Það var lagið

Jazz-tónleikar í Blönduósskirkju - Tónleikaröð sóknarnefndar

Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og píanistinn Agnar Már Magnússon munu koma fram á tónleikum í Blönduósskirkju sunnudaginn 13. september kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, en Andrés og Agnar fengu styrk frá Tónaland - landsbyggðartónleikar vegna verkefnisins. Á efnisskránni eru tónverk eftir þá félaga, auk laga eftir Jón Múla, Cole Porter og Luiz Bonfa.
Meira

Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga

Hvammstangi International Puppet Festival, HIP, er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Hátíðin verður haldin 9. - 11. október en á hátíðinni verður boðið upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Yfir 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur en alla dagskrá hennar má nálgast á www.thehipfest.com.
Meira

Söguferð um Húnaþing

Ferðafélag Skagfirðinga hyggur á söguferð í Húnaþing laugardaginn 8. ágúst nk. þar sem Magnús Ólafsson sagnameistari á Sveinsstöðum fer með göngufólk á söguslóðir. Samkvæmt tilkynningu frá Ferðafélaginu verður byrjað á Þrístöpum þar sem miklir atburðir áttu sér stað.
Meira

Leynist lag í skúffunni? -Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum

Nú er það ljóst að Sæluvika Skagfirðinga vrður haldin í haust og eru ýmsir farnir að undirbúa þátttöku. Hulda Jónasdóttir hefur verið iðin við að setja upp söngdagskrá í sínum gamla heimabæ og verður svo nú og ætlunin að flytja lög eftir skagfirskar konur.
Meira

Eldur í Húnaþingi - Hörku dagskrá framundan

Eldur í Húnaþingi er nú tendraður í 18. sinn en dagskrá hófst í gærmorgun, miðvikudag, með dansnámskeiði fyrir börn og stendur hátíðin fram á sunnudag. Hver viðburðurinn rekur annan og óhætt að telja að tónlistarfólk eigi eftir að halda uppi stemningu.
Meira

Nafli jarðar - myndir Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi

Föstudaginn 17. júlí kl. 17:00 verður opnuð sýning á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Nafli jarðar gefur að líta 127 málverk sem fengin eru að láni hjá ættingjum og vinum listamannsins.
Meira

VALDIS sendir frá sér sitt fyrsta lag

Það verður vart þverfótað fyrir ungum sem öldnum Skagfirðingum sem eru að senda frá sér tónlist þessa dagana. Nú nýverið sendi tónlistarkonan VALDIS frá sér sitt fyrsta lag Hold On To Our Love í samstarfi við upptakarann og lagahöfundinn Anton Ísak Óskarsson sem einnig er þekktur sem Future Lion. Lagið má finna á Spotify.
Meira

Vorið kom á beði af Lego-kubbum og Cheerios

Magnúsi Frey Gíslasyni á Sauðárkróki er margt til lista lagt. Arkitektinn, hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn sýslar einnig við tónlist og hefur til að mynda um langan tíma verið í hljómsveitinni Stafrænn Hákon. Nú á dögunum sendi hann þó frá sér hið undurfallega lag Vor, í eigin nafni. „Lagið varð til á fimm mínútum þar sem ég gekk á beði af Lego kubbum og Cheerios í miðri Covid leikskólalokun,“ tjáir Magnús Freyr Feyki.
Meira

Skagfirðingar láta sönginn hljóma

Það er óhætt að segja að landinn hafi látið sönginn hljóma á öldum ljósvakans meðan kórónuveiran rembist líkt og rjúpan við staurinn að breiðast sem víðast og of langt mál að telja öll þau atriði sem opinberuð hafa verið. Eitt getur þó talist verðugt að nefna og er nýkomið í loftið en þar eru Skagfirðingar í létri sveiflu og syngja hið kunna lag Geirmundar Valtýssonar; Látum sönginn hljóma, við texta séra Hjálmars Jónssonar.
Meira

Bláir kossar Árna Gunnarssonar komnir út

„Diskurinn Bláir kossar er kominn út, loksins. Við erum búin að vera að vinna að þessu í rólegheitum í tvö ár núna,“ segir Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðar- og tónlistarmaður á Sauðárkróki. Diskurinn er gefinn út á netinu í gegnum efnisveituna Tune Core, sem dreifir honum áfram til efnisveitna eins og Spotify, Youtube og Apple Store. Að sögn Árna verður síðar framleitt lítið upplag af diskinum fyrir búðir.
Meira