Skagafjörður

„Minni mengun en frá öðrum álverum í Evrópu“

Eins og greint var frá í Feyki á dögunum var Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa ehf., gestur ársþings SSNV og fjallaði hann þar um áform um uppbyggingu álvers á Hafurstöðum í Skagabyggð. Greindi Ingvar frá því að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, að undanskyldum Akrahreppi sem ekki hefur verðið boðin þátttaka, og stjórnvöld hefðu undirritað samstarfssamning um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á svæðinu.
Meira

Myndir frá afhendingu veglegrar peningagjafar til HSN á Sauðárkróki

Á Árskóladaginn, 24. október sl., stóðu nemendur og starfsfólk Árskóla fyrir opnu húsi í skólanum. Sýndur var afrakstur þemadaga, nemendur seldu einnig ýmsar vörur sem þeir höfðu útbúið og seldu kaffi og meðlæti í kaffihúsi. Fjöldi manns lagði leið sína í skólann þennan dag og heppnaðist dagurinn afar vel. Alls söfnuðust kr. 435.003,- og var söfnunarféð afhent í íþróttahúsinu föstudaginn 30. október.
Meira

Lokaskýrsla vegna „Fræðslustjóra að láni“ hjá Svf. Skagafirði

Vorið 2015 skrifuðu Sveitamennt. Mannauðssjóður Kjalar, Farskólinn og sveitarfélagið Skagafjörður undir samning um ,,Fræðslustjóra að láni" sem gengur út á að greina fræðsluþarfir starfsmanna sveitarfélagsins og gera áætlun um að sinna þeim.
Meira

Öryggismál sjómanna í forgang

Öryggismál sjómanna hafa mikið verið í umræðunni undanfarið í ljósi hörmulegs sjóslyss sem varð í sumar þegar Jón Hákon BA–60 sökk út af Aðalvík og einn maður fórst en þrír komust lífs af þegar nálægur bátur kom þeim til bjargar á ögurstundu.
Meira

Tún og útihús til leigu á Nöfunum

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst til leigu fjögur tún á Nöfunum á Sauðárkróki ásamt útihúsum, eftir því sem við á. Um er að ræða lóðir sem bera númerin 24, 25, 27 og 32 en þremur þeirra fylgja útihús.
Meira

Jou Costa tekur við liði Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks en sem kunnugt er var Finninn Pieti Poikola leystur undan samningi í október. Nýr þjálfari liðsins er hinn 43 ára gamli Spánverji, José María Costa Gómez, en hann var m.a. yfirþjálfari hjá Tenerife Baloncesto með Israel Martín, síðar þjálfara Tindastóls, sem aðstoðarþjálfara.
Meira

Karfan.is stóð fyrir vali á besta byrjunarliði Tindastóls

Á Karfan.is er að finna bráðskemmtilega umfjöllun um besta byrjunarlið Tindastóls í körfunni frá upphafi. Að sjálfsögðu hafa ófáir snillingar spilað með Stólunum í gegnum tíðina og byrjunarliðið sem nokkrir fjölfróðir stuðningsmenn liðsins völdu sannarlega ekki af verri endanum.
Meira

Niðurfelling og lækkun byggðakvóta mikið högg fyrir smábátasjómenn

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eindregið eftir því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurskoði ákvörðun sína um niðurfellingu byggðakvóta til Sauðárkróks og lækkun hans til Hofsóss úr 40 tonnum í 34 tonn. Þetta kemur fram í fundargerð frá fundi nefndarinnar sl. föstudag.
Meira

Nýtt lag með Gillon - Glaður í sól

Gillon (Gísli Þór Ólafsson) er að vinna að nýrri plötu sem væntanleg er til útgáfu í byrjun næsta árs. Hér má heyra fyrsta kynningarlag plötunnar, Glaður í sól.
Meira

Hættumat vegna ofanflóða kynnt

Hættumatsnefnd Skagafjarðar kynnir nýtt hættumat vegna ofanflóða á Sauðárkróki í opnu húsi á Kaffi Krók á fimmtudaginn kemur, 12. nóvember, frá kl 16 til 18:30. Fulltrúar hættumatsnefndar og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands verða á staðnum til að kynna hættumatið og svara fyrirspurnum gesta.
Meira