Gríðarmikill fróðleikur um skagfirska persónusögu :: Skagfirskar æviskrár komnar út
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
09.11.2022
kl. 10.49
Níunda bókin í röð skagfirskra æviskráa, frá tímabilinu 1910-1950, er komin út en það er Sögufélag Skagfirðinga sem stendur að útgáfunni. Bókin er jafnframt sú tuttugasta sem félagið gefur út af Skagfirskum æviskrám en fjórar fyrstu bækurnar, frá tímabilinu 1890-1910, komu út á árunum1964-72 en á árunum 1981-99 komu út sjö bindi í flokknum 1850-1890. Árið 1994 hófst svo útgáfa á æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 en hún hefur legið niðri frá árinu 2013.
Meira