Það var lagið

Gillon gefur út Bláturnablús

Bláturnablús er 5. sólóplata Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar) og sú fyrsta eftir sex ára hlé. Upptökur hófust sumarið 2020 og tekið upp með hléum í Stúdíó Benmen fram undir lok ársins 2021. Platan inniheldur níu lög og texta eftir Gísla Þór Ólafsson og syngur Gísli þau öll og spilar á kassagítar og bassa.
Meira

Þorrablót Seyluhrepps í beinni í kvöld

Í kvöld, þorraþræl seinasta degi þorra, verður haldið rafrænt þorrablót íbúa fyrrum Seyluhrepps í Skagafirði og geta allir fengið að vera með. Útsending hefst klukkan 20 og ættu allir Skagfirðingar að sýna fyrirhyggju og vera búnir að mæta á kjörstað þá.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók nk. föstudag

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku, sem átti að hefjast á Sauðárkróki síðasta mánudag en vegna ófærðar og slæms veðurs syðra tafðist ferðin um sólarhring og hófst ferðin því í gær í gamla heimabæ formannsins, Ingu Sæland, á Ólafsfirði. Flokkur fólksins verður hins vegar á Króknum á föstudaginn.
Meira

Kosningabragur á Feyki þessa vikuna

Feykir vikunnar er stútfullur af fjölbreyttu efni eins og ævinlega en honum er nú dreift inn á öll heimili á Blönduósi og Húnavatnshreppi í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara þann 19. febrúar. Að viku liðinni verður sjónum blaðsins beint að sameiningaráformum í Skagafirði. Meðal efnis, auk fastra þátta, eru ítarlegar upplýsingar frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Húnavatnssýslu, fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem fjallað er um skráningu torfhúsa í Skagafirði og Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga segir okkur hvað hún er með á prjónunum.
Meira

G-vítamín á þorra

Á fyrsta degi þorra, sl. föstudag, fór í loftið Geðræktardagatal Geðhjálpar þar sem hægt er að fá G-vítamín á þorranum sem hjálpar til að rækta og vernda geðheilsu okkar. Allur ágóði rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis (www.gedsjodur.is) en jafnframt er dagatalið happdrættismiði og glæsilegir vinningar í boði.
Meira

Gillon – Tímaglas

Á nýársdag kom út nýtt lag með Gillon (Gísla Þór Ólafssyni) og nefnist það Tímaglas. Lagið er 4. kynningarlag væntanlegrar plötu sem nú er í bígerð í Stúdíó Benmen og mun hún nefnast Bláturnablús.
Meira

Kjör til Manns ársins 2021 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar sem teknar voru til greina.
Meira

Í desember - Jólalag dagsins

Nýjasta jólalag í heimi, alla vega í Skagafirði, er jólalag dagsins hér á Feykir.is „Glænýtt! Skagfirskt og samið í byrjun desember,“ segir höfundurinn Brynjar Páll Rögnvaldsson, tónlistarmaður á Sauðárkróki.
Meira

Jólin í Gránu næsta laugardag- Getraun, finnur þú tengingar innan hópsins?

Tónleikarnir Jólin í Gránu verða haldnir í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 18. desember. „Á dagskránni eru nokkur glæný skagfirsk jólalög sem samin hafa verið sérstaklega fyrir okkur í bland við gömlu góðu fallegu jólalögin,“ segir í kynningu.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2020 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2021.
Meira