Skagafjörður

Þrýstipípur fyrir Gönguskarðsárvirkjun

Flutningaskipið Sunna kom til hafnar í gær með rúma tvo kílómetra af rörum fyrir Gönguskarðárvirkjun á Sauðárkróki.
Meira

Leikskólinn Ársalir öðlast sjálfstæði í SMT skólafærni

Það var hátíðarstund á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki fimmtudaginn 17. september þegar SMT-fáninn var dreginn að húni í tilefni þess að skólinn öðlaðist sjálfstæði í svokallaðri SMT skólafærni. Við tilefnið voru sungin lög, börn sýndu leikþátt til að útskýra út á hvað SMT skólafærni gengur og boðið var upp á hressingu.
Meira

Nafn á nýtt hestamannafélag

Auglýst er eftir hugmyndum að nafni á nýtt hestamannafélag sem ákveðið hefur verið að stofna. Félagsmönnum verður svo gefinn kostur á kjósa milli álitlegustu tillagnanna.
Meira

Sími fannst við Merkigil

Þessi sími fannst í götunni upp að Merkigili í Skagafirði, að norðanverðu, sl. föstudag. Snjallsíminn er að gerðinni LG.
Meira

Baldur og Aðalsteinn leiða Íslandsmótið

Fjórða umferð í Íslandsmótinu í rallý fer fram þann 26. september næstkomandi. Hefst keppnin hjá Geysi í Haukadal klukkan 10:00 og haldið verður upp á Skjaldbreiðarveg. Nokkur ár eru síðan ekið hefur verið um þennan línuveg og er ljóst að tilhlökkun er mikil meðal keppenda að spreyta sig á henni. Er þessi sérleið um 42 km löng og telst lengsta rallýleið sumarsins. Mun hún reyna á úthald og einbeitingu áhafna sem og ástand bifreiða.
Meira

Opið hús á Varmalandi í Sæmundarhlíð

Eins og undanfarin ár verður opið hús á Varmalandi í Sæmundarhlíð föstudaginn fyrir Laufskálarétt 25. september frá kl. 13-17. Þess má geta að Varmaland hlaut umhverfisviðurkenningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á dögunum fyrir sveitabýli með búskap.
Meira

Vinnuhópar skipaðir um tillögur frá Capacent

Í vor var samþykkt á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Svf. Skagafjarðar að ráðast í gerð könnunar á búsetuskilyrðum í sveitarfélaginu þar sem m.a. yrði leitað skýringa á fólksfækkun á svæðinu. Úttektin var unnin af sérfræðingum frá Capacent og voru niðurstöðurnar kynntar á fjölmennum íbúafundi þann 3. september sl. Ákveðið var að skipa í vinnuhópa sem hafa það hlutverk að vinna úr tillögum skýrslunnar.
Meira

Landsbyggðargleraugun og þjóðarkakan

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins.
Meira

Norðurland vestra sniðgengið

Á fundi sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar sl. miðvikudag lýsti sveitarstjórn yfir vonbrigðum með naumt skammtaðar fjárveitingar sem veittar eru til verkefnisins Brothættar byggðir, á vegum Byggðastofnunar. Í bókun sveitarstjórnar segir að umrædd afgreiðsla Byggðastofnunar sé enn eitt dæmið um það hversu Norðurland vestra er sniðgengið í fjárveitingum hins opinbera.
Meira

Réttarstörf í blíðskaparveðri

Laugardaginn 12. september var réttað í Holtsrétt í Fljótum, auk fjölda annarra rétta á Norðurlandi vestra. Réttarstörfin fóru fram í blíðskaparveðri og var ekki annað séð en gagnamenn og réttargestir kynnu vel að meta þennan sumarauka.
Meira