Afrakstur Jólamóts Molduxa sem ekki fór fram rúm hálf milljón
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.12.2020
kl. 13.21
Ef allt hefði verið með eðlilegu sniðið þessa jóladaga hefði hið árlega Jólamót Molduxa í körfubolta farið fram í gær, það 27. í röðinni. Þar hefur fjöldi liða tekið þátt og átt saman skemmtilega stund og reynt með sér í íþrótt íþróttanna og allur afrakstur runnið til körfuboltadeildar Tindastóls. Svo var einnig nú þar sem lið og einstaklingar gátu skráð sig á mót sem ekki fór fram. Rúm hálf milljón safnaðist.
Meira
