Það var lagið

Gríðarmikill fróðleikur um skagfirska persónusögu :: Skagfirskar æviskrár komnar út

Níunda bókin í röð skagfirskra æviskráa, frá tímabilinu 1910-1950, er komin út en það er Sögufélag Skagfirðinga sem stendur að útgáfunni. Bókin er jafnframt sú tuttugasta sem félagið gefur út af Skagfirskum æviskrám en fjórar fyrstu bækurnar, frá tímabilinu 1890-1910, komu út á árunum1964-72 en á árunum 1981-99 komu út sjö bindi í flokknum 1850-1890. Árið 1994 hófst svo útgáfa á æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 en hún hefur legið niðri frá árinu 2013.
Meira

Háklassa vitleysa með útþvældum frösum og bröndurum :: Viðtal við höfunda Villimanna og villtra meyja

Um helgina fer fram gleðigjörningur mikill í Höfðaborg á Hofsósi þegar hugverk þeirra Jóhönnu Sveinbjargar Traustadóttur og Margrétar Berglindar Einarsdóttur, Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar, verður frumsýnt. Feykir forvitnaðist um þær stöllur og leikverkið sem klárlega á eftir að kitla hláturtaugar sýningargesta.
Meira

Söngstund í fjárhúsum :: Sönghópurinn Veirurnar heimsækir Norðlendinga

Í haustlitunum bjóða bændur í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, í Þingeyjarsveit, og Sönghópurinn Veirurnar upp á „Söngstund í fjárhúsum“ föstudaginn 21. og laugardaginn 22. október. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir.
Meira

Skilaboðaskjóðan frumsýnd í gær – Flott sýning sem höfðar til allra

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi Skilaboðaskjóðuna í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi en eins og áður hefur komið fram í fréttum er það í fyrsta skipti sem leikfélagið frumsýnir verk sitt þar. Á sviðinu mátti sjá blöndu af reyndum og óreyndum leikurum sem töfruðu fram skemmtilega frásögn þessa skemmtilega leikrits Þorvaldar Þorsteinssonar.
Meira

Brúðuleikhús er hreint alls ekki bara fyrir börn :: Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga

Um næstu helgi fer fram alþjóðlega brúðulistahátíðin HIP Fest (Hvammstangi International Puppetry Festival). Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram en hún hefst föstudaginn 7. október og stendur fram á sunnudag 9. október. Mikilvægt að mynda góð tengsl við þessa erlendu listamenn upp á framtíðar samvinnu, segir Greta Clough.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út

Út er komin ljóðabókin Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, grunnskólakennara á Króknum. Hér er um að ræða myndskreytta vísnabók um nokkur algeng íslensk dýr fyrir alla aldurshópa.
Meira

Eins og veltandi steinn

Um helgina verður heljarmikil tónlistarhátíð á Skagaströnd tileinkuð tónlist hins goðsagnakennda tónlistarmanns Bob Dylan. Dagskrá hefst í félagsheimilinu Fellsborg með tónleikum og sýningu og er aðgangur ókeypis. Í lok fjölbreyttra dagskráliða verður Dylanmessa í Hólaneskirkju þar sem Dylanlög með trúarlegri tengingu verða flutt af tónlistarfólki úr hljómsveitum hátíðarinnar með aðstoð organista Hólaneskirkju.
Meira

HESTAMÓT -- Nýtt lag frá Slagarasveitinni.

Hvað eiga Freyja, Stormur, Ormur, Píka, Skör og Funi sameiginlegt? Jú, allt eru þetta hestanöfn sem koma fyrir í texta á Hestamóti, nýju lagi Slagarasveitarinnar sem komið er á Spotify. Textinn fjallar um hóp fólks sem er ríðandi milli landshluta eða sveita á leið á næsta hestamót. Það er stemmning og tilhlökkun hjá öllum og dregin er upp mynd af ferðalaginu og því sem bíður á hestamótinu. Þar verður hópur góðra vina og kunningja og nú skal njóta stundarinnar.
Meira

Bláturnablús Gillons á vínyl

Út er komin á vínyl 5. breiðskífa Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar), Bláturnablús. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen undir handleiðslu Sigfúsar Arnars Benediktssonar 2020-2021 og gefin út rafrænt þann 22. febrúar síðastliðinn.
Meira

Einstæð ör-leikhúsupplifun hjá Handbendi brúðuleikhúsi

Heimferð (Moetvi Caravan), eftir Handbendi brúðuleikhús í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi) verður hluti af listahátíð í Reykjavík. Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er m.a. notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.
Meira