Skagafjörður

Frá Ara til Alladin - Barnalög fyrir alla fjölskylduna

Sunnudaginn 22. nóvember næstkomandi verða tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði undir yfirskriftinni „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ Á tónleikunum koma fram ýmsir skagfirskir söngvarar sem syngja vinsæl barnalög frá ýmsum tímum.
Meira

Fundi um vegvísi í ferðaþjónstu frestað

Vegna forfalla ráðherra verður því miður að fresta boðuðum kynningarfundi um vegvísi í ferðaþjónustu, sem halda átti á komandi mánudag 16. Nóv. kl 12 í Eyvindarstofu á Blönduósi. Nýr fundartími verður tilkynntur á allra næstu dögum.
Meira

Uppeldisfræðileg nálgun á samveru og samskiptum barna við skil skólastiga, leik – og grunnskóla

Fræðsluþjónusta Skagfirðinga fékk styrk frá einni af menntaáætlunum ESB, Comenius Regio, til tveggja ára samstarfs við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku. Verkefnið stóð yfir á árunum 2012-2014 og var markmið þess að rannsaka aðferðir stjórnenda og fagfólks í skólakerfinu við að skipuleggja áhugavert og hvetjandi lærdómsumhverfi fyrir börn á aldrinum 5 – 8 ára í þeim tilgangi að auka samfellu í skóladegi barnanna.
Meira

Hrafnhildur Ýr keppir í The Voice í kvöld

Söngspírurnar hljómfögru munu taka raddbönd sín til kostanna í sjöunda þætti The Voice Ísland í kvöld. Þættirnir hafa vakið verðskuldaða athygli en margir sitja spenntir yfir sjónvarpinu sínu og heyrst hefur að fólk jafnvel tárist yfir örlögum og gleði söngvaranna. Í kvöld mun Húnvetningurinn Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja um áframhaldandi þátttöku.
Meira

Stólarnir sigruðu Hött í Síkinu – Feykir TV

Eftir þrjá tapleiki í röð í Domino´s deildinni kom loks sigur í hús hjá Stólunum gegn Hetti. Leikurinn fór fram í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, í gærkvöldi og voru lokatölur 80-75. „Ljótasti sigur í heimi en sigur þó lykilatriðið,“ segir í skemmtilegri lýsingu á leiknum sem birt var á Feyki.is í gærkvöldi og má lesa hér.
Meira

Ljótasti sigur í heimi en sigur þó lykilatriðið

Hann var ekki fallegur leikur Tindastóls og Hattar í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og sérstaklega voru heimamenn flatir. Það var nánast eins og menn nenntu þessu ekki og ef eitthvað bit hefði verið í Hattarmönnum þá hefðu þeir stolið þessu undir lokin. Það góða við leikinn er að hann er búinn og skilaði tveimur stigum á töfluna til Tindastóls.
Meira

„Þetta eru skaðræðisdýr“

Eins og fram kom í aðsendri grein Garðars Páls Jónssonar á Feyki.is á dögunum hefur dýrbítur undanfarið valdið miklu tjóni á búfénaði í Viðvíkursveit. Að minnsta kosti fimm lömb hafa orðið dýrbítnum að bráð í sveitinni á þessu hausti.
Meira

Hanna og framleiða stóla úr flotholtum - fimmti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fimmta þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla er rætt við Hólmfríði Ósmann Jónsdóttur arkitekt og Einar Daníel Karlsson smið. Þau eru að fara af stað með framleiðslu á stólalínu sem þau kalla Floating Fender Chair og þau hanna og smíða í samstarfi við Hrefnu Björg Þorsteinsdóttur arkitekt og Ágúst Þorbjörnsson málmsmið. Verkefnið Floating Fender Chair er sprottið úr samstarfi við veitingastaðinn Sjávarborg á Hvammstanga.
Meira

Tindastóll tekur á móti Hetti í kvöld

Í kvöld tekur meistaraflokkur Tindastóls í körfu á móti Hetti. Leikurinn hefst kl: 19.15 og verður sýndur í beinni á TindastóllTV.
Meira

Útivistarfélög mótmæla skertum almannarétti í breytingum á náttúruverndarlögum

SAMÚT, samtök útivistarfélaga, Ferðaklúbburinn 4x4, Ferðafélag Íslands, Íslenski Alpaklúbburinn og Ferðafélagið Útivist mótmæla hugmyndum um skerðingu á almannarétti og umferðarétti sem fram kemur í frumvarpi um breytingu á náttúruverndarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SAMÚT, samtökum útivistarfélaga.
Meira