Varnargarður á Skarðseyri lagaður fyrir haustið
feykir.is
Skagafjörður
29.05.2020
kl. 10.11
Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróki síðastliðinn vetur þegar ítrekað flæddi yfir sjóvarnargarða á Eyrinni í þeim miklu óveðrum sem riðu yfir landið. Stefnt er að því að hækka garðana um allt að einum metra til að þeir standist vond veður og sjólag. Áætlað er að framkvæmdir á Skarðseyri sem stefnt er að í ár kosti allt að 50 milljónum króna en það eru Vegagerðin og Sveitarfélagið Skagafjörður sem standa að þeim.
Meira
