Skagafjörður

Brjáluð stemning og svaka fjör í Amsterdam

Það er varla nema eitt umræðuefni á Klakanum í dag en það er leikur Hollands og Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Amsterdam í kvöld. Mikill spenningur er fyrir leiknum og nokkur þúsund Íslendinga mættir á svæðið.
Meira

Beint frá býli á Kvikmyndahátíðinni í Cannes

Bíóbændurnir frá Hofi á Höfðaströnd, Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir, gerðu gott mót á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gær en þar frumsýndi Baltasar nýjustu afurð sína, Everest, sem hefur að öllu jöfnu hlotið lof gagnrýnenda og er hvarvetna beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meira

Vonbrigði með fjárveitingar

Eins og áður hefur verið greint frá í Feyki sótti Svf. Skagafjörður um þátttöku í verkefninu brothættar byggðir vegna Hofsóss, en var ekki meðal þeirra byggðarlaga sem tekin voru inn að þessu sinni.
Meira

„Ævintýrin eru oft nær en maður heldur“

Jórunn Árnadóttir er nýlega flutt til Akureyrar eftir að hafa búið í Skagafirði um 40 ár. Áður en þangað kom upplifði hún ýmis ævintýri á bernskuslóðunum á Melrakkasléttu. Hún stóð daginn langan og saltaði síld í tunnur og er ein fárra íslenskra kvenna sem einnig upplifðu að salta síld á sjó, norður við Svalbarða.
Meira

Ströggl á Stólunum en gott stig í hús gegn Fjallabyggð

Það er ströggl á Stólunum í 2. deild karla í knattspyrnu. Strákunum hefur verið fyrirmunað að vinna leiki síðustu vikurnar og er liðið því með falldrauginn nartandi í hælana á sér. Í gærkvöldi náðust þó ágæt úrslit á Ólafsfjarðarvelli þegar leikið var við grannana í Fjallabyggð. Lokatölur urðu 2-2.
Meira

Veðurklúbburinn spáir fyrir september

Veðurklúbburinn í Dalbæ á Dalvík hefur gefið út spá fyrir september mánuð og lofar hún góðu. Á fjölmennum fundi klúbbsins í gær var ennfremur farið yfir forspárgildi ágústspár klúbbsins og voru menn sáttir við þá útkomu, eins og segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum.
Meira

Íbúafundur um búsetuskilyrði í Skagafirði

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem haldinn var þann 24. apríl 2015, var samþykkt að ráðast í gerð könnunar á búsetuskilyrðum í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem m.a. væri leitað skýringa á fólksfækkun á svæðinu.
Meira

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Árlegur fræðsludagur leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar var haldinn í Miðgarði s.l. föstudag. Dagurinn markar upphafið að nýju skólaári og er þetta í sjötta sinn sem fræðsludagurinn er haldinn. Þar koma saman allir st...
Meira

Ræða flutt við messu í Ábæjarkirkju 2. ágúst 2015

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. "Hvar skal byrja? hvar skal standa? hátt til fjalla? lágt til stranda.“ Þannig spyr sr. Matthías Jochumsson í fyrsta erindi sínu í ljóðinu Skagafj...
Meira

Dramatísk þriðja umferð í rallýinu

Dagana 27. til 29. ágúst fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, Rallý Reykjavík en keppnin, sem var sú 36., fór fram víðs vegar um Suðurnes, Suðurland og Vesturland. Strax í upphafi var ljóst að barist yrði með öllu...
Meira