Skagafjörður

Fundir um vegamál á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni gefur þetta samkomulag, sem gert var við Vegagerðina, ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Meira

Réttir helgarinnar

Framundan er enn einn réttarhelgin, þar sem réttað verður í nokkrum fjár- og stóðréttum á Norðurlandi vestra. Stóðréttir í Skrapatungurétt verða á sunnudaginn, 20. september, og fjárréttir í Hvalsárrétt í Hrútafirði á laugadaginn kemur, 19. september.
Meira

Frítt á síðasta leikinn í annarri deild karla

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla verður á laugardaginn, þegar Tindastóll tekur á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2.deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Meira

Pétur Jóhann í Silfrastaðarétt

Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon skellti sér í réttir í Skagafirði á dögunum. Í skemmtilegu innslagi sem sýnt var í þættinum Ísland í dag á stöð2 í gærkvöldi lýsir Pétur Jóhann upplifun sinni af réttarstörfum í máli og myndum.
Meira

Vetrarstarf Gnáar að hefjast

Vetrarstarf kvæðamannafélagsins Gnáar era ð fara af stað. Það hefst með félagsfundi þriðjudaginn 22. september klukkan 20 í Verinu á Sauðárkróki. Á dagskrá er erindi um kvæðamenn ásamt því að fjallað verður um vetrardagskrána.
Meira

Króksbrautarhlaup á laugardaginn

Fastur liður í útivist og hreyfingu margra Skagfirðinga er skokkhópurinn svokallaði, sem nú lýkur sínu 20. starfsári undir stjórn Árna Stefánssonar íþróttakennara við FNV. Lokapunktur á sumarstarfinu hefur jafnan verið Króksbrautarhlaupið og löng hefð er fyrir að þar sé hlaupið til styrktar góðu málefni.
Meira

Teiknisamkeppni Kardemommubæjarins

Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir teiknisamkeppni fyrir grunnskólabörn í Skagafirði í tengslum við uppsetningu félagsins á Kardemommubænum, sem verður frumsýndur 17. október. Myndefnið er Kardemommubærinn.
Meira

Boðið til rússneskrar kvikmyndasýningar í Króksbíói í kvöld

Kvikmyndin Battalion verður sýnd í Króksbíó á Sauðárkróki í kvöld í tengslum við rússneska kvikmyndadaga, sem haldnir er á Íslandi þessa dagana, í samstarfi við Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar mun einn af framleiðendum myndarinnar, Igor Ugolnikov, svara spurningum úr sal en hann er sérlegur gestur kvikmyndadaganna.
Meira

Beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar næsta vor

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur ákveðið að hefja beinar áætlunarferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar næsta vor. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september.
Meira

Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Meira