi urðu mikil fyrir íbúa svæðisins og allt atvinnulíf. Rarik og Landsnet vinna nú að því að finna orsökina og í framhaldi viðunandi lausn til að tryggja raforkuöryggi Skagfirðinga.
Meira