Skagafjörður

Stútfull dagskrá Hreyfiviku í Skagafirði

Dagana 21. - 27. september er svokölluð Hreyfivika UMFÍ "MOVE WEEK" og verður ýmislegt í boði í Skagafirði. "MOVE WEEK" er Evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.
Meira

Framkvæmdir í Húsi frítímans

Óvíst er hvenær skipulegt vetrarstarf getur hafist hjá Húsi frítímans á Sauðárkróki en miklar framkvæmdir standa yfir í húsinu. Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að búið sé að opna á milli Húss frítímans og Sæmundargötu 7a. Lyftuhús sé að verða tilbúið og verið að standsetja fundarsal á efri hæðinni.
Meira

Vísindaferð nemenda Sólgarðaskóla

Fyrstu skóladagar nemenda Sólgarðaskóla í Fljótum voru notaðir fyrir útivistar- og grenndarkynningar, þar sem nemendur fóru meðal annars í fjallgöngu. Þá fóru þau einnig í vísindaferð í gær og heimsóttu Langhúsahverinn.
Meira

„Mikið framfaraár hjá lögreglunni“

Um áramót gengu í gildi einar umfangsmestu breytingar í sögu lögreglunnar þegar fullur aðskilnaður varð á milli sýslumanna og lögreglunnar. Lögreglan á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinaðar í Lögregluna á Norðurlandi vestra með aðalaðsetur á Sauðárkróki. Páll Björnsson var skipaður í embætti lögreglustjóra en hann á langan starfsferil að baki sem sýslumaður á Höfn í Hornafirði.
Meira

Fundir um vegamál á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni gefur þetta samkomulag, sem gert var við Vegagerðina, ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Meira

Réttir helgarinnar

Framundan er enn einn réttarhelgin, þar sem réttað verður í nokkrum fjár- og stóðréttum á Norðurlandi vestra. Stóðréttir í Skrapatungurétt verða á sunnudaginn, 20. september, og fjárréttir í Hvalsárrétt í Hrútafirði á laugadaginn kemur, 19. september.
Meira

Frítt á síðasta leikinn í annarri deild karla

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla verður á laugardaginn, þegar Tindastóll tekur á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2.deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Meira

Pétur Jóhann í Silfrastaðarétt

Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon skellti sér í réttir í Skagafirði á dögunum. Í skemmtilegu innslagi sem sýnt var í þættinum Ísland í dag á stöð2 í gærkvöldi lýsir Pétur Jóhann upplifun sinni af réttarstörfum í máli og myndum.
Meira

Vetrarstarf Gnáar að hefjast

Vetrarstarf kvæðamannafélagsins Gnáar era ð fara af stað. Það hefst með félagsfundi þriðjudaginn 22. september klukkan 20 í Verinu á Sauðárkróki. Á dagskrá er erindi um kvæðamenn ásamt því að fjallað verður um vetrardagskrána.
Meira

Króksbrautarhlaup á laugardaginn

Fastur liður í útivist og hreyfingu margra Skagfirðinga er skokkhópurinn svokallaði, sem nú lýkur sínu 20. starfsári undir stjórn Árna Stefánssonar íþróttakennara við FNV. Lokapunktur á sumarstarfinu hefur jafnan verið Króksbrautarhlaupið og löng hefð er fyrir að þar sé hlaupið til styrktar góðu málefni.
Meira