Skagafjörður

Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Árlega velja Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra framúrskarandi verkefni á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar. Verkefnin sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni eru Hvammstangi International Puppetry festival og Sölubíll smáframleiðenda á Norðurlandi vestra.
Meira

Ég man, nýtt lag Sverris Bergmanns - Myndband

Sverrir Bergmann Magnússon samdi og gaf út á dögunum nýtt lag, Ég man, sem fengið hefur góða dóma áheyrenda og fjallar um fallegasta stað á jarðríki, Skagafjörð. Nú er komið myndband við lagið sem Helgi Sæmundur Guðmundsson gerði einkar vel en þar leikur Jóhann Daði Gíslason hinn angurværa mann sem lætur hugann reika til æskustöðvanna.
Meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Út er komin Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023. Hún er unnin af Markaðsstofu Norðurlands í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands, frá Hrútafirði austur á Bakkafjörð.
Meira

Er ekki mikið fyrir að prjóna á nr. 2,5

Það var grunnskólakennarinn, leiðsögumaðurinn og ferðaþjónustuframkvæmdastjórinn, Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Sólgörðum í Fljótum, sem sagði lesendum frá handverki sínu í 30. tbl. Feykis 2018. Kristín segist hafa mest gaman af að vinna með lopa og leikur sér þá með liti og mynstur. Á verkefnalistanum var hins vegar að koma sér upp upphlut og taldi hún sig loksins vera búna að komast að niðurstöðu um hvernig hann skyldi líta út. 
Meira

Hummus og nautagúllas

Matgæðingar í 36. tölublaði ársins 2018 voru þau Olivia Weaving og Sigurður Kjartansson, kúabændur, búa á Hlaðhamri í vestanverðum Hrútafirði ásamt dætrunum Sigurbjörgu Emily og Maríu Björgu.
Meira

Stólastúlkur með sigur í Síkinu

Lið Tindastóls spilaði fjórða leik sinn í 1. deild kvenna í körfubolta í gær þegar þær tóku á móti liði Hamars/Þórs Þ í fyrsta leik liðanna að lokinni langri kófpásu. Lið Tindastóls náði undirtökunum strax í byrjun þar sem mikill hraði og dugnaður einkenndi leik liðsins. Grunnurinn að sigri Stólastúlkna var lagður í fyrri hálfleik en lokatölurna voru 70–45.
Meira

Tindastólssigur í fyrsta fótboltaleik ársins

Það er ekki nóg með að körfuboltinn hafi farið í gang í vikunni því Pepsi Max lið Tindastóls (stelpurnar) í fótbolta spilaði í gærkvöldi sinn fyrsta leik á árinu. Leikið var í Boganum á Akureyri gegn b-liði Þórs/KA en þetta var opnunarleikur Kjarnafæðismótsins. Stólastúlkur gerðu tvö mörk um miðjan fyrri hálfleik og þrátt fyrir mýmög tækifæri tókst ekki að bæta við fleiri mörkum.
Meira

Dreymir um heimsókn í sænsku Smálöndin og Ólátagarð

Ingibjörg Arnheiður Halldórsdóttir, eða Inga Heiða eins og hún er jafnan kölluð, er uppalin í Óslandshlíðinni í Skagafirði. Hún býr í Reykjavík og starfar einmitt við bókhald, þó í öðrum skilningi en við leggjum í það orð hér í þessum þætti. Inga Heiða er mikill bókaormur og reglulega birtir hún skemmtilega pistla á Facebooksíðu sinni sem hún kallar Bókahorn Ingibjargar. Þar segir hún vinum sínum, á hnittinn og skemmtilegan hátt, frá bókunum sem hún hefur verið að lesa og leggur mat á þær og vafalaust eru þeir margir sem sækja hugmyndir að lesefni til hennar. Inga Heiða sagði lesendum Feykis frá lestrarvenjum sínum í Bók-haldinu í síðasta blaði ársins 2019.
Meira

Humarpizza og súkkulaðimús

Ásdís Adda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur  voru matgæðingar vikunnar í 35 tbl. FEkis 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur, þeim Arnóri Frey og Ísari Val en þangað fluttu þau árið 2017 eftir níu ára búsetu í Danmörku við nám og störf. „Við ætlum að deila með ykkur uppskrift af humarpizzu sem er í algjöru uppáhaldi og fljótlegri og góðri súkkulaðimús í eftirrétt,“ sögðu þau.
Meira

Alveg laus við sérvisku eða hjátrú - Íþróttagarpurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson

Í nóvember sl. var tilkynnt hverjir fengu þann heiður að vera valdir í landsliðshóp fyrir komandi verkefni hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Tveir Skagfirðingar eru í þeim hópi, Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson. Kapparnir tveir úr Skagafirðinum eru þrautreyndir á keppnisvellinum og hafa ósjaldan staðið á verðlaunapalli.
Meira