Skagafjörður

Nýleg dæmi sanna mikilvægi neyðarbrautar

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar vill ítreka mikilvægi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar (Flugbraut 06/24) fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Í fundargerð frá 14. janúar sl. segir að tvö nýleg dæmi af Norðurlandi vestra, þar sem koma þurfti alvarlega slösuðum einstaklingum undir læknishendur í Reykjavík, sanna svo ekki verður um villst mikilvægi brautarinnar. Í báðum tilvikunum þurfti sjúkraflugvél Mýflugs að lenda á umræddri braut þar sem aðrar brautir voru ekki í boði.
Meira

Opinn fundur um undirbúning Landsmóts hestamanna

Boðað er til opins fundar í Tjarnarbæ laugardaginn 23. janúar kl. 11:00 þar sem formaður stjórnar Landssambands hestamannafélaga, Lárus Ástmar Hannesson og Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum munu ræða undirbúning mótsins.
Meira

Á að gefa bóndanum gjöf á morgun?

Það vill svo skemmtilega til að bóndadagurinn er á morgun. Á þessum degi hefur skapast sú hefð að eiginkonur/kærustur gefi bónda sínum blóm í tilefni dagsins. Gjafirnar hafa reyndar breyst mikið seinust ár og hugmyndaflugið hefur fengið að njóta sín hjá mörgum þegar kemur að því að velja eitthvað fyrir sinn heittelskaða.
Meira

Króksarinn Steinn Kárason og ljósmyndarinn Marco Nescher vinna saman

Paradís, lag Steins Karasonar og texta má nú heyra og sjá á vimeo. Lagið er óður til Íslands og íslenskrar náttúru, með ástar og kærleiksívafi. Það er ljósmyndarinn Marco Nescher sem myndskreytti af mikilli snilli.
Meira

Skóladagvistun með hressingu og hádegismat ódýrust í Skagafirði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ er skóladagvistun, með hressingu og hádegismat, ódýrust hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en það er 56% ódýrara en hjá Garðabæ, sem er með dýrustu skóladagvistunina. Þriggja tíma dagleg vistun eftir skóla ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag er á 35.745 kr. hjá Garðabæ en 22.953 kr. hjá Svf. Skagafirði. Greint er frá þessu á vef ASÍ.
Meira

Sala hafin á tjaldstæðum með rafmagnstengingu á Landsmóti hestamanna

Sala á tjaldstæðum með rafmagnstengingum á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 er hafin. Samkvæmt vef Landsmótsins er um að ræða afmarkaða reiti, 7x10 metrar að stærð og hverjum reit fylgir ein rafmagnsinnstunga. Allir gestir mótsins hafa aðgang að almennum tjaldstæðum mótsins, en þar verður ekki hægt að bjóða upp á rafmagnstengi.
Meira

Bjart að mestu og kaldast í innsveitum

Hæg suðlæg eða breytileg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Bjart að mestu og frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Áframhaldandi hálka er síðan á velflestum vegum Norðanlands. Búast má við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Sólroðinn vetrarmorgunn í Skagafirði

Það er nánast eins og að vera staddur í listaverki þessa dagana en Skagafjörður hefur skartað sínu fegursta undanfarna daga, með fallegum norðurljósum, dulmagnaðri frostþoku og í dag sólroðnum og fögrum himni.
Meira

Skagafjörður baðaður norðurljósum

Himininn var einstaklega fagur síðastliðið fimmtudagskvöld, stjörnubjartur og baðaður skærgrænum norðurljósum. Þorgrímur Ómar Tavsen smellti af nokkrum gullfallegum myndum á Hofsósi og fékk Feyki til birtingar.
Meira

KS vill kaupa skagfirsk listaverk

Stjórn Menningarsjóðs KS hefur tekið þá ákvörðun að stofna til sérstaks framlags til kaupa á listaverkum sem tengjast Skagafirði, eftir listamenn sem eru frá Skagafirði eða tengdir firðinum á einhvern hátt. Kaupfélagið hefur keypt nokkur verk í gegnum tíðina, m.a. eftir Jóhannes Geir, Elías, Sossu o.fl. og segir Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs KS, áhuga hjá félaginu að eignast fleiri verk.
Meira