FISK Seafood kaupir útgerð Daggar og 700 þorskígildistonn
feykir.is
Skagafjörður
15.01.2021
kl. 16.32
Gengið hefur verið frá samningi um kaup FISK Seafood á útgerðarfélaginu Ölduósi ehf. á Höfn í Hornafirði og um leið á krókaaflamarksbáti félagsins, Dögg SU 118. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Aflaheimildir Daggar eru um 700 þorskígildistonn og eru heildarverðmæti viðskiptanna ríflega 1.8 milljarður króna. Dögg hefur til þessa verið gerð út frá Stöðvarfirði munu seljendur bátsins ljúka þessu fiskveiðiári með áhöfn sinni áður en afhending hins selda fer að fullu fram.
Meira
