Halla Signý og Stefán Vagn bítast um 2. sætið á lista Framsóknar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.12.2020
kl. 11.31
Það verða Alþingiskosningar á næsta ári og stjórnmálamenn sem legið hafa undir feldi og íhugað framboð stíga nú fram í ljósið með hækkandi sól og kynna sín plön. Útlit er fyrir spennandi kosningu hjá framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi en í gær tilkynntu bæði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður, og Stefán Vagn Stefánsson, varaþingmaður, að þau muni sækjast eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins.
Meira
