Skagafjörður

Allsstaðar eru þessir Skagfirðingar

Það er mikill gauragangur á heimasíðu Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og er það að sjálfsögðu vel. Fréttaritari síðunnar fylgir sínu fólki eftir og er duglegur við að beintengja ættir flestra þeirra sem skara fram úr á heimsvísu heim í Skagafjörð. Þannig hefur bara í þessari viku verið bent á að íslenska stjarnan í Poldark-þáttunum og verðlaunahafi Norðurlandaráðs eru Skagfirðingar og ekki alls fyrir löngu var sparkhetjan Gylfi Sigurðsson tengd í Óslandshlíðina.
Meira

Hörmuleg byrjun Stólanna varð dýrkeypt í Síkinu í kvöld

Hann var þunnur þrettándinn hjá Stólunum í kvöld þegar Haukar mættu í Síkið. Þrátt fyrir gjörsamlega hörmulegar fyrstu 15 mínútur leiksins þá tókst Tindastólsmönnum að vinna sig inn í leikinn með góðri baráttu. Það dugði þó ekki til þar sem of margir leikmanna Stólanna áttu slæman dag í sókninni og það voru því gestirnir sem unnu sanngjarnan sigur að þessu sinni, lokatölur 64-72.
Meira

Sjónhorni seinkar

Beðist er velvirðingar á því að Sjónhorni seinkar í dag en það kom upp bilun þegar setja átti blaðið saman. Unnið er að viðgerð og vonandi verður Sjónhornið tilbúið í dreifingu um hádegi. Að sjálfsögðu er sama vandamálið að plaga Feyki og því einhver bið eftir honum líka.
Meira

Tjón af völdum dýrbíta

Hinn 15. desember 2003 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að fjalla um áhrif refs í íslenskri náttúru, gera tillögur um aðgerðir til að draga úr tjóni, fjalla um viðgang refastofnsins á vernduðum svæðum og áhrif hans á lífríkið þar. Nefndin fjallaði um tjón af völdum refa í landbúnaði, þ.e. lambadráp, bit á sauðfé og tjón í æðarvarpi. Skýrsla um áætlun refaveiða 2014–2016 er afrakstur þessarar vinnu og eru refaveiðar í dag framkvæmdar eftir tillögum nefndarinnar.
Meira

Varað við flughálku á Norðurlandi vestra

Á Norðvesturlandi er varað við ísingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Flughált er því frá Hrútafjarðarbotni í Varmahlíð, eins á Þverárfjalli, Skagastrandavegi og frá Hofsós í Ketilás.
Meira

Þægileg og fjölbreytt skótíska

Sækið ykkur kaffi og smá súkkulaði, ég ætla að ná mér í gos og hlaup því ég drekk ekki kaffi og finnst súkkulaði ekkert gott. Ég veit, ég er glötuð! En hér er ég á heimavelli og ætti mögulega að geta skorað nokkur mörk. Því ég var verslunarstjóri og seinna meir rekstrarstjóri yfir skóversluninni Focus skór í Kringlunni og sá þar að leiðandi um skóinnkaup í sjö ár og fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast í skótískunni fyrir kvenfólk.
Meira

Gunnar Ríkharðsson kominn til starfa hjá RML á Blönduósi

Gunnar Ríkharðsson hóf störf hjá RML í september og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi til áramóta. Hann mun starfa í faghópi nautgriparæktar og sinna fóðurráðgjöf.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Loks er komið að því að opna Safnahús Skagfirðinga eftir gagngerar endurbætur. Húsið verður til sýnis föstudaginn 30. október milli kl 16 og 18 og verður lyftan tekin formlega í notkun.
Meira

Ort í þágu lífsins

Hagyrðingakvöld verður í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 30. október kl. 20. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson stjórnar þingi hagyrðinga, sem eru Sr. Hjálmar Jónsson, Halldór Blöndal, Sigurður Hansen, Gunnar Rögnvaldsson og Eyþór Árnason.
Meira

Ferðaþjónustufyrirtæki fara í vaskinn

KPMG á Sauðárkróki stendur fyrir námskeiði á Kaffi Krók þann 29. október ætlað aðilum í ferðaþjónustu. „Það hefur vart farið fram hjá aðilum í ferðaþjónustu að skattumhverfi þeirra er að breytast töluvert nú um áramótin. Undanfarið hefur KPMG staðið fyrir námskeiðum um virðisaukaskatt fyrir þessa aðila,“ segir í fréttatilkynningu frá KPMG.
Meira