Það var lagið

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var ræst í 13. sinn í morgun, í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er markmið þess að hvetja alla til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.
Meira

Aukasýningar hefjast á morgun á Mamma Mía

Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að bæta við fjórum aukasýningum á Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Aukasýningarnar hefjast á morgun 30. janúar, önnur sýning 31. jan. og síðustu tvær fara fram laugardaginn 1. feb. klukkan 16 og 20.
Meira

Tindastóll – Stjarnan :: Miðasala hafin á bikarleikinn

Miðasala á leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ 12. febrúar nk. er hafin hjá TIX.is. Stuðningsmönnum Tindastóls er bent á að kaupa miða í gegnum körfuknattleiksdeildina en þá rennur allur hagnaður af þeirri miðasölu beint til hennar.
Meira

Ljóðakvöld í Gránu á sunnudagskvöldið

Glöggir lesendur Sjónhornsins veittu því eftirtekt að dagsetningu vantaði í auglýsingu um ljóðakvöld sem verður haldið í Gránu, Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, nk. sunnudagskvöld kl. 20:00. Fram koma Ingunn Snædal, Gísli Þór Ólafsson, Eyþór Árnason og Sigurður Hansen sem lesa munu upp eigin ljóð og segja frá sínum skáldskap. Húsið opnar 19:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur og miðar eingöngu seldir við innganginn.
Meira

Allt getur nú skeð - Gamansögur af tónlistarmönnum

Í bókinni „Hann hefur engu gleymt ... nema textunum“ er að finna bráðsnjallar gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann kallað marga fram á sviðið, „lifandi og látna!“, svo sem Bjögga Halldórs, Ragga Bjarna, Magga Kjartans, Greifana, Skriðjöklana, Ingimar Eydal og hljómsveitarmeðlimi hans, Álftagerðisbræður og eru þá sárafáir nefndir. Í Jólafeyki gat að líta nokkrar sögur úr bókinni og bætum við nokkrum við hér á Feyki.is.
Meira

Jólin á Króknum – Gömlu góðu jólalögin munu hljóma á Mælifelli

Það er enginn bilbugur á viðburðastjóranum Huldu Jónasar að halda jólatónleika á Sauðárkróki þrátt fyrir að dagsetningin lendi á föstudeginum 13. desember. Á dagskránni verða gömlu og góðu jólalögin sem fólk man eftir, segir Hulda og nefnir lög eins og Hvít jól, Hin fyrstu jól, Jólasveininn minn, Jóla á hafinu og Ég hlakka svo til í bland við nýrri lög.
Meira

Sigur á Krókinn í kvöld

Nú á dögunum dúkkaði óvænt upp nýtt stuðningsmannalag Tindastóls á alnetinu. Lagið, sem kallast Stólar, var skráð í heimili hjá Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar og Hólavegsdúettsins. Þeir sem á annað borð rákust á skilaboð um útgáfu lagsins hafa sennilega flestir klórað sér í höfðinu litlu nær um hverjir stæðu á bak við þetta hressilega lag. Feykir lagðist í rannsóknarvinnu og forvitnaðist um málið.
Meira

Styttist í lokasýningu á Línu Langsokk

Leikritið um Línu Langsokk, sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir um þessar mundir, hefur fengið mikið lof áhorfenda enda Lína bráðskemmtileg með sín stórkostlegu uppátæki. Uppselt hefur verið á flestar sýningar og alveg pakkað um helgar.
Meira

Svartuggar á metsölulista!

Nýverið kom út ljóðabókin Svartuggar eftir Gísla Þór Ólafsson. Sala á bókinni fór vel af stað, en hún fór beint í 5. sæti á metsölulista í verslunum Eymundsson og var á listanum í tvær vikur.
Meira

Lillý stóri vinningurinn í Línu Langsokk

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um Línu Langsokk nk. föstudag og er óhætt að segja að margir séu orðnir spenntir að fá að horfa á. Leikstjóri er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem einhverjir kannast við frá seinasta hausti en þá leikstýrði hann leikhópi Fjölbrautaskólans sem setti upp söngleikinn Grease. Pétur er í viðtali í Feyki vikunnar en þar segir hann að stóri vinningurinn hafi komið upp þar sem leikkonan unga og efnilega, Emilíana Lillý, fari á kostum.
Meira