Skagafjörður

Bikardraumur Tindastólsmanna entist ekki lengi

Tindastólsmenn féllu úr leik í Poweradebikarnum í gærkvöldi þegar strákarnir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna. Leikurinn var æsispennandi en slakur lokakafli Stólanna reyndist dýrkeyptur. Haukur Helgi Pálsson setti niður þrist þegar tvær sekúndur voru eftir og þrátt fyrir ágæta tilraun tókst Stólunum ekki að jafna. Lokatölur 66-63.
Meira

Skínandi Skagfirðingar

„Skagfirðingar og nærsveitungar hafa alltaf tekið VÍS húfunum vel og þeir létu ekki happ úr hendi sleppa núna frekar en endranær,“ segir Sigurbjörn Bogason þjónustustjóri VÍS á Sauðárkróki.
Meira

Kynning á fjarnámi Háskólabrúar á Sauðárkróki

Keilir verður með kynningu á fjarnámi í Háskólabrú Keilis (bæði með og án vinnu) á Sauðárkróki á morgun, 3. nóvember. Kynningin fer fram í Farskólanum, Faxatorgi, kl. 12:15 - 13:00.
Meira

Glímukappar frá Varmahlíð vinna til verðlauna

Þrír nemendur Varmahlíðarskóla, með íslensku glímuna sem valgrein á haustönn, gerðu góða ferð á MÍ í glímu 15 ára og yngri sem haldið var í Reykjanesbæ, laugardaginn 24. okt. sl. Guðmundur Smári Guðmundsson varð Íslandsmeistari í flokki 13 ára pilta, Þórir Árni Jóelsson varð annar í flokki 14 ára pilta og Skarphéðinn Rúnar Sveinsson varð þriðji í sama flokki.
Meira

Um bókina Kveikjur

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur við Landsspítalann skrifar:
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira

Heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum

Heitu vatni var hleypt á stofnlögn í Fljótum mánudaginn í síðustu viku, frá dælustöð í landi Langhúsa og að dælustöð við Molastaði, samtals um 8km leið. Greint er frá þessu á vef Skagafjarðarveitna.
Meira

Skagafjörður tekur við útnefningu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015

Fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði tóku á móti útnefningu Ferðamálastofu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015 á Ferðamálaþingi sem haldið var á Akureyri sl. miðvikudag. Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur
Meira

Orðsending til stuðningsmanna Tindastóls

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls vinnur enn að því að finna nýjan þjálfara fyrir liðið en þjálfarar liðsins, Pieti Poikola og Harri Mannonen, voru leystir undan samningi við liðið í gærmorgun. Stjórn og liðsmenn Tindastóls vilja koma því á framfæri við stuðningsmenn sína að liðið ætli að standa saman sem aldrei fyrr og muni ekki leggja árar í bát. Þau biðla til stuðningsmanna að gera hið saman og þjappa sér að baki liðinu.
Meira