Gera fýsileikakönnun um almenningssamgöngur á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.01.2021
kl. 08.09
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning um vinnu við að kanna fýsileika þess að koma á fót almenningssamgöngum á vinnusóknarsvæðum á Norðurlandi vestra. SSNV hlutu í haust styrk úr A-10 lið í byggðaáætlun - Almenningssamgöngur um land allt, sem nemur 2.9 milljónum króna til að vinna könnunina en áætlað er að niðurstaða liggi fyrir í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs.
Meira
