Skagafjörður

Atvinnuleysisbætur hækka frá áramótum

Atvinnuleysisbætur munu hækka þann 1. janúar næstkomandi en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis og tekur hún gildi 1. janúar 2021.
Meira

Jólalag dagsins - Stúfur

Þvörusleikir kom í nótt til byggða en ekki tókst Feyki að finna neitt lag sem tileinkað er honum einum en í gær kom Stúfur og hann þekkja allir. Baggalútur samdi stórgott lag um þann ágæta jólasvein og var jólalag Baggalúts 2017. Lagið fjallar um hinn ofurflippaða jólasvein Stúf Grýlu– og Leppalúðason og á Bragi Valdimar Skúlason bæði lag og texta. Myndbandið var í höndum Hugleiks Dagssonar og fjöldi tónlistarmanna kom að undirleik og flutnigi lagsins.
Meira

Varað við tjörublæðingum í malbiki

Vegagerðin varar við verulegum tjörublæðingum í malbiki á vegum í Borgarfirði, Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Eru ökumenn því hvattir til að hægja vel á sér þegar þeir mæta öðrum bílum þar sem hætta getur skapast af steinkasti.
Meira

Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og voru allir einstaklingarnir í sóttkví við greiningu. Tveir þeirra greind­ust við sótt­kví­ar­skimun og tveir við ein­kenna­skimun. All­ir voru í sótt­kví við grein­ingu. Alls voru tek­in 392 sýni inn­an­lands í gær og 619 sýni voru tek­in á landa­mær­un­um.
Meira

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!

Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning um val á framboðslista Framsóknarflokksins, samkvæmt reglum flokksins þar um. Framboðsfrestur til þátttöku í póstkostningunni rennur út þriðjudaginn 17. janúar 2021, kl. 12:00 á hádegi. Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 2. janúar 2021.
Meira

Jólalag dagsins – Á Þorláksmessukvöldi

Þó að enn séu nokkrir dagar í Þorláksmessu er samt tilvalið að setja nýjasta jólalag landsins í loftið, þó það fjalli um þann daginn. „Í dag er ég þakklátur, stoltur og glaður!“ sagði höfundurinn við tíðindamann Feykis í gær þegar hann var spurður út í tilurð lagsins. Höfundurinn er Skagfirðingurinn Haukur Freyr Reynisson, oft kenndur við Bæ á Höfðaströnd, en í dag býr hann og fjölskyldan í Noregi.
Meira

Reiknar með að flest fyrirtækin nái að þreyja þorrann

Í frétt á rúv.is segir frá því að framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Arnheiður Jóhannesdóttir, telji að meirihluti fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi muni lifa Covid-faraldurinn af. Fleiri nái að þreyja þorrann en reiknað var með. Þá sé ferðaþjónustan á landsbyggðinni almennt með litlar skuldbindingar fyrir veturinn og ferðaþjónustuaðilar vanir að þurfa að bíða af sér tekjulitla mánuði.
Meira

Fæðingarhjálp fyrri tíma - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Meðgöngu og fæðingu hefur alltaf fylgt nokkur óvissa og áhætta. Íslendingar búa við einhverja bestu fæðingarhjálp sem völ er á í heiminum í dag en í gegnum aldirnar og árþúsundin þurftu konur að reiða sig á ýmiskonar aðstoð við að fæða börnin inn í þennan heim. Aðstoð gat verið þessa heims eða annars, byggð á raunheimsathugunum, s.s. grasalækningum, eða bænum til æðri máttarvalda. Á meðan hvorki voru læknar né ljósmæður til taks þurfti fólk að bjarga sér sjálft eða reiða sig á kunnáttufólk í næsta nágrenni. Ýmis alþýðuráð þóttu duga við fæðingarhjálp og skal hér stuttlega greint frá nokkrum þeirra.
Meira

Listagjöf um land allt

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
Meira

Jólalag dagsins - Ó, Jesúbarn

Í dag er annar sunnudagur í aðventu og þá er kveikt á öðru aðventukertinu, sem nefnist Betlehemskerti. Þá er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Í tilefni þess hlustum við á jólalag tileinkað Jesúbarninu eftir Skagfirðinginn Eyþór Stefánsson við ljóð Jakobs Jóhannessonar Smára, skálds, málfræðings og kennara, er fæddist á Sauðafelli í Miðdölum 9.10. 1889.
Meira