Skagafjörður

Teiknisamkeppni Kardemommubæjarins

Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir teiknisamkeppni fyrir grunnskólabörn í Skagafirði í tengslum við uppsetningu félagsins á Kardemommubænum, sem verður frumsýndur 17. október. Myndefnið er Kardemommubærinn.
Meira

Boðið til rússneskrar kvikmyndasýningar í Króksbíói í kvöld

Kvikmyndin Battalion verður sýnd í Króksbíó á Sauðárkróki í kvöld í tengslum við rússneska kvikmyndadaga, sem haldnir er á Íslandi þessa dagana, í samstarfi við Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar mun einn af framleiðendum myndarinnar, Igor Ugolnikov, svara spurningum úr sal en hann er sérlegur gestur kvikmyndadaganna.
Meira

Beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar næsta vor

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur ákveðið að hefja beinar áætlunarferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar næsta vor. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september.
Meira

Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Meira

Nisti fannst í malargryfju

Þetta nisti fannst nýverið í malargryfju skammt frá Sauðárkróki. Það ber þess merki að hafa persónulegt gildi fyrir eigandann og því viljum við endilega koma því til skila.
Meira

Steinull 30 ára í dag

Steinull hf. Á Sauðárkróki fagnar því í dag að 30 ár eru síðan verksmiðjan var formlega tekin í notkun. Bæjarbúar hafa ef til veitt því athygli að í dag er flaggað við verksmiðjuna af þessu tilefni. Feykir mun segja nánar frá þeim tímamótum og sögu verksmiðjunnar í næstu viku.
Meira

Að setja sálina í pottana

Á morgun, miðvikudag, mun Laufey Haraldsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, flytja fyrirlesturinn Að setja sálina í pottana: Ferðaþjónusta, matur og margbreytileiki. Fyrirlesturinn verður í stofu 303 í Háskólanum á Hólum og stendur frá kl. 11-12.
Meira

Tillaga að fjölnota íþróttahúsi

Á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerði Indriði Einarsson, sviðsstjóri, grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir lögðu Skallana í Lengjubikarnum

Tindastóll sigraði Skallagrím auðveldlega í fyrsta leik tímabilsins, í Lengjubikar karla, sem fór fram á Borgarnesi í gærkvöldi. Það var sprettur Stólanna í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn og úrslit urðu 86-106.
Meira

Tindastóll mætir Skallagrími í fyrsta leik tímabilsins

Fyrsti leikur Tindastóls í Lengjubikarnum er í kvöld og er gegn Skallagrími. Leikurinn fer fram í Fjósinu á Borgarnesi og verður sýndur beint út á Tindastóll TV. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira