Það var lagið

Nýtt lag frá Atla Degi, Hauki Sindra og Ásgeiri Braga

Í dag kom út á Spotify nýtt lag, Let you down, frá tónlistartvíeykinu Azpect sem skipað er þeim Atla Degi Stefánssyni og Hauki Sindra Karlssyni. Þeim til halds og traust í útsetningunni var þriðji vinurinn af Króknum, Ásgeir Bragi Ægisson sem orðinn er heimsþekktur sem Ouse.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks býður á leiksýningu

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu í dag vegna covid-19 hefur starf okkar hjá Leikfélagi Sauðárkróks breyst töluvert. Eins og við höfum sagt áður mun Sæluvikuleikritið okkar Á frívaktinni færast til haustsins 2020, leikstjóri og höfundur er Pétur Guðjónsson. Leikfélag Sauðárkróks mun því aðeins setja upp eina leiksýningu á árinu 2020 en vanalega höfum við sett upp tvær sýningar á ári. Hefðin hefur verið sú að á Sæluviku Skagfirðinga, sem byrjar að öllu eðlilegu síðasta sunnudag í apríl ár hvert, höfum við frumsýnt Sæluvikuleikritið okkar sem oftast er leikrit með söngvum eða farsar, á haustin höfum við svo sýnt barna- og fjölskyldu leikrit. Við stefnum á að taka upp þann þráð aftur 2021. Þann 26. apríl næstkomandi hefðum við átt að frumsýna að öllu eðlilegu en svo verður ekki.
Meira

Reynt við fyrsta heimsmetið í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.
Meira

Bangsaveiðar í Skagafirði

Fólk hefur fundið ýmislegt skemmtilegt sér til dægrastyttingar í samkomubanninu sem nú er í gildi og hafa foreldrar verið duglegir að tileinka sér hina ýmsu afþreyingu með börnum sínum sem mörg hver eru meira heima en venjulega. Einn af þeim skemmtilegu leikjum sem hafa verið settir í gang eru bangsaveiðar í Skagafirði þar sem reynt er að finna sem flesta bangsa í gluggum héraðsins.
Meira

Besta leiðin til að spara klósettpappír? - Myndband

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að fólk um víða veröld hefur hamstrað klósettpappír í skugga Covid19 verunnar og enginn leið að skilja hvers vegna. Margir brandarar og sögur hafa orðið til vegna þessa og jafnvel vídeó. Feykir rakst á skemmtilegan fróðleik um það hvernig komast má hjá hamstri með einföldum sparnaðaraðgerðum heima hjá sér.
Meira

Viðbrögð Almannavarna á NV-landi vegna COVID-19 faraldursins

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður veirufaraldur, sem veldur veikinni COVID-19. Síðan síðastliðinn föstudag, 6. mars, hafa almannavarnir á Íslandi starfað á neyðarstigi almannavarna, sem er hæsta viðbúnaðarstig þeirra. Hluti af viðbrögðum almannavarna er samkomubann, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars og stendur í fjórar vikur. Bannið gerir samkomur með fleiri en 100 þáttakendum óheimilar. Á sama tíma eru settt þau skilyrði á samkomur með færri en 100 þátttakendum að þar sé það pláss að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli manna. Einnig er sett bann við skólahaldi í framhalds- og háskólum, en á okkar svæði er um að ræða Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Háskólann á Hólum. Nánari útfærslur á því hvernig staðið er að þessum lokunum hjá skólunum má finna á heimasíðum þeirra.
Meira

Frumsýna Fjarskaland í dag

10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag leikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima en hætta er á að ævintýrapersónurnar hverfi ef við höldum ekki áfram að lesa ævintýrin.
Meira

Sigrún Stella með eitt vinsælasta lag dagsins

Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella Bessason er að gera það gott með lag sitt Sideways, eitt það vinsælasta á Íslandi í dag, en það situr ofarlega á vinsældalistum bæði hjá Rás 2 og Bylgjunni. Þrátt fyrir að söngkonan hafi alist að hluta til upp á Akureyri náum við að sjálfsögðu að tengja hana vestur yfir Öxnadalsheiðina bæði í Skagafjörðinn og Austur-Húnavatnssýsluna.
Meira

Öskudagur framundan og kötturinn sleginn úr tunnunni

Öskudagsskemmtun foreldrafélags Árskóla fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13:30 – 1:30. Á skemmtuninni verður margt um að vera og allir velkomnir.
Meira

Fjólan og Vordísin í Gránu nk. fimmtudag

Tónlistarkonurnar Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Borgarfirði Eystra og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir á Sauðárkróki, hafa verið vinkonur síðan þær límdust saman, líklega einhvern tímann um árið 2003. Nú ætla þær að rugla saman reytum næstkomandi fimmtudagskvöld og rifja upp sögur hvor af annarri, flytja þau lög sem hafa minnt þær á hvora aðra og sem hafa fylgt þeim í gegnum tíðina, ásamt því að flytja frumsamið efni.
Meira