Skagafjörður

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!

Kjörstjórn póstkosningar Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið vegna strangra sóttvarnarreglna sem skapað hafa verulega erfiðleika við framkvæmd póstkosningarinnar að fresta kosningunni um 15 daga. Frestunin byggir á heimild í reglum um póstkosningu 40.gr.
Meira

Hádegisverður hjá fálka á Borgarflötinni

Það getur ýmislegt óvænt borið fyrir sjónir fólks þegar það er á heilsubótargöngu. Ingvi Guðmunds og Kristrún Péturs kíktu inn til Feykis upp úr hádegi í dag eftir að gengið fram á fálka að gæða sér á, að því er virtist, öðrum fálka litlum 100 metrum frá skrifstofu Feykis, eða í nágrenni við dælustöð ÓB á Sauðárkróki.
Meira

Sauðfjárverndin var í raun Skagfirðingurinn Jón Konráðsson - Kindasögur 2

Hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi kom út fyrir jólin bókin Kindasögur, 2. bindi, eftir Aðalstein Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson. Fyrra bindi Kindasagna kom út á síðasta ári og hlaut afbragðsgóðar viðtökur landsmanna. Höfundarnir ákváðu því að bæta við öðru bindi með fleiri frásögnum af afrekum og uppátækjum íslenskra kinda.
Meira

Flugeldasýningar og áramótaveðrið

Eins og flestum mun vera kunnugt verða ekki haldnar áramótabrennur þetta árið þó margir vildu sjálfsagt sjá árið sem er að líða fuðra upp á góðum bálkesti. Engu að síður verða þó haldnar flugeldasýningar á vegum björgunarsveitanna á morgun, rétt eins og venja er, en þó verður sums staðar brugðið út af hefðinni varðandi tíma og staðsetningu.
Meira

Gamli góði gleðigjafinn

„Það skemmtilegasta, sem kemur upp í huga minn þegar ég lít til baka á árið, eru uppákomur Eika Hilmis, sem hann deildi með samferðafólki sínu á Facebook,“ segir Ingi Jónasson þegar hann er inntur eftir því hvað hafi verið broslegast á árinu. Ingi, kannski best þekktur sem Ingi Vaff hér heima, er gamall Feykispenni en stendur nú við stýrið hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Aptic og gerir út frá Skövde í Svíaríki. Hann er hrútur, notar skóbúnað í númerinu 45 og segist hafa lært margt nýtt á árinu sem er að líða.
Meira

Útköll lögreglu og slökkviliðs vegna sorpbrennslu á aðfangadag

Lögreglan á Norðurlandi vestra, ásamt Brunavörnum á svæðinu vilja vekja athygli íbúa á því að ekki er heimilt að losa úrgang utan viðurkenndra móttökustöðva sorps. Sama á við um brennslu úrgangs utan viðurkenndra brennslustöðva.
Meira

Grænbók um byggðamál

Grænbók um byggðamál, sem ætlað er að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýja stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 25. janúar 2021.
Meira

Höfða mál til að geta afhent Lilju Hofskirkju

Hofssókn á Hofsósi hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra í þeim tilgangi að geta afhent Lilju Pálmadóttur Hofskirkju sem stendur á jörð Lilju, Hofi á Höfðaströnd.
Meira

Flugeldasala björgunarsveitanna hafin

Björgunarsveitirnar standa að vanda fyrir flugeldasölu fyrir áramótin og er hún í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Salan hófst í gær og stendur fram á gamlársdag en auk þess verður opið á þrettándanum á einhverjum stöðum. Minnt er á grímuskyldu og takmarkaðan fjölda viðskiptavina en að þessu sinni bjóða margar sveitanna einnig upp á netverslun.
Meira

Bóluefni gegn COVID-19 streymir um allt land

Sagt er frá því á vef Heilbrigðisstofnunar Norðurlands að fyrstu skammtar af Pfizer bóluefninu eru byrjaðir að berast á Norðurlandið en bóluefni verður afhent á starfsstöðvum HSN á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík, Akureyri og Húsavík í dag. Gert er ráð fyrir því að bólusetning með þessum fyrstu skömmtum ljúki í dag og á morgun.
Meira