Skagafjörður

Fjögur lið frá Sauðárkróki í Metabolicleikunum

Laugardaginn 14. nóvember hittust yfir 100 Metabolic iðkendur af landinu öllu á Selfossi og kepptu í líkamlegu hreysti og sendi Þreksport á Sauðárkróki fjögur lið til leiks. Á vef Þreksports segir að Metabolic æfingakerfið hafi verið kennt í Þreksport á Sauðárkróki um allnokkurt skeið undir handleiðslu þjálfaranna Guðrúnar Helgu og Friðriks, og njóti mikilla vinsælda.
Meira

Jörð farin að hvítna allhressilega

Eftir fádæma langt haust má segja að veturinn sé loksins kominn, alla vega á Norðurlandi vestra. Daníel Kristjánsson á Skeiðfossi í Fljótum tók þess mynd fyrir Feyki í morgun en á henni sést heim að bænum Þrasastöðum í Stíflu.
Meira

Sigvaldi og Ellert á svið í kvöld í Voice Ísland

Skagfirðingarnir Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ellert Jóhannsson, nú búsettur í Grindavík, taka þátt í Voice Ísland í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir úr Víðidal datt hins vegar út í eingvíginu, eftir aldeilis frábæra frammistöðu í þáttunum. Fyrir þáttinn í kvöld eru eftir fjórir keppendur í jafnmörgum liðum, en aðeins helmingur þeirra kemst áfram eftir kvöldið. Í kvöld má þjóðin kjósa og það er því um að gera að styðja sína keppendur.
Meira

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli klæðast endurskinsvestum

Nú eru fótboltaiðkendur á Sauðárkróki farnir að huga að næsta sumri og æfingar komnar á fullt. Æfingar eru víðsvegar og t.d. er töluvert um útihlaup. Í fréttatilkynningu frá Tindastól segir að VÍS á Sauðárkróki og knattspyrnudeild Tindastóls hafa sammælst um að allir iðkendur noti endurskinsvesti í þessum hlaupum, enda birtan ekki upp á það besta á þessum tíma.
Meira

Ísgel framleiðir gelmottur á Blönduósi - sjötti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í sjötta þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla er rætt við Zophonías Ara Lárusson , einn eiganda Ísgels á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir gelmottur sem viðhalda kælingu ferskra matvæla á meðan á flutningi stendur, frystipoka, margnota kæli- og hitagelpoka og einnota kælipoka sem eru góðir fyrir íþróttafólk og í sjúkrakassann.
Meira

Stólarnir náðu ekki að stela stigunum í Stykkishólmi

Tindastóll tapaði fjórða leik sínum í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar strákarnir lutu í parket í Stykkishólmi. Snæfellingar náðu undirtökunum strax í byrjun og Stólarnir voru að elta skottið á þeim það sem eftir lifði leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Tindastólsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði, lokatölur 94-91.
Meira

Ástin er diskó – Lífið er pönk

Í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag NFNV Ástin er diskó – Lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2008 en það fjallar, eins og nafnið bendir til, um hina ólíku heima tísku, tónlistar og lífsstíls þeirra sem aðhylltust diskó annars vegar og pönk hinsvegar.
Meira

Bankaafgreiðslum í Skagafirði fækkar um tvær á næstu vikum

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu á heimasíðu Sparisjóðanna hafa eftirlitsaðilar samþykkt samruna Arion banka og AFL sparisjóðs en áður höfðu stjórn Arion banka og fundur stofnfjáreigenda AFLs sparisjóðs samþykkt samruna fyrirtækjanna.
Meira

Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga og hestaíþróttaráð UMSS boða til fagnaðar í Ljósheimum föstudaginn 27. nóvember kl. 20:30. Á samkomunni verða veittar viðurkenningar fyrir þrjú hæst dæmdu kynbótahross á árinu í hverjum aldursflokki. Einnig verður hrossaræktarbú Skagafjarðar árið 2015 kynnt og fær Ófeigsbikarinn. Tilnefnd bú eru Flugumýri II - Sauðárkrókshestar - Stóra Vatnsskarð - Ytra Vallholt og Þúfur.
Meira

Messuheimsókn úr Húnaþingi vestra

Góðir gestir heimsóttu Sauðárkrókskirkju þegar messað var þar síðastliðinn sunnudag. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, predikaði og sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, þjónaði fyrir altari.
Meira