Skagafjörður

Umferð á Norðurlandi dróst saman um 40% milli ára

COVID-19 og meðfylgjandi takmarkanir hafa alls konar áhrif og breytingar í för með sér. Talsverð áhersla hefur t.a.m. verið lögð á að fólk stilli ferðalögum í hóf og þess ber augljóslega merki þegar umferðartölur eru skoðaðar. Þrátt fyrir ágætis ferðaveður í nóvember reyndist umferðin um Hringveginn 21,5% minni en fyrir ári en mestur varð samdrátturinn á Norðurlandi, eða tæplega 40%.
Meira

Hýasintusala Kiwanisklúbbsins Freyju

Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki ætlar að bjóða upp á hýasintur til sölu nú í vikunni í samstarfi við Blóma og gjafabúðina. Blómin kostar 750 kr. stykkið og verður þeim keyrt heim að dyrum í póstnúmeri 550. Síðasti pöntunardagur er föstudagurinn 11. desember.
Meira

Heildarbætur vegnu riðu gætu numið um 200 milljónum

Talið er að heildarbætur til bænda á þeim fimm bæjum í Skagafirði sem hafa þurft að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Fjárheimild til bóta fæst að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum, hefur Fréttablaðið eftir Haraldi Benediktssyni, varaformanni fjárlaganefndar.
Meira

Jólalag dagsins - Dansaðu vindur

Lagið Dansaðu vindur kom út á plötu Frostrósa, Heyr himnasmiður, árið 2008, sungið af hinni færeysku Eivøru Pálsdóttur, við texta Kristjáns Hreinssonar. Lagið er sænskt að uppruna, samið af Peter Grönvall en sænska textann samdi kona hans Nanne Grönvall.
Meira

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá fimmtudegi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti fyrir stundu um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi fimmtudag og munu gilda í rúmar fjórar vikur eða til 12. janúar. Áfram verða tíu manna fjöldatakmörk víðast hvar, þó með nokkrum undantekningum.
Meira

Strandir 1918 - Ferðalag til fortíðar

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar en það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa sem gefa hana út. Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, en hún er einnig höfundur greinar í bókinni.
Meira

Jólalag dagsins - Einmana á jólanótt

Ekkert virðist sorglegra en hírast einmana á jólanótt líkt og Diddú syngur um í jólalagi dagsins. „Hvers vegna fórstu frá mér? Lítið jólatré, einmana og yfirgefið eins og ég. Öllum sama er, halda sína leið og eftir er ég hér, einmana á jólanótt.“
Meira

Nýtt litakóðunarkerfi kynnt

Nýtt litakóðunarkerfi vegna Covid-19 var kynnt á fundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Nýja kerfið tók gildi í morgun og er það byggt á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofunnar. Kerfið gerir ekki ráð fyrir að sam­komutak­mörk verði rýmkuð meira en í 100 manns meðan á far­aldr­in­um stend­ur og einnig er tveggja metra reglan í gildi inn­an allra litakóða. Um er að ræða fjóra flokka: gráan, gulan, appelsínugulan og rauðan, og er rautt ástand í gildi á landinu þessa dagana.
Meira

Ísak Óli valinn fjölþrautarmaður ársins í karlaflokki

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hvaða íþróttamenn hljóti viðurkenningar fyrir árið sem er að líða sem hefur að sjálfsögðu á margan hátt verið einstakt sökum Covid. Einn íþróttagarpur frá UMSS kemst á þennan lista FRÍ en það er Ísak Óli Traustason en hann og María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, eru fjölþrautarfólk ársins.
Meira

ON opnar afkastameiri hraðhleðslustöð við Varmahlíð

Orka náttúrunnar hefur uppfært hraðhleðslustöð sína í Varmahlíð í nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva. Nýja stöðin mun geta boðið allt að 150 kW hleðslu og getur þjónað tveimur bílum í einu sem deila þá aflinu að hámarki 75kW á hvort tengi, en það fer eftir hleðslugetu bílsins. Eldri stöðin gat hlaðið 50 kW að hámarki og þá aðeins einn bíl í einu.
Meira