Skagafjörður

N4 í Norrænt samstarf

Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hefur fengið styrk frá verkefnasjóði NORA, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, til að koma á fót samstarfi um gerð sjónvarpsþáttanna Á norðurslóðum - I norden, frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Norður-Noregi með það að markmiði að kynna líf, menningu, lífshætti og störf á norðurslóðum og miðla því á frummáli á alþjóðlegum vettvangi.
Meira

Súpufundur og námskeið á vegum Markaðsstofu Norðurlands

Föstudaginn 15. janúar 2016, á efri hæð á Greifanum Akureyri, verður haldið námskeið um breytingar á virðisaukaskatt í ferðaþjónustu á vegum KPMG 11:00-12:00 og súpufundur um þróun og uppbyggingu í vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi 12:00-13:00.
Meira

Fé úr Fljótum sótt í Hvanndali

Eftir 30 ára hlé gerði fé sig heimakomið í hinum hrikalegu Hvanndölum milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar, sem fyrrum voru eitt einangraðasta byggðarlag landsins. Um var að ræða 16 kindur úr Fljótum og líklega hefur fé úr Fljótum aldrei farið þangað áður svo vitað sé.
Meira

Útsölutips!

Á útsölum er hægt að gera frábær kaup, ef þú veist af hverju þú ert að leita. Að fara á þær bara af því að allir aðrir gera það endar yfirleitt að maður kaupir einhverja vitleysu. Þetta gerðist svolítið oft hjá mér í innkaupaferðunum erlendis því þar fékk maður lítinn tíma til að fara í búðir, eins og t.d. H&M. Allt svo ódýrt og allt keypt sem þótti flott. Þegar uppi var staðið var þetta alls ekki ódýrt því maður notaði bara brot af þessu öllu. Góð kaup ekki satt!
Meira

Þóranna Ósk hlýtur afreksbikar - „Rós í hnappagat Skagfirðinga“

Eins og greint hefur verið frá hér á vefnum voru styrkir úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga afhentir sl. föstudag. Við sama tækifæri var afhentur afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Er þetta í fimmta skipti sem bikarinn er afhentur og í þetta sinn var það hin unga og efnilega Frjálsíþrottakonan Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem hlaut bikarinn.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Síðastliðinn föstudag, þann 8. janúar, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum.
Meira

Bílvelta í Skagafirði

Fólks­bif­reið lenti utan veg­ar í Norðurár­dal, vest­an meg­in við Öxna­dals­heiðina, um há­deg­is­bilið í gær. Fjór­ir voru í bif­reiðinni, allt er­lend­ir ferðamenn. mbl.is greinir frá.
Meira

Króksamót á morgun - Leikjaniðurröðun, riðlaskipting og liðsskipan

Sjötta Króksamót Tindastóls í körfubolta, fyrir iðkendur í 1.-6. bekk, verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 9. janúar. Mótið hefst kl: 10:00 og stendur til um kl. 15:00. „Að þessu sinnui er 14 lið sem mæta til keppni, tíu lið frá Tindastól og fjögur lið frá Þór Akureyri,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Gott að byrja árið á sigri

Það er gömul lumma að halda því fram að jólasteikin flækist fyrir körfuboltamönnum í fyrsta leik eftir jól. Það virðist þó ýmislegt til í gömlum lummum því leikur Tindastóls og ÍR í Síkinu í kvöld var ekki til útflutnings. Stólarnir gerðu þó nóg til að eigna sér stigin tvö sem í boði voru. Lokatölur 79-68 eftir sterkar lokamínútur heimamanna.
Meira

Fjöldi lítilla gististaða er á skrá á Norðurlandi vestra

Hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra eru 134 gististaðir á skrá. Flestir þeirra eru smáir, eða 84 af þessum 134 og fá þeir skoðun annað hvert eða jafnvel fjórða hvert ár. Þar er m.a. um að ræða litla gistiskála og gistiheimili án veitingasölu, heimagistingu og minni fjallaskála.
Meira