Nú fyrir stundu var hestakonan úr Léttfeta Mette Camilla Moe Mannseth valin Íþróttamaður Skagafjarðar í hófi UMSS í Húsi frítímans að viðstöddu fjölmenni.
Mette er mikil keppnismanneskja, metnaðarfull, fjölhæf, skipulögð og...
Það má búast við skrautlegri samkomu á morgun á Mælifelli en Leikfélag Sauðárkróks stendur þá fyrir grímuballi sem hefst klukkan 23:00 en það verða Greifarnir sjálfir sem sjá um stuðið. Verðlaun verða veitt fyrir flottustu ...
Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram annan dag jóla þar sem tólf lið tóku þátt í opna flokknum þrjú lið í 40+ og eitt kvennalið. Fór svo að Hegranesið stóð uppi sem sigurvegari í opna flokknum, Molduxar 2 í 40+ og stúlku...
Veðurspáin er afar slæm fyrir helgina en Veðurstofan hefur gefið út viðvörun þar sem búist er við stormi NV-til síðdegis í dag en roki eða ofsaveðri (25-32 m/s) á vestanverðu landinu á morgun. Ekkert ferðaveður verður á nor
Dregið var í spurningakeppni sem Byggðasaga Skagafjarðar og Skagfirðingabúð efndu til á aðventunni. Viðskiptavinir áttu að svara einni spurningu af léttara taginu til að sem flestir gætu tekið þátt: Hver var síðasti kaþólsk...
Á Norðvesturlandi er hálka og eitthvað um skafrenning. Hálkublettir og skafrenningur er á Þverárfjalli og þæfingur og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að él eða snjókoma verður víða í ...
Feykir.is minnir á að enn geta íbúar á Norðurlandi vestra kosið mann ársins sem tilnefndir voru af lesendum Feykis og Feykis.is. Í þetta skiptið fengu sjö aðilar tilnefningu til titilsins og sumir reyndar fleiri en eina og fleiri en t...
Björgunarsveitir landsins eru afar hjálplegar þegar jólasveinarnir þurfa að komast á milli staða á aðfangadag en sá dagur er einkar annasamur eins og hjá mönnunum. Á Sauðárkróki þeyttust þeir Grýlusynir á milli húsa með pakk...
Miðflokkurinn heldur opinn fund með Sigmundi Davíð, Snorra Mássyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur sunnudaginn 25. janúar í Ljósheimum. Fundurinn hefst kl. 14:00 þar sem fundarmönnum gefst færi á að ræða lands- og sveitarstjórnarmál við þingmennina. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og hefur flokkurinn verið hvattur til að bjóða fram í Skagafirði.
Mikið afskaplega er ég orðinn þreyttur á umræðunni og stórum fyrirsögnum um hvað börn og ungmenni eru vonlaus, og þá sérstaklega drengir. Kunna ekkert, geta ekkert og verða ekkert.
Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Ásgeir Trausti Einarsson (1992) er ungur tónlistarmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum í vor. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins.