Það var lagið

Slagarasveitin gefur út sitt fyrsta lag

Næstkomandi laugardag ætlar hljómsveitin Slagarasveitin að spila nokkur lög á Veitingarstaðnum Sjávarborg á Hvammstanga og hefst viðburðurinn kl:20:30. Tilefnið er að hljómsveitin var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Sæludalur en finna má lagið á Spotify ásamt myndbandi á Youtube.
Meira

Hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni?

Húsið að Aðalgötu 1 á Sauðárkróki á l12 ára sögu að baki og þjónaði sem sjúkrahús Skagfirðinga í rúm 50 ár. Frá árinu 1965 hefur húsið verið notað sem safnaðarheimili fyrir Sauðárkrókssöfnuð og þar fer fram margvísleg starfssemi á vegum safnaðarins. Einnig hafa ýmis frjáls félagasamtök aðgang að húsnæðinu fyrir starfsemi sína. Kominn er tími á mikið viðhald á húsnæðinu og einnig krafa um úrbætur í aðgengismálum og hefur það kallað á svar við því ,,hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni.“
Meira

Glænýir Svartuggar Gísla Þórs komnir út

Út er komin ljóðabókin Svartuggar sem er 7. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar á Sauðárkróki. Hann segir að við vinnslu bókarinnar hafi verið lagt upp með fiskaheiti og ýmsar upplýsingar um líferni fiska, útlit þeirra og atferli í sjónum. Það speglast svo við baráttu mannfólksins við hina ýmsu andlegu kvilla sem þjóðfélagið býður upp á.
Meira

Opið hús á Tyrfingsstöðum

Á umliðnum árum hefur verið unnið markvisst að viðgerð og endurbyggingu torfhúsanna á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði með námskeiðahaldi og kennslu í fornu handverki. Húsin eru öll byggð úr timbri, torfi og grjóti að aldagamalli íslenskri hefð.
Meira

Litla hryllingsbúðin á Hvammstanga

Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra sýnir uppsetningu sína á Litlu hryllingsbúðinni í Félagsheimili Hvammstanga laugardaginn 24. ágúst kl 18:00. Um er að ræða fyrstu uppsetningu sumarleikhússins, sem er sjálft nýtt af nálinni.
Meira

Spennandi matarhátíð á Norðurlandi vestra

Næstkomandi föstudag hefst í fyrsta skiptið matarhátíð sem kallast Réttir - Food Festival og fer fram á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra. Gestum verður boðið upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu. Fjölmargar uppákomur verða þá tíu daga sem hátíðin stendur, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði. Veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu standa að hátíðinni en Þórhildur María Jónsdóttir, umsjónarmaður Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, er í forsvari. Feykir leitaði til hennar með nokkrar spurningar varðandi hátíðina.
Meira

Lag dagsins/Þú gætir mín

Lagið í dag er ekkert smá fallegt og rólegt. Það er enginn annar en Óskar Pétursson sem syngur lagið.
Meira

Hver elskar ekki mánudaga

„Lagið heitir Mánudagur, er um það hvað mánudagar eru æðislegir,“ segir JoeDubius eða Andri Már Sigurðsson um nýja lagið sitt sem hægt er að nálgast m.a. á YouTube. Kassagítar og söng sér Andri um en upptaka og rest af hljóðfæraleik meistari Fúsi Ben en lagið er einmitt tekið upp í studíó Benmen á Sauðárkróki.
Meira

Aukasýningar á Fylgd

Vegna glimrandi góðrar aðsóknar á leikritið Fylgd sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir þessa dagana hafa verið settar á aukasýningar í næstu viku. Fullt hefur verið á allar sýningar og uppselt í kvöld og á 10. sýningu sem er á sunnudaginn.
Meira

Stuðningsfólk og leikmenn boðaðir á uppskeruhátíð KKD Tindastóls

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldin laugardaginn 11. maí nk. í Síkinu. Húsið opnar kl 19:00 og skemmtunin hefst kl 19:30. Í tilkynningu frá deildinni segir að um kjörið tækifæri að ræða fyrir alla velunnara, stuðningsmenn og leikmenn Tindastóls til að þjappa sér saman eftir tímabilið og njóta samverunnar en allir eru velkomnir.
Meira