Skagafjörður

Eldri nemendur Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn „6-tán á (von) LAUSU“

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla verður í kvöld, föstudaginn 15. janúar, Menningarhúsinu Miðgarði og hefst hún kl. 20. Nemendur skólans setja söngleikurinn „6-tán á (von) LAUSU“ á svið, leikstjórn er í höndum Helgu Rósar Sigfúsdóttur en höfundur verksins er Gísli Rúnar Jónsson.
Meira

Kalt í dag en minnkandi frost á morgun

Snjóþekja eða hálka er á vegum á Ströndum og Norðurlandi vestra. Það er suðaustlæg átt 3-8 m/s og léttskýjað, frost 4 til 14 stig. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis á morgun, þykknar upp og minnkandi frost.
Meira

Íslandspóstur fækkar dreifingardögum í dreifbýli

Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Íslandspósti að fækka dreifingardögum á 75 póstnúmerum, sem dreifð eru um allt land. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem birt var á vef stofnunarinnar sl. föstudag, skal fyrirkomulag dreifingarinnar vera 2+3, þ.e. þriðjudag og fimmtudag í viku 1 og mánudag, miðvikudag og föstudag í viku 2 o.s.frv. Breytingin tekur m.a. til Hvammstanga (pnr. 531, 500), Blönduóss (541, 540, 545) og Sauðárkróks (551, 560, 565, 566, 570) og tekur gildi þann 1. mars 2016.
Meira

Úrtaka fyrir KS-Deildina 2016 - Ráslistar

Fjögur lið skráðu sig í úrtöku fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni í vetur. Úrtakan fer fram á morgun, föstudaginn 15 janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst keppnin kl 20:00 í Svaðastaðahöllinni.
Meira

World Snow Day um helgina

Sunnudaginn 17. janúar næstkomandi verður alþjóðlegi „World snow day“ eða „Snjór um víða veröld“ haldinn í Tindastól og á öllum öðrum skíðasvæðum landsins. Í Tindastóli verður öllum krökkum 18 ára og yngri boðið frítt í brekkurnar og 50% afsláttur verður veittur af allri skíðaleigu.
Meira

Snjóþekja eða hálka á vegum

Snjóþekja eða hálka er á vegum í Norðurlandi og éljagangur í Skagafirði. Norðan 5-10 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, lægir á morgun og styttir upp að mestu þegar líður á daginn. Kólnandi veður, frost 5 til 13 stig síðdegis.
Meira

Hunda- og kattahreinsun á Sauðárkróki

Hunda- og kattahreinsun fer fram í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins að Borgarflöt 27 Sauðárkróki nú í dag 12. janúar, í gamla RKS húsinu. Á vef svetiarfélagins kemur fram að kettir séu kl. 17-18 og hundar kl. 18-19. Eigendur eru beðnir að hafa með sér kvittun hafi þeir greitt leyfisgjald fyrir árið 2015.
Meira

Ljósadagurinn haldinn í annað sinn

Ljósadagurinn er haldinn í annað sinn í dag, þriðjudaginn 12. janúar, en þá er kveikt á útikertum eða luktum til minningar um látna ástvini. Hugmyndin að Ljósadegi kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust í kjölfar slyss sem varð 12. janúar 2014.
Meira

Yfir 3000 miðar seldir á Landsmót hestamanna

Rúmlega 3000 miðar eru seldir á Landsmót hestamanna sem fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní - 3. júlí. Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar hefur miðasalan gengið framar björtustu vonum. „Við ætluðum okkur að selja 1200 miða sem hefði verið tvöföldun á fjölda miða í forsölu frá síðasta móti. Núna eru hinsvegar seldir miðar á mótið komnir yfir 3.000, langflestir þeirra eru vikupassar,“ segir Áskell Heiðar. Um 70% kaupenda eru íslenskir en um 30% erlendis frá.
Meira

Hótelbygging á Flæðunum tekin til deiliskipulagsmeðferðar

Skipulags- og byggingarnefnd Svf. Skagafjarðar hefur samþykkt að taka hótelbyggingu, á Flæðunum við Faxatorg á Sauðárkróki, til deiliskipulagsmeðferðar. Það er fyrirtækið Hymir ehf. sem hefur sótt um lóð undir hótelbygginguna en áform eru uppi um að reisa þar 60 til 80 herbergja hótel. Sömu aðilar standa á bakvið framkvæmdir við Gönguskarðsá en Hymir ehf. og Íslandsvirkjun eru hvor tveggja í eigu Ölnis ehf.
Meira