Þrjár alíslenskar til liðs við Stólastúlkur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.05.2020
kl. 11.59
Feykir sagði í gær frá því að Stólastúlkur hefðu unnið glæsilegan sigur á liði Stjörnunnar í fyrsta æfingaleik sumarsins. Fjórar stúlkur þreyttu þar frumraun sína með liði Tindastóls og þar á meðal var markvörðurinn Amber Michel. Hinar þrjár eru alíslenskar en það eru þær Aldís María Jóhannesdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir og loks Hallgerður Kristjánsdóttir. Feykir bað Jón Stefán Jónsson, annan þjálfara Tindastóls, að segja lesendum aðeins frá þeim þremur.
Meira
