Nemendur yngsta stigs Árskóla fengu endurskinsvesti
feykir.is
Skagafjörður
04.12.2020
kl. 14.24
Áður en friðarganga Árskóla á Sauðárkróki hófst á föstudagsmorgni í síðustu viku voru nemendum í 1. - 6. bekk afhent endurskinsvesti til eignar. Þar voru á ferð félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði í samstarfi við VÍS og óskuðu þeir eftir því að vestin yrðu notuð við sem flest tækifæri, ekki síst í svartasta skammdeginu.
Meira
