Skagafjörður

Genginn ævivegur - Ævisaga Gunnars í Hrútatungu

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi bókin Genginn ævivegur sem er ævisaga Gunnars Sæmundssonar frá Hrútatungu í Hrútafirði. Gunnar var um langt skeið forystumaður í sinni sveit og hefur starfað ötullega að ýmsum félagsmálum um dagana.
Meira

UMSS boðar stjórnarmenn og þjálfara á fræðslufund

Ungmennasamband Skagafjarðar boðar til fræðslufundar á morgun, 6. nóv. í Miðgarði kl. 18:00. Allir stjórnarmenn og þjálfarar aðildarfélaga UMSS hafa verið boðaðir á fundinn og eru hvattir til að mæta. Að sögn Thelmu Knútsdóttur, framkvæmdastjóra UMSS, verður aðaláhersla fundarins á nýjum siðareglum sambandsins og jákvæð samskipti. Þá verður UMSS viðurkennt sem fyrirmyndarhérað, annað í röðinni á landsvísu.
Meira

Ertu með hugmynd fyrir Ísland?

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?
Meira

Lið Njarðvíkur lagði Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði við lið Njarðvíkur fyrir sunnan í gær. Þetta var fjórði leikur Stólastúlkna í 1. deildinni en síðast lögðu þær ÍR í Síkinu. Þær byrjuðu leikinn vel í gær en heimastúlkur náðu yfirhöndinni fljótlega og náðu síðan upp góðu forskoti í þriðja leikhluta. Það náðu stelpurnar ekki að brúa og lokatölur 88-70.
Meira

Solla á Miðsitju heiðruð

Þann 28. október sl. var haldin, í Gullhömrum í Grafarholti, uppskeruhátíð hestamanna á landsvísu í boði Landssambands hestamanna og Félagi hrossabænda. Þar var hestaafreksfólk heiðrað fyrir afrek sín á sýningar- og keppnisvellinum og sérstök heiðursverðlaun FHB kom í hlut Sólveigar Stefánsdóttur frá Miðsitju í Skagafirði.
Meira

Lionsklúbbarnir bjóða til fræðslufundar

Undanfarin ár hafa Lionsklúbbarnir á Sauðárkróki, Lionsklúbburinn Björk og Lionsklúbbur Sauðárkróks, boðið fólki upp á blóðsykurmælingar á þessum tíma árs en baráttan við sykursýki er eitt af baráttumálum Lionshreyfingarinnar og hefur hún beitt sér á þeim vettvangi á ýmsan hátt.
Meira

Reynismenn reyndust lítil fyrirstaða

Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum í dag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Eftir svekkelsi í Vesturbænum í gærkvöldi þá mættu Tindastólsmenn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virðingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól.
Meira

Hellisbúanum aflýst

Vegna dræmrar miðasölu og óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa fjáröflunarkvöldi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem átti að fara fram í kvöld. Í tilkynningu á Facebooksíðu deildarinnar er beðist afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en stefnt er á að halda Fjáröflunarkvöld eftir áramót.
Meira

Stóllinn að fara í dreifingu

Síðustu vikur hefur verið unnið að útgáfu kynningarblaðs fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls og er nú verið að ljúka prentun og frágangi. Verður blaðinu, sem kallast Stóllinn, dreift í Skagafirði í næstu viku og jafnvel víðar. Um veglegt blað er að ræða þar sem m.a. má finna kynningar á leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins.
Meira

Fullveldisfernur koma í búðir í dag

Nú í nóvemberbyrjun lítur dagsins ljós afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og Mjólkursamsölunnar þegar sérstakar fullveldisfernur koma í búðir. Fernurnar prýða sex mismunandi textar og myndskreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað á árinu 1918. Fróðleiksmolarnir um fullveldisárið verða á mjólkurfernunum út afmælisárið og eru bundnar miklar vonir við að landsmenn taki fernunum fagnandi og verði einhvers vísari um þetta merkisár í Íslandssögunni.
Meira