Hálka á velflestum vegum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.01.2016
kl. 09.19
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hæg suðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Hálka er á velflestum vegum á Norðurlandi. Þá má búast við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira
