Það var lagið

Þorrablót Seyluhrepps í beinni í kvöld

Í kvöld, þorraþræl seinasta degi þorra, verður haldið rafrænt þorrablót íbúa fyrrum Seyluhrepps í Skagafirði og geta allir fengið að vera með. Útsending hefst klukkan 20 og ættu allir Skagfirðingar að sýna fyrirhyggju og vera búnir að mæta á kjörstað þá.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók nk. föstudag

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku, sem átti að hefjast á Sauðárkróki síðasta mánudag en vegna ófærðar og slæms veðurs syðra tafðist ferðin um sólarhring og hófst ferðin því í gær í gamla heimabæ formannsins, Ingu Sæland, á Ólafsfirði. Flokkur fólksins verður hins vegar á Króknum á föstudaginn.
Meira

Kosningabragur á Feyki þessa vikuna

Feykir vikunnar er stútfullur af fjölbreyttu efni eins og ævinlega en honum er nú dreift inn á öll heimili á Blönduósi og Húnavatnshreppi í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara þann 19. febrúar. Að viku liðinni verður sjónum blaðsins beint að sameiningaráformum í Skagafirði. Meðal efnis, auk fastra þátta, eru ítarlegar upplýsingar frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Húnavatnssýslu, fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem fjallað er um skráningu torfhúsa í Skagafirði og Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga segir okkur hvað hún er með á prjónunum.
Meira

G-vítamín á þorra

Á fyrsta degi þorra, sl. föstudag, fór í loftið Geðræktardagatal Geðhjálpar þar sem hægt er að fá G-vítamín á þorranum sem hjálpar til að rækta og vernda geðheilsu okkar. Allur ágóði rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis (www.gedsjodur.is) en jafnframt er dagatalið happdrættismiði og glæsilegir vinningar í boði.
Meira

Gillon – Tímaglas

Á nýársdag kom út nýtt lag með Gillon (Gísla Þór Ólafssyni) og nefnist það Tímaglas. Lagið er 4. kynningarlag væntanlegrar plötu sem nú er í bígerð í Stúdíó Benmen og mun hún nefnast Bláturnablús.
Meira

Kjör til Manns ársins 2021 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar sem teknar voru til greina.
Meira

Í desember - Jólalag dagsins

Nýjasta jólalag í heimi, alla vega í Skagafirði, er jólalag dagsins hér á Feykir.is „Glænýtt! Skagfirskt og samið í byrjun desember,“ segir höfundurinn Brynjar Páll Rögnvaldsson, tónlistarmaður á Sauðárkróki.
Meira

Jólin í Gránu næsta laugardag- Getraun, finnur þú tengingar innan hópsins?

Tónleikarnir Jólin í Gránu verða haldnir í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 18. desember. „Á dagskránni eru nokkur glæný skagfirsk jólalög sem samin hafa verið sérstaklega fyrir okkur í bland við gömlu góðu fallegu jólalögin,“ segir í kynningu.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2020 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2021.
Meira

Jólatónleikar í Blönduóskirkju til styrktar orgelsjóði

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Blönduóskirkju fimmtudaginn 9. desember klukkan 20. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og í fyrsta skipti sem hópurinn heldur jólatónleika í Blönduóskirkju. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í orgelsjóð Blönduóskirkju.
Meira