Breytingum á aldursviðmiðum brjóstaskimana frestað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.01.2021
kl. 08.06
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Breytingarnar fólust í því að neðri aldursmörk skimana færðust úr 40 árum í 50 en hærri mörk úr 69 árum í 74. Áttu þær að ganga í gildi nú um áramótin ásamt þeirri breytingu að skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini færðust úr höndum Krabbameinsfélagsins til hins opinbera.
Meira
