Skagafjörður

Jólalag dagsins - Nú mega jólin koma fyrir mér

Jólaplatan Nú stendur mikið til varð sígild um leið og hún kom út fyrir jólin 2010 en nokkur lög hafa verið ansi vinsæl og Nú mega jólin koma fyrir mér kannski það sem þykir hvað best. Það er Sigurður Guðmundsson og Memfismafían sem hér flytja það skemmtilega lag.
Meira

Ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder

Sumarið 2016 var Björgvin nokkur Gunnarsson ráðinn til sumarafleysinga á Feyki og þeysti um Norðurland vestra og nágrannasveitir á KIA-bifreið sinni. Björgvin, telst til Fellsbæinga, er semsagt frá Fellabæ sem er í næsta nágrenni við Egilsstaði. Fyrir jólin stefnir Björgvin, sem nú býr í Hafnarfirði, á að gefa út sína sjöttu ljóðabók undir listamannsnafninu Lubbi klettaskáld. Bókin ber hið ágæta nafn Svolítið sóðalegt hjarta og þar eru ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder – í öndvegi.
Meira

Umdeilt frumvarp um hálendisþjóðgarð

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um hálendisþjóðgarð en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðlendur í sameign þjóðarinnar innan miðhálendislínu verði gerðar að þjóðgarði. Mun þjóðgarðurinn ná yfir um 30% af Íslandi en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Má þar nefna Vatnajökulsþjóðgarð, Hofsjökul og Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og Hveravelli.
Meira

Skagfirðingar hvattir til að fara sparlega með heitt vatn

Spáð er miklum vindi og lágu hitastigi næstu daga norðanlands og verður því óvenju kalt á svæðinu, segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði en í veðuraðstæðum sem þessum reynir mikið á hitaveituna og eru íbúar hvattir til að fara sparlega með heitavatnið.
Meira

Blastaði Heimi þegar hann var nýkominn með bílprófið / SÆÞÓR MÁR

Ungur maður er nefndur Sæþór Már Hinriksson og kemur frá Syðstu-Grund í hinni skagfirsku Blönduhlíð. „Undanfarna mánuði er ég búinn að vera með stærstan part af sjálfum mér á Króknum, í Víðihlíðinni hjá tengdó, en hugurinn leitar alltaf heim í Blönduhlíðina,“ segir Sæþór sem er fæddur árið 2000 og hefur verið spilandi og syngjandi frá fyrstu tíð.
Meira

Margrét Pétursdóttir tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins 2020

Árleg leit útvarpsstöðvarinnar X977 að Iðnaðarmanni Íslands 2020 stendur nú yfir og hefur hlustendum staðið til boða að koma með tilnefningar undanfarnar vikur. Yfir hundrað ábendingar bárust um iðnaðarmenn sem eiga titilinn skilið og hefur sérstök dómnefnd nú yfirfarið þær og valið úr tíu einstaklinga sem þóttu skara fram úr.
Meira

Gul veðurviðvörun í dag og á morgun

Nú er gul veðurviðvörun í gildi um allt land sem gildir til miðnættis annað kvöld. Gert er ráð fyrir vaxandi norðanátt, víða hvassviðri eða stormi eftir hádegi og jafnvel enn hvassara í vindstrengjum sunnanlands. Búist er við snjókomu á norðurhelmingi landsins og verður sums staðar talsverð ofankoma að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Meira

Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.
Meira

Mast telur líklegt að hjörð sé smituð og vill skera niður á Syðri-Hofdölum

Þrátt fyrir andmæli margra við niðurskurði á sauðfé á bænum Syðri-Hofdölum í Skagafirði telur Matvælastofnun líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni og því ekki verjandi að hverfa frá lögbundnum aðgerðum sem leitt getir til frekari útbreiðslu veikinnar.
Meira

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til miðvikudagsins 9. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að þetta sé gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga.
Meira