Það var lagið

Eins og veltandi steinn

Um helgina verður heljarmikil tónlistarhátíð á Skagaströnd tileinkuð tónlist hins goðsagnakennda tónlistarmanns Bob Dylan. Dagskrá hefst í félagsheimilinu Fellsborg með tónleikum og sýningu og er aðgangur ókeypis. Í lok fjölbreyttra dagskráliða verður Dylanmessa í Hólaneskirkju þar sem Dylanlög með trúarlegri tengingu verða flutt af tónlistarfólki úr hljómsveitum hátíðarinnar með aðstoð organista Hólaneskirkju.
Meira

HESTAMÓT -- Nýtt lag frá Slagarasveitinni.

Hvað eiga Freyja, Stormur, Ormur, Píka, Skör og Funi sameiginlegt? Jú, allt eru þetta hestanöfn sem koma fyrir í texta á Hestamóti, nýju lagi Slagarasveitarinnar sem komið er á Spotify. Textinn fjallar um hóp fólks sem er ríðandi milli landshluta eða sveita á leið á næsta hestamót. Það er stemmning og tilhlökkun hjá öllum og dregin er upp mynd af ferðalaginu og því sem bíður á hestamótinu. Þar verður hópur góðra vina og kunningja og nú skal njóta stundarinnar.
Meira

Bláturnablús Gillons á vínyl

Út er komin á vínyl 5. breiðskífa Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar), Bláturnablús. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen undir handleiðslu Sigfúsar Arnars Benediktssonar 2020-2021 og gefin út rafrænt þann 22. febrúar síðastliðinn.
Meira

Einstæð ör-leikhúsupplifun hjá Handbendi brúðuleikhúsi

Heimferð (Moetvi Caravan), eftir Handbendi brúðuleikhús í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi) verður hluti af listahátíð í Reykjavík. Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er m.a. notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.
Meira

Slagarasveitin með diskósmell

Fyrir rétt um mánuði gaf Slagarasveitin húnvetnska út nýtt lag, Einn dagur X Ein nótt, sem er hinn áheyrilegasti sumarsmellur í tilheyrandi diskóbúningi. Slagarasveitin hefur fengið söngkonu að norðan til að aðstoða sig en það er Ástrós Kristjánsdóttir sem syngur. Lagið má að sjálfsögðu finna á Spotify og sömuleiðis er hægt að hlýða á það og horfa á YouTube.
Meira

Tónleikar til styrktar Úkraínu

Úkraínuhópurinn í samvinnu við Rauðakrossinn og Menningarfélag Gránu heldur tónleika næstkomandi fimmtudagskvöld í Sauðárkrókskirkju kl. 20:00 og mun ágóði þeirra renna óskiptur til bágstaddra í Úkraínu. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Önnu Szafraniec á Sauðárkróki, sem fékk Rauða krossinn og Menningarfélag Gránu í lið með sér ásamt fjölda tónlistarfólks í Skagafirði.
Meira

Gersemar & Gamanmál :: Hugverk Hilmis flutt af fjölbreyttum hópi listamanna

Föstudaginn 29. apríl munu fjölmargir listamenn stíga á stokk í Háa salnum á Gránu á Sauðárkróki og flytja ýmis lög við texta Hilmis Jóhannessonar, ort við margs konar tækifæri. „Þetta verður fjöllistahópur einhvers konar en ég ætla líka að sýna myndir sem hann málaði og ég gerði lög við vísurnar sem hann teiknaði á myndirnar,“ segir Eiríkur sonur hans sem stendur að baki viðburðinum.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022

Eftir rúm tvö ár í undarlegum aðstæðum sem sköpuðust vegna áhrifa kórónuveirunnar, sem á einhvern undarlegan hátt ákvað að herja á mannkynið með Covid-19, stefna Skagfirðingar ótrauðir á að halda alvöru Sæluviku með glaum og gleði sem aldrei fyrr. Þar sem er Sæluvika þar er Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Tónleikar til heiðurs Stuðmönnum á Hvammstanga

Á skírdag mun Menningarfélag Húnaþings vestra, ásamt fríðu föruneyti tónlistarmanna úr héraðinu, standa fyrir heiðurstónleikum Stuðmanna í Félagsheimilinu Hvammstanga. Yfir 30 flytjendur munu stíga á stokk og flytja 20 lög Stuðmanna sem spanna 45 ára tónlistarsögu þeirra.
Meira

Græna tröllið Shrek á svið Bifrastar í kvöld

Í kvöld frumsýnir 10. bekkur Árskóla á Sauðárkróki leikritið Shrek sem fjallar um samnefnt tröll sem þekkt er úr heimi teiknimyndanna. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og henni til halds og trausts er Eysteinn Ívar Guðbrandsson en þau mæðgin eru einnig handritshöfundar.
Meira