Skagafjörður

Afrakstur Jólamóts Molduxa sem ekki fór fram rúm hálf milljón

Ef allt hefði verið með eðlilegu sniðið þessa jóladaga hefði hið árlega Jólamót Molduxa í körfubolta farið fram í gær, það 27. í röðinni. Þar hefur fjöldi liða tekið þátt og átt saman skemmtilega stund og reynt með sér í íþrótt íþróttanna og allur afrakstur runnið til körfuboltadeildar Tindastóls. Svo var einnig nú þar sem lið og einstaklingar gátu skráð sig á mót sem ekki fór fram. Rúm hálf milljón safnaðist.
Meira

Ekki fleiri fjarfundi

„Að vinna heima er ekki eins eftirsóknarvert og áður var talið,“ segir fjölmiðlaséníið Atli Fannar Bjarkason þegar hann er spurður að því hver uppgötvun ársins hafi verið. Atli Fannar býr í Vesturbænum, er ættaður frá Sjávarborg í Skagafirði í móðurætt og starfar nú sem samfélagsmiðlastjóri RÚV. Hann notar skó númer 43 og súmmerar upp árið 2020 með eftirtöldum þremur orðum: „Ekki fleiri fjarfundi.“
Meira

Híbýli vindanna og Lífsins tré í miklum metum

Kristín Árnadóttir, djákni og fyrrverandi skólastjóri, svarar spurningum Bók-haldsins að þessu sinni. Kristín hefur verið mikill bókaunnandi frá blautu barnsbeini þegar hún beið eftir því að fá bækur að gjöf á afmælum og um jól. Fræðibækur, æviminningar og skáldsögur eru meðal þess efnis sem hún les mest þó lestrarefnið spanni vítt svið.
Meira

Þríeykið, þrautseigja og mjút!

„Þríeykið er sem einn maður!“ segir Vesturbæingurinn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir þegar hún er spurð hver sé maður ársins. Kristjana gerir upp árið á Feykir.is í dag. Hún er þaulreynd fjölmiðlamanneskja en starfar nú sem sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs hjá IÐUNNI fræðslusetri. Ekki nóg með það; hún er sporðdreki, notar skó í númerinu 39 og pabbi hennar, Guðbrandur Magnússon, var um tíma ritstjóri Feykis. Árið í þremur orðum er að mati Kristjönu; þríeykið, þrautseigja og mjút!
Meira

Íþróttakeppnir og skóluð reiðmennska ryðja sér til rúms - Kristinn Hugason skrifar

Stundum er komist svo að orði, að allt sem fari upp komi niður aftur, í ríki náttúrunnar er þetta vitaskuld staðreynd og helgast einfaldlega af þyngdaraflinu sem er náttúrulögmál. Yfir hinu má frekar velta vöngum, sem er hvort allt sem fari niður komi upp aftur – það er mikil spurning. Telja má þó líklegra en ekki að svo sé, haldi það sem um ræðir lífi yfir höfuð. Framvindan sé þannig í formi boglínuferils frekar en línulegs.
Meira

Fornleifafræðingar leita að beinum jólakattarins

Nú þegar allir jólasveinarnir þrettán hafa skilað sér til byggða og þeir kumpánar farnir að tínast aftur heim til foreldra sinna er við hæfi að velta fyrir sér nokkrum spurningum varðandi þessa ævintýralegu fjölskyldu. Á Vísindavefnum er margs konar fróðleik að finna, meðal annars er þar velt upp spurningum um tilvist þeirra hjóna, Grýlu og Leppalúða.
Meira

Heima er best

ÁR ÞÚ VEIST HVAÐ :: „Mér stökk ekki bros á árinu!“ segir Gísli Einarsson Lunddælingur og Landastjóri þegar Feykir innir hann eftir því hvað honum hafi þótt broslegast árið 2020. Gísli, sem býr í Borgarnesi, er landsmönnum öllum að góðu kunnur og hann féllst á að svara ársuppgjöri Feykis með orðunum: „Að sjálfsögðu. Allt fyrir Feyki!“ Auk þess að vera dagskrárgerðarmaður á RÚV er hann vatnsberi og notar skó í númerinu 47. Árinu lýsir hann í þremur orðum á þennan klassískan máta: „Helvítis fokkings fokk!“
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem senn er á enda.
Meira

Jólastormur og mislit jól

Í hugum margra er hið fullkomna jólaveður stillt og kyrrt, hvít jörð og gjarnan logndrífa eða hundslappadrífa. Þeim sem hafa óskað sér þannig jólaveðurs þetta árið verður ekki að ósk sinni því í dag gengur sunnan hvassviðri eða stormur yfir landið. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands á vedur.is segir að hvassast verði um norðanvert landið, allt að 25 m/s og hviður vel yfir það. Rigning, sums staðar talsverð sunnan- og vestan til, en þurrt að kalla á Austurlandi fram á kvöld. Hlýnar talsvert frá því í gær og verður hiti kominn í 4 til 11 stig síðdegis.
Meira

Áhugavert, lærdómsríkt og stórfurðulegt

„Súkkulaði Trítlum!“ segist Katrín Lilja Kolbeinsdóttir Hansen vilja henda á brennuna þegar hún fer yfir árið 2020 fyrir Feyki. Katrín Lilja, sem er Varmhlíðingur, starfar við gæðaeftirlit hjá fyrirtæki sem heitir Silver Crane en hún býr á Wimborne Road í Bournemouth í landi Engs. Hún er sporðdreki alveg í gegn og lýsir árinu svona í þremur orðum: „Áhugavert, lærdómsríkt og stórfurðulegt.“
Meira