Skagafjörður

Nisti fannst í malargryfju

Þetta nisti fannst nýverið í malargryfju skammt frá Sauðárkróki. Það ber þess merki að hafa persónulegt gildi fyrir eigandann og því viljum við endilega koma því til skila.
Meira

Steinull 30 ára í dag

Steinull hf. Á Sauðárkróki fagnar því í dag að 30 ár eru síðan verksmiðjan var formlega tekin í notkun. Bæjarbúar hafa ef til veitt því athygli að í dag er flaggað við verksmiðjuna af þessu tilefni. Feykir mun segja nánar frá þeim tímamótum og sögu verksmiðjunnar í næstu viku.
Meira

Að setja sálina í pottana

Á morgun, miðvikudag, mun Laufey Haraldsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, flytja fyrirlesturinn Að setja sálina í pottana: Ferðaþjónusta, matur og margbreytileiki. Fyrirlesturinn verður í stofu 303 í Háskólanum á Hólum og stendur frá kl. 11-12.
Meira

Tillaga að fjölnota íþróttahúsi

Á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerði Indriði Einarsson, sviðsstjóri, grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir lögðu Skallana í Lengjubikarnum

Tindastóll sigraði Skallagrím auðveldlega í fyrsta leik tímabilsins, í Lengjubikar karla, sem fór fram á Borgarnesi í gærkvöldi. Það var sprettur Stólanna í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn og úrslit urðu 86-106.
Meira

Tindastóll mætir Skallagrími í fyrsta leik tímabilsins

Fyrsti leikur Tindastóls í Lengjubikarnum er í kvöld og er gegn Skallagrími. Leikurinn fer fram í Fjósinu á Borgarnesi og verður sýndur beint út á Tindastóll TV. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Fimmtíu ára búfræðingar í heimsókn

Þann 29. ágúst komu 50 ára Hólanemar í heimsókn ásamt mökum og samstarfsfólki frá námsárunum. Á vef Hólaskóla segir að eftir skemmtilegt spjall, hlátrasköll og myndatöku var rennt við í aðstöðu hestafræðideildar Háskólans á Hólum og skeggrætt um gamla tíma og nýja.
Meira

Ánægja einstaklinga í starfi til umfjöllunar á fyrsta fræðafundi vetrarins

Fyrsta erindi vetrarins á vegum Guðbrandsstofnunar verður í Auðunarstofu fimmtudaginn 24. sept. kl. 17:00 en þá flytur Sigurður Óli Sigurðsson áhugavert erindi sem hann nefnir: „Vinnustaðasálfræði: Helstu kenningar um ánægju einstaklinga í starfi“.
Meira

Heyrnarstöð á hjólum rennir við á Norðurlandi

Í síðustu viku tók Heyrnar- og talmeinastöð Íslands í notkun nýja sérútbúna bifreið, sem verður notuð til reglulegra ferða út á land svo færa megi þjónustu HTÍ nær notendum. Stöðin heimsækir Norðurland dagana 15.-18.september.
Meira

3. flokkur kvenna með silfur í bikarnum

Stelpurnar í 3.flokki kvenna hjá Tindastól lauk í dag, sunnudag, nokkuð góðu keppnistímabili. Lokaleikur tímabilsins var bikarúrslitaleikur gegn KA á Akureyrarvelli sem KA stúlkur sigruðu eftir mikinn baráttuleik en eina mark leiksins var skorað úr víti í upphafi seinni hálfleiks.
Meira