Skagafjörður

Vetrarþjónusta, fjármálaráðherra og veruleiki dagsins

Á dögunum mælti fjármálaráðherra fyrir fjáraukalögum. Sá hann sérstaka ástæðu til að staldra við vetrarþjónustukostnað Vegagerðarinnar og klykkti út með: „Þar vísa ég til þess að í vetrarþjónustu, eins og annars staðar í stofnanakerfinu, er ekki hægt að útiloka að menn þurfi að aðlaga þjónustustigið að þeim veruleika sem mönnum er búinn við fjárlagagerðina. Það er hinn kaldi veruleiki svo margra stofnana í ríkiskerfinu og hlýtur að eiga við í Vegagerðinni.“
Meira

Útgáfuhátíð vegna útkomu Skagfirðingabókar

Útgáfuhátíð vegna Skagfirðingabókar 36, fyrir árið 2015, verður haldin á Kaffi Króki á Sauðárkróki laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 14-16. Kynnt verður efni bókarinnar, sérstaklega höfuðgreinin sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman um Króksarana frá Jótlandi, Minnu og Ole Bang.
Meira

Sveitin togaði eins og sterkasti segull

Skagfirðingurinn Karl Jónsson og Eyfirðingurinn Guðný Jóhannesdóttir ákváðu að söðla um fyrir rúmum tveimur árum síðan og fluttu frá Sauðárkróki aftur á heimaslóðir Guðnýjar, að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar búa þau ásamt börnum sínum og reka ferðaþjónustufyrirtækið Lamb Inn í samstarfi við Jóhannes Geir Sigurgeirsson, föður Guðnýjar, auk þess sem Guðný er að ljúka mastersnámi í kennslufræðum. Blaðamaður Feykis rak nefið inn til þeirra hjóna í síðustu viku og fékk að heyra um líf þeirra og störf í sveitinni, yfir kaffi og kleinum.
Meira

Fíbra sigraði Toppstöðina

Lokaþáttur Toppstöðvarinnar, raunveruleikaþáttar RÚV þar sem fylgst er með hvernig frumkvöðlum tekst að fullvinna vöru sína og koma á markað, var sýndur í beinni útsendingu á RÚV í gærkvöldi. Það var frumkvöðlaverkefnið Fíbra, með Reginni Grímssyni, í fararbroddi sem bar sigur úr býtum eftir símakosningu. Reginn hefur starfað á Sauðárkróki um árabil en verkefni hans sigraði jafnframt Ræsingu í Skagafirði, samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Svf. Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga, í febrúar sl.
Meira

Stólarnir særðir í Ljónagryfjunni

Tindastóll fór aftur í Ljónagryfjuna í gærkvöldi eftir að hafa mátt lúta í parket þar í bikarnum í byrjun vikunnar. Rétt eins og þá var það varnarleikur liðanna sem var í fyrirrúmi að þessu sinni, leikurinn æsispennandi og að loknum venjulegum leiktíma var jafnt, 64-64. Njarðvíkingar reykspóluðu yfir Stólana í framlengingunni og sendu strákana stigalausa heim á Krók.
Meira

Sala á Neyðarkallinum að hefjast

Í dag hefst sala á Neyðarkallinum svokallaða, sem er ein af mikilvægustu fjáröflunum björgunarsveita landsins. Félagar í Skagfirðingasveit verða á ferð um Sauðárkrók um helgina, og svo er einnig með aðrar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra.
Meira

Fylgst með vinnslu Iceprotein á þorskpróteinum í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við fyrirtækið Iceprotein í Verinu á Sauðárkróki. Rætt er við Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra og fylgst með vinnsluferlinu þegar þorskprótein eru unnin úr afskurði frá Fisk Seafood.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir rysjóttu veðurfari í nóvember

Þriðjudaginn 3. nóv. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 16 talsins, sem er óvenju góð mæting enda síðasta veðurspá gengið með endemum vel eftir og því engin ástæða til annars en að vera stoltur af þátttöku sinni í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Fundinum lauk kl. 14:25.
Meira

Framhaldsrannsókn á sauðfjárdauða

Í fréttatilkynningu á vef Matvælastofnunar segir frá því að stofnunin vinni nú að undirbúningi að framhaldi rannsóknar á auknum sauðfjárdauða í fyrra vetur, í samvinnu við aðrar stofnanir og samtök.
Meira

Greiðfært á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra eru nú greiðfærir, samkvæmt upplýsingasíðu Vegagerðarinnar en hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Þá er blíðuveður og vindur víðast hvar um 2-5 metrar á sekúndu.
Meira