Nýleg dæmi sanna mikilvægi neyðarbrautar
feykir.is
Skagafjörður
21.01.2016
kl. 15.38
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar vill ítreka mikilvægi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar (Flugbraut 06/24) fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Í fundargerð frá 14. janúar sl. segir að tvö nýleg dæmi af Norðurlandi vestra, þar sem koma þurfti alvarlega slösuðum einstaklingum undir læknishendur í Reykjavík, sanna svo ekki verður um villst mikilvægi brautarinnar. Í báðum tilvikunum þurfti sjúkraflugvél Mýflugs að lenda á umræddri braut þar sem aðrar brautir voru ekki í boði.
Meira
