Jólamót Molduxa er mótið sem fer ekki fram
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
11.12.2020
kl. 09.36
Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráð og dáð og Molduxar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hægt verður að skrá lið til leiks og borga þátttökugjald sem rennur til Kkd. Tindastóls en í stað þess að spila körfubolta í Síkinu geta þátttakendur t.d. hvílt sig heima eða farið út að ganga.
Meira
