Skagafjörður

Öruggur sigur á Blikum í Lengjubikarnum

Lið Tindastóls hefur unnið alla þrjá leiki sína hingað til í Lengjubikarnum en á laugardag kom lið Breiðabliks í heimsókn í Síkið og reyndist ekki mikil fyrirstaða fyrir lið Stólanna. Lokatölur urðu 96-69.
Meira

Erum við eftirá og með allt niðrum okkur?

Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv.
Meira

Mosfellingar sendu Stólana niður í 3. deild

Tindastóll mætti Aftureldingu á Króknum í dag og ljóst var fyrir leikinn að jafntefli mundi duga Stólunum til að halda sæti sínu í 2. deild. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að lið Tindastóls tapaði leiknum og féll því milli deilda annað árið í röð. Því miður féll fátt með Stólunum í leiknum í dag og er það kannski það skásta sem má segja um leik liðsins.
Meira

Tindastóll tekur á móti Breiðablik í dag

Meistaraflokkur Tindastóls tekur á móti Breiðablik í Síkinu, Íþróttahúsinu á Sauðárkróki, kl. 16:30 í dag. Þetta er þriðji leikur Stólanna í Lengjubikarnum sem allir hafa farið fram í þessari viku. Lið Tindastóls er ósigrað en strákarnir léku á móti Skallagrími á Borgarnesi sl. mánudag og FSu í Síkinu á miðvikudag.
Meira

Síðasti leikur tímabilsins hefst kl. 14 - frítt á völlinn

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla hefst kl. 14 í dag en þá tekur Tindastóll á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2. deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Meira

Ævintýraleg vika í Berlín

Stuðningsmenn landsliðsins í körfu stóðu á öndinni er þeir fylgdust með Íslandi fara á kostum á Evrópumótinu í körfu, Eurobasket 2015, í Berlín 5.-10. september. Liðið hafði verið dregið út í svokölluðum „dauðariðli“ og kepptu á móti sterkustu liðum heims. Menn þorðu ekki að gera sér miklar væntingar en þrátt fyrir að íslenska liðið tapaði öllum leikjum sýndu þeir og sönnuðu að þeir áttu fullt erindi á meðal þeirra bestu. Feykir ræddi við landsliðsmanninn Axel Kárason frá Sólheimum í Blönduhlíð og Rúnar Birgir Gíslason, einn úr hópi skagfirskra áhorfenda.
Meira

Viljayfirlýsing um rekstur náttúrustofu

Fjögur sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa samþykkt viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra, en starfsemi hennar hefur legið niðri undanfarin misseri. Samþykktir Húnaþings vestra og Skagastrandar voru gerðar með því skilyrði að hluti starfseminnar yrði í þeim sveitarfélögum.
Meira

Sigur gegn FSu í Síkinu

Meistaraflokkur Tindastóls tók á móti FSu í Síkinu í gærkvöldi. Samkvæmt frétt Körfunnar.is var leikurinn sveiflukenndur en endaði með tíu stiga sigri heimamanna, 96-86. Tindastóll hefur því sigrað tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum.
Meira

Vill að komið verði til móts við óskir heimamanna

Kerfisáætlun Landsnets 2015 til 2024 var til umfjöllunar á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. miðvikudag. Í kerfisáætluninni er gert ráð fyrir tveimur framkvæmdum á umræddu tímabili í sveitarfélaginu, Blöndulínu 3, 220 kV lína frá Blöndu til Akureyrar og ný 66 kV lína frá tengivirkinu í Varmahlíð á Sauðárkrók. Eru báðar þessar framkvæmdir á áætlun árið 2018.
Meira

Húnaþing vestra aðili að samkomulagi við Klappir Development

Á sveitarstjórnarfundi Húnaþings vestra samþykkti á sveitarstjórn að gerast aðili að samkomulagi sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og Klappa Development ehf. Jafnframt var á fundinum lögð fram bókun um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi vestra.
Meira