Skagafjörður

Tæplega 40 þúsund sóttu Byggðasafn Skagfirðinga heim

Á vef Byggðasafns Skagfirðinga kemur fram að miklar annir hafa verið hjá starfsmönnum safnsins í allt sumar, bæði við fornleifarannsóknir og gestamóttökur. Þann 31. ágúst hafði verið tekið á móti samtals 39.218 gestum, 2.279 í Minjahúsinu og 36.939 í Glaumbæ.
Meira

Sex hljóta umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2015 voru afhentar í 11. sinn að Löngumýri síðastliðinn þriðjudag. Að þessu sinni voru veittar sex viðurkenningar en Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar stendur að framkvæmdinni fyrir hönd Svf. Skagafjarðar.
Meira

Skjalavarsla sendiskrifstofanna verði á landsbyggðinni

Í frumvarpi til fjárlaga 2016 leitar utanríkisráðherra eftir 26 milljóna króna framlagi til að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur.
Meira

Réttarstörf gengu greiðlega

Gunnar Rögnvaldsson sendi Feyki þessa myndasyrpu úr göngum og réttum á Skaga. Við leyfum okkur að vitna í skemmtilega fésbókarfærslu Gunnars: „Gangnamenn í útheiði hittust heldur seinna en venjulega á Hraunsselinu gangnadagsmorgunn og stóð á endum að úrfelli næturinnar var þess vegna að mestu liði hjá.“
Meira

Átak til atvinnusköpunar

Opnað var fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar laugardaginn 5. september og verður umsóknafrestur til kl 12 á hádegi mánudaginn 28. september, eins og sagt er frá á heimasíðu SSNV.
Meira

Samið vegna beitningar og uppstokkunar í landi

Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband smábátaeigenda hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu, eins og sagt er frá á heimasíðu stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira

Opinn fundur um handverksvinnustofu

Opinn fundur fyrir áhugafólk um vinnustofu fyrir handverksfólk í Húnaþingi vestra verður haldinn í Gallerý Bardúsa í kvöld kl. 20:00. Það er áhugafólk um að koma á fót slíkri aðstöðu, þar sem handverksfólk gæti unnið sitt handverk, sem boðar til fundarins.
Meira

Margt er brallað í Blönduskóla

Skólastarf er nú hafið um allt Norðurland vestra eins og annars staðar á landinu. Á vef Blönduskóla á Blönduósi er hægt að fylgjast með því sem þar er starfað og skoða myndir úr skólastarfinu.
Meira

Dagur Höfðans á Skagaströnd

Í bréfi sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sent sveitarfélögum er hvatt til að Dagur íslenskrar náttúru verði haldinn hátíðlegur þann 16. september næstkomandi.
Meira

SSNV auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýsa eftir framkvæmdastjóra. Eins og fram kom í Feyki og á feyki.is á dögunum hefur Bergur Elías Ágústsson, sem gegnt hefur starfinu frá áramótum látið af störfum er hann farinn til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC.
Meira