Skagafjörður

Matur úr ýmsum heimshornum í bland við þetta hefðbundna íslenska

„Við höfum nú nokkuð oft verið á ferðalagi hingað og þangað um heiminn tengt okkar vinnu. Á þessu flakki kynnist maður margvíslegri matargerð sem gaman er að blanda saman við okkar hefðbundnu, íslensku matargerð. Við ætlum að bjóða ykkur uppá hörpuskel með japönsku ívafi í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og franska súkkulaðiköku á eftir,“ sögðu þau Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Káradóttir, sem buðu lesendum Feykis upp á spennandi uppskriftir í 42. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Lengi lifir í gömlum glæðum

Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni í kvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos-deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur.
Meira

Tilboð opnuð í jarðvinnslu vegna nýbyggingar Byggðastofnunar

Nú stendur yfir undirbúningur vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Byggðastofnunar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Byggingin mun verða 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019.
Meira

Hætt við að loka hraðbankanum á Hofsósi

Hætt hefur verið við að loka hraðbankanum á Hofsósi eins og ráðgert hafði verið og hann kominn í gagnið á ný. Í svörum frá Arion banka segir að stöðugt sé verið að skoða hvar sé best að hafa hraðbanka og hvernig best er að haga þjónustunni. „Töluverður kostnaður fylgir rekstri hvers hraðbanka og á Hofsósi var notkunin það lítil að við töldum ekki forsendur fyrir því að hafa hraðbanka þar áfram,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans.
Meira

Jón Eðvald lætur af störfum hjá Fisk Seafood

Jón E. Friðriksson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. en Jón hefur starfað hjá fyrirtækinu í 22 ár og stýrt þar kröftugri uppbyggingu og daglegum rekstri af mikilli elju, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Stjórni Fisk Seafood þakkar Jóni farsælt og gott starf.
Meira

Ein góð fyrir helgina - kókoskladdakaka

Á einhverju Facebook rúllinu mínu um daginn þá sá ég að einhver hefði unnið einhverja keppni með Bounty köku en því miður las ég aldrei fréttina. Í síðustu viku fékk ég svo þörf til að baka en fann ekki þessa vinningsuppskrift, en fann fullt af öðrum girnilegum uppskriftum. Ég endaði á einhverri erlendri bökunarsíðu og lét Google þýða fyrir mig yfir á íslensku og viti menn.... kakan varð bara þokkalega góð hjá mér og heitir hún Kókoskladdakaka.
Meira

Hellisbúinn í Síkinu

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fengið sjálfan hellisbúann Jóel Sæmundsson á fjáröflunarkvöld sem haldið verður í Síkinu á morgun, laugardaginn 3. nóvember. Hér er um bráðfyndinn og skemmtilegan einleik að ræða og óhætt að segja að Jóel fer þar á kostum.
Meira

Neyðarkall til þín!

Björgunarsveitir landsins munu ganga í hús um land allt dagana 1.-3. nóvember og og bjóða Neyðarkallinn til sölu en sala á kallinum er liður í árlegu fjáröflunarátaki björgunarsveitanna. Að þessu sinni er Neyðarkallinn tileinkaður 90 ára afmæli Landsbjargar og er hann því klæddur í stíl við það björgunarsveitarfólk sem á undan gekk.
Meira

Buðu eldri borgurum í Skagafirði til kvöldverðar og skemmtidagskrár

Lionsklúbbur Skagafjarðar hefur að öllu jöfnu aðsetur á Löngumýri í Skagafirði, sem er fræðslusetur kirkjunnar, fyrir fundahöld og viðburði á sínum vegum. Í fyrra tóku þeir uppá þeirri nýbreytni að bjóða eldri borgurum á starfssvæðinu, sem er framhluti Skagafjarðar og Skaginn, til kvöldverðar með skemmtidagskrá í staðinn fyrir ferðalag sem tíðakast hafði. Á Facebooksíðu Löngumýrar segir að það hafi mælst svo vel fyrir að í gær hafi leikurinn verið endurtekinn.
Meira

Vinnustofur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð

Í næstu viku munu starfsmenn SSNV verða með vinnustofur á öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð styrkumsókna til Uppbyggingarsjóðs. Í viðtalstímunum verða veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Meira