Skagafjörður

Myron Dempsey tekur við af Jerome Hill

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum kana en Stólarnir hafa á ný samið við Myron Dempsey sem lék með liðinu á síðasta tímabili.
Meira

Þriðja svekkelsis tapið í röð hjá Stólunum

Tindastólsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn. Leikurinn var jafn og spennandi en varnarleikur liðanna var heldur öflugri en sóknarleikurinn. Það voru hinsvegar heimamenn sem reyndust kraftmeiri á lokamínútunum og sigruðu 79-76.
Meira

Samið við lægstbjóðandi um byggingu skjólgarðs

Í fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar frá því í dag, 29. janúar, kemur fram að tilboð í skjólgarð við smábátahöfn á Sauðárkróki voru opnuð þann 12. janúar sl., á sameiginlegum símafundi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og Siglingasviði Vegagerðarinnar í Reykjavík. Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau svohljóðandi;
Meira

Tillaga um endurheimt votlendis við Hofsós

Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í dag var lagt fram bréf frá Björgvin Guðmundssyni, dagsett 20. maí 2015, þar sem hann leggur til að Landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að mokað verði ofan í skurði í svonefndum flóa norðan við Hofsós, til að endurheimta votlendi og byggja upp fuglalíf.
Meira

Breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga mótmælt

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) mótmæla þeim hugmyndum sem koma fram í þingskjali nr. 290, um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að auknum tekjum Jöfnunarsjóðs vegna hlutdeildar í sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki verði ráðstafað árlega í samræmi við álagt heildarútsvar ársins 2013. Þetta kemur fram í fundargerð SSNV frá 12. janúar sl.
Meira

Skólahúsnæði við Freyjugötu verður sett á sölu

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að skólahúsnæðið við Freyjugötu á Sauðárkróki verði auglýst til sölu, þ.e. gamli barnaskólinn. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs frá því í gær.
Meira

Samningur um sjúkraflutninga á starfssvæði HSN í Skagafirði undirritaður

Í gær var skrifað undir samning um sjúkraflutninga á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Skagafirði. Heildarupphæð samningsins er 30.000.000 á ári og tekur hann tillit til alls kostnaðar við mannahald, þjálfun og menntun ásamt eftirliti með búnaði greiningasveitar. Samkvæmt fréttatilkynningu gildir samningurinn til 5 ára og nær til allra sjúkraflutninga í Skagafirði utan Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð.
Meira

Íbúafundur í Skagafirði um samfélagsleg áhrif virkjanakosta

Íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi er boðið til opins íbúafundar á Kaffi Krók Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 30. janúar, til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði. Til fundarins boðar faghópur 3, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar, í samvinnu við við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Meira

„Hlustuðum á margar sögur, flestar afskaplega sorglegar“

Skotta Film stefnir á að framleiða tvo sjónvarpsþætti um flóttamanna aðstoð Íslands. Annars vegar um ástandið hjá flóttamönnum frá Sýrlandi sem staddir eru í Líbanon og hins vegar um þær fjölskyldur sem komu til Íslands á dögunum og aðlögun þeirra, með sérstaka áherslu á fjölskyldurnar sem setjast að á Akureyri. Árni Gunnarsson kvikmyndargerðamaður ferðaðist til Beirút í Líbanon dagana 12.-19. janúar sl., ásamt Önnu Sæunni Ólafsdóttur kvikmyndagerðarkonu, til að kynna sér aðstæður þar ytra og fylgja flóttamönnunum heimleiðis.
Meira

Alvarlegur hrossasjúkdómur landlægur í nágrannalöndunum aldrei greinst hérlendis

Í tengslum við umræðu um kverkeitlabólgu í Svíþjóð vill Matvælastofnun vekja athygli á mikilvægi smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu í hrossum hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir að Kverkeitlabólga sé alvarlegur hrossasjúkdómur sem telst landlægur í öllum okkar nágrannalöndum þó alla jafna takist að einangra þau tilfelli sem upp koma og hindra faraldra.
Meira