Dagatal að norðan - Kirkjan kemur til fólksins
feykir.is
Skagafjörður
01.12.2020
kl. 09.56
Jóladagatölin eru af ýmsum toga sem fólk notar til að telja niður dagana fram að jólum. Kirkjan í Skagafirði ákvað að færa kirkjustarfið til fólksins með hjálp tækninnar og hafa útbúið skagfirskt jóladagatal þar sem „einn gluggi birtist á tölvuskjá“ á Facebooksíðu Kirkjunnar í Skagafirði hverjum degi síðustu vikurnar fyrir jól. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kirkjan.is er þessu verkefni gerð góð skil og segir þar að svo heppilega vilji til að í Skagafirði séu kirkjurnar 24 talsins þar sem 24 dagar eru til jóla. Fólki sé boðið inn fyrir dyr til að taka þátt í stuttum bænastundum í skagfirskum kirkjum sem eru fallegar og margar hverjar gamlar.
Meira
