Skagafjörður

Bjartsýni á gengi Tindastólsmanna í vetur

Í síðustu netkönnun Feykis.is voru lesendur spurðir hvernig þeir reiknuðu með að Tindastólsmönnum mundi ganga í körfunni í vetur. Könnunin var að sjálfsögðu sett í loftið eftir tvo góða sigurleiki Tindastólsmanna og svörin kannski lituð af þeim úrslitum. Það er óhætt að segja að nokkur bjartsýni einkenni niðurstöðurnar.
Meira

Sérstök aukasýning á Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð)

Sérstök aukasýning á leik- og skemmtiverkinu „Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð?)“ verður í kvöld, laugardaginn 31. október, í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku frumsýndu verkið síðastliðna páska fyrir troðfullu húsi og voru undirtektir frábærar og komust færri að en vildu.
Meira

Framlengd vegabréf teljast ekki gild ferðaskilríki

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á eftirfarandi tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands, dagsettri 26. október 2015: Vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki gild ferðaskilríki frá 24. nóvember 2015.
Meira

Grundvallarforsenda árangursríkrar uppbyggingar fjölbreytts atvinnulífs

Vinstrihreyfingin – grænt framboð ályktaði um mikilvægi þess að komið verði á reglubundnu millilandaflugi um Norður- og Austurland á landsfundi VG sem haldinn var á Selfossi um sl. helgi. Í ályktun fundarins segir að beint millilandaflug sé ein grundvallarforsenda árangursríkrar uppbyggingar fjölbreytts atvinnulífs í landshlutanum.
Meira

Aukasýningar á Kardemommubænum

Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Sauðárkróks sýnt Kardemommubæinn fyrir fullu húsi og var því ákveðið að bæta fimm sýningum við. Leikritið er eftir Thorbjörn Egner. Hulda Valtýsson þýddi verkið og Kristján frá Djúkalæk söngtextana. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Pieti og Harri leystir undan samningi hjá Tindastóli

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur staðfest við Feyki að Pieti Poikola þjálfari Tindastóls og Harri Mannonen aðstoðarþjálfari voru leystir undan samningi við Kkd. Tindastóls í morgun og leikmönnum hafa verið kynntar ákvarðanir stjórnar.
Meira

Lögreglan minnir á notkun ljósa og glitmerkja

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill koma þeirri beiðni til foreldra og eða forráðamanna barna að sérstök ástæða sé til að fara yfir ljósabúnað reiðhjóla barnanna í skammdeginu. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla segir í 4. grein:
Meira

Hvað gera Ellert, Hrafnhildur og Sigvaldi í The Voice?

Sjónvarpsþátturinn The Voice Ísland á SkjáEinum hefur vakið verðskuldaða athygli en þar hafa fjórir hressir dómarar verið að velja sér lið úr sterkum hópi söngvara. Nú þegar búið er að velja í liðin þá er Feykir fullviss um að minnsta kosti þrír söngvaranna 32 eru ættaðir frá Norðurlandi vestra.
Meira

Tölvuleikjamiðstöðin Kollafossi heimsótt í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við Jóhannes Gunnar Þorsteinsson tölvuleikja- og hljóðhönnuð og sambýliskonu hans, Arnfríði Hönnu Hreinsdóttur, á Kollafossi í Miðfirði. Í Kollafossi reka þau leikjamiðstöð, þar sem þau bjóða öðrum tölvuleikjahönnuðum í sveitasæluna, svo þeir geti einbeitt sér að vinnu sinni í friði og ró.
Meira

„Þau eiga öll sinn stað í hjarta mínu, skólafjölskyldan mín“

Guðrún Hanna Halldórsdóttir í Helgustöðum í Fljótum lét sl. vor af störfum við Sólgarðaskóla eftir þrjátíu ára starf þar. Segja má að börn og búskapur hafi verið ævistarf Gunnu, eins og hún er oftast kölluð, því hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Helgi Jónsson, eiga sex uppkomin börn, þrettán barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Meira