Skagafjörður

Fylgst með vinnslu Iceprotein á þorskpróteinum í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við fyrirtækið Iceprotein í Verinu á Sauðárkróki. Rætt er við Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra og fylgst með vinnsluferlinu þegar þorskprótein eru unnin úr afskurði frá Fisk Seafood.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir rysjóttu veðurfari í nóvember

Þriðjudaginn 3. nóv. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 16 talsins, sem er óvenju góð mæting enda síðasta veðurspá gengið með endemum vel eftir og því engin ástæða til annars en að vera stoltur af þátttöku sinni í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Fundinum lauk kl. 14:25.
Meira

Framhaldsrannsókn á sauðfjárdauða

Í fréttatilkynningu á vef Matvælastofnunar segir frá því að stofnunin vinni nú að undirbúningi að framhaldi rannsóknar á auknum sauðfjárdauða í fyrra vetur, í samvinnu við aðrar stofnanir og samtök.
Meira

Greiðfært á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra eru nú greiðfærir, samkvæmt upplýsingasíðu Vegagerðarinnar en hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Þá er blíðuveður og vindur víðast hvar um 2-5 metrar á sekúndu.
Meira

Leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar á skólabekk

Á heimasíðu Farskólans er sagt frá því að um þessar mundir er að ljúka raunfærnimati á móti námskrá í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Kennsla stendur yfir í þessari námskrá og er námið skipulagt í samstarfi við SÍMEY - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Meira

Gert að greiða 15 milljóna króna sekt

Þann 15. maí sl. komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Steinull hefði brotið gegn skilyrðum í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002, m.a. með því að veita Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull, eins og sagt er frá á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.
Meira

Leikur Hauka og Tindastóls á Feyki TV

Stólarnir áttu erfiðan leik sl. fimmtudagskvöld, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, þegar Haukar mættu í Síkið. Lokatölur leiksins voru 64-72 og má lesa leiklýsinguna hér. Að leik loknum voru Pieti Poikola þjálfari Tindastóls og Harri Mannonen aðstoðarþjálfari leystir undan samningi við Körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Ruggustóll séra Hallgríms verður til sýnis í Áshúsi

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Skagfirðinga er sagt frá því að fyrir skömmu færðu þau Sigríður B. Pálsdóttir og Reynir Sigurðsson safninu ruggustól séra Hallgríms Thorlaciusar, sem bjó í Glaumbæ 1894-1935.
Meira

Handbók um hestaferðaþjónustu komin út

Út er komin handbók sem ber heitið „A Good Practice Guide to Equine Tourism – Developing Native Breed Equine Tourism in the North Atlantic Region“. Höfundar handbókarinnar eru Guðrún Helgadóttir, prófessor við Háskólann á Hólum, Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Hólum og Rhys Evans.
Meira

Efling frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni

Hafinn er undirbúningsvinna að Evrópuverkefninu FREE hjá Vinnumálastofnun en það er samstarfsverkefni fimm landa þ.e. Íslands, Króatíu, Bretlands, Litháens og Búlgaríu. Verkefnið hlaut 40 milljónir í styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins síðastliðið sumar. Norðurland vestra er meðal þriggja landhluta sem sjónum er sérstaklega beint að í verkefninu.
Meira