Skagafjörður

Að leita langt yfir skammt

Á Norðurlandi vestra hafa þó nokkrir forystumenn í sveitarstjórnum lagt í miklar langferðir, þeir hafa farið alla leið til Kína, til þess að biðla til þarlendra um að koma upp iðjuveri við Skagaströnd. Auðvitað er rétt að skoða alla möguleika til atvinnusköpunar, en þá er nánast kjánalegt að rýna ekki í nærtækasta kostinn áður en heimdraganum er hleypt svo langar leiðir.
Meira

Ástin er diskó, lífið er pönk frumsýnt í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira

Héldu tombólu til styrktar Rauða Krossinum

Þessar vösku stelpur á Sauðárkróki héldu tombólu til styrktar Rauða Krossinum og söfnuðu alls 7805 krónum. Á myndinni eru Rakel Sif Davíðsdóttir og Sara Líf Elvarsdóttir en Svanbjörtu Hrund Jónsdóttur vantar á myndina. „Rauði Krossinn kann þeim kærar þakkir fyrir​,“ segir í tilkynningu frá Skagafjarðardeild RKÍ.
Meira

Góður árangur 9. flokks drengja í Tindastóli

Nú um helgina fór fram á Sauðárkróki körfubolta-turnering í B-riðli hjá 9. flokki drengja. Fimm lið tóku þátt en það voru lið Breiðabliks, Njarðvíkur, Skallagríms, Tindastóls og Vals. Lið Tindastóls hafði nýverið unnið sig upp um riðil og er óhætt að segja að drengirnir hafi komið skemmtilega á óvart og náðu skínandi árangri, enduðu í öðru sæti riðilsins.
Meira

„Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn“

Nú í haust hófu þau Ragnhildur Jónsdóttir og Agnar Gíslason mjólkurframleiðslu á Stóru Ökrum 2 í Blönduhlíð í Skagafirði, en hún hafði þá legið niðri á bænum í tíu ár. Þau hafa gert lagfæringar og endurbætur á fjósinu og ætla að leggja áherslu á kúabúskap til að byrja með.
Meira

Frá útgáfuhátíð vegna útkomu 36. bindis Skagfirðingabókar

Laugardaginn 7. nóvember stóð Sögufélag Skagfirðinga fyrir útgáfuhátíð og kynningu í tilefni af útkomu nýrrar Skagfirðingabókar fyrir árið 2015 en bókin er sú 36. í röðinni. Kynningin fór fram á Kaffi Króki á Sauðárkróki og var ágæt mæting. Hjalti Pálsson frá Hofi, formaður félagsins, kynnti innihald bókarinnar en síðan fluttu feðgarnir Brynjar Pálsson og Páll Brynjarsson smá tölu um umfjöllunarefni höfuðkafla bókarinnar, Króksarana frá Jótlandi, apótekarahjónin Minnu og Ole Bang, en þann kafla ritaði Sölvi Sveinsson sem var fjarri góðu gamni að þessu sinni.
Meira

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, fagnað í tuttugasta sinn í dag, en hann fæddist árið 1807. Efnt er til ýmissa viðburða í dag undir merkjum hátíðisdagsins en þess má geta að Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.
Meira

Vilja aukin framlög til málaflokka mikilvæga fyrir byggðaþróun

Landshlutasamtök á öllu landinu, þar á meðal Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hafa sent áskorun til ráðherra og alþingismanna að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 að aukin framlög verði til nokkurra málaflokka sem samtökin telja
Meira

Ferð að Öskugosinu í október 1961

Það var 12. október á því herrans ári 1961 sem jarðskjálftamælar hér á landi fóru að sýna jarðskorpuhreyfingar, sem vísindamenn töldu benda til að eitthvað óvenjulegt væri á seyði í Dyngjufjöllum. Nokkrum dögum síðar, eða 19. október urðu vísindamenn, sem staddir voru á svæðinu, áhorfendur að því að stórkostlegur hver myndaðist nærri Öskjuopi og spjó leir og grjóti yfir næsta umhverfi sitt. Nokkru síðar hætti að mestu vatnsrennsli frá hvernum og töldu vísindamenn það benda til þess að kvika hefði soðið allt vatn úr berggrunninum og hún nálgaðist yfirborðið.
Meira

Fjölsótt ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi

Vinnu- og menntabúðir um upplýsingatækni í skólastarfi fóru fram á Sauðárkróki dagana 6. og 7. nóvember. Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna var haldin hérlendis og tókst afar vel til að mati skipuleggjendanna Ingva Hrannars Ómarssonar, sérfræðingi í skólaþróun og kennsluráðgjafi í upplýsinga- og tæknimálum í Svf. Skagafirði, og Margrétar Bjarkar Arnardóttur, náms- og starfsráðgjafa við Árskóla á Sauðárkróki.
Meira