Skagafjörður

Börn á Ársölum leika sér í sólarupprásinni

Himininn á Norðurlandi vestra var einstaklega fagur í síðastliðinni viku. Hver dagur á eftir öðrum hófst með appelsínugulum og bleikum bjarma sem litaði allt umhverfið og enduðu dagarnir með sömu litadýrðinni.
Meira

Kannast þú við þetta umslag?

Þetta umslag fór á vitlaust heimilisfang. Sá sem fékk póstsendinguna vill endilega koma henni á réttan stað og óskar eftir upplýsingum. Umslagið var póstlagt á Sauðárkróki þann 3. nóvember 2015.
Meira

Austur-Húnavatnssýsla áberandi á Mannamóti

Markaðsstofur landshlutanna, sem eru sex talsins, standa árlega fyrir Mannamóti, sem er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum, sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, og síðast en ekki síst að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar.
Meira

Hæg breytileg átt og él í dag

Fremur hæg breytileg átt og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en norðaustan 8-13 á Ströndum seint í kvöld. Norðaustan 10-18 og él á morgun, en hægari inn til landsins, einkum austantil. Frost 1 til 8 stig. Hálka og hálkublettir er á vegum.
Meira

Árekst­ur á Sauðárkróki

Tveir bíl­ar skullu harka­lega sam­an á Aðal­götu á Sauðár­króki um tvöleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki slasaðist ökumaður ann­ars bíls­ins lít­il­lega og var hann flutt­ur á sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri.
Meira

Vinnustofur fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækjendur af því tilefni til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna. Þessa vikuna eru vinnustofur opnar í Húnaþingi, Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd en í Skagafirði í næstu viku.
Meira

Skagfirðingar bjóða heim – ókeypis hesthúspláss á Landsmóti

Skagfirskir hestamenn ætla að taka vel á móti gestum sem koma með hross til keppni á Landsmótinu á Hólum næsta sumar. Á opnum fundi um skipulag mótsins sl. laugardag tilkynnti Ingimar Ingimarsson sem unnið hefur að skipulagi hesthúsmála fyrir mótið að skagfirskir hestamenn hyggist bjóða keppendum á Landsmótinu ókeypis hesthúspláss á meðan á mótinu stendur.
Meira

Áskorun til ferðaþjóna á Norðurlandi

Ég hef aldrei nokkurn tímann stílað inn á það að fara í búð þegar hún er lokuð. Mér hreinlega dettur það ekki í hug. En auðvitað eins og karlmanni sæmir hef ég misskilið opnunartíma af og til, en það er óvart. Ég hef heldur aldrei búist við að einhver komi til mín þegar það er lokað og læst.
Meira

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið í Farskólanum

Stéttarfélögin Kjölur, SFR og Samstaða bjóða félagsmönnum sínum á námskeið í samstarfi viðFarskólann en á vef hans má finna nánari lýsingar á námskeiðin og þar er einnig hægt að skrá sig á þau. Námskeiðin er að sjálfsögðu opin öllum og vill Farskólinn minna á að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
Meira