Það var lagið

N4 sýnir Á frívaktinni á sjómannadaginn

Síðustu sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni verða nú um helgina og sú allra síðasta nk. sunnudag. Aðsókn hefur verið mjög góð og uppselt á flestar sýningar og er svo einnig á þessar síðustu. Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns LS, er alltaf slæmt að hætta fyrir fullu húsi en ekki er mögulegt að halda áfram vegna ýmissa ástæðna.
Meira

Leikarar og starfsfólk Á frívaktinni sungu fyrir einangraða sminku

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Á frívaktinni fara af stað á ný eftir tveggja vikna Covid-pásu en eftir mikið púsl og skipulagspælingar á æfingatímabilinu náðist að frumsýna þann 7. maí sl. Daginn eftir fór allt í baklás á Sauðárkróki eftir hópsmit og fór svo að Regína Gunnarsdóttir, ein þeirra sem sminkar leikarana, endaði í sóttkví og síðar í einangrun vegna smits. Í gær fékk hún heimsókn leikara og starfsfólks sýningarinnar sem sungu fyrir utan heimili hennar.
Meira

Á frívaktinni af stað á ný - "Mæli ég eindregið með því að fjölmenna á þessa skemmtilegu sýningu"

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni fara af stað á ný eftir tveggja vikna hlé vegna Covid aðgerða í kjölfar hópsmits sem kom upp á Sauðárkróki. Leikfélagið náði að frumsýna verkið föstudagskvöldið 7. maí en daginn eftir var allt komið í lás. Næsta sýning á morgun fimmtudag. Alls er gert ráð fyrir níu sýningum þetta leikár og samkvæmt sýningarplani verður lokasýning þriðjudaginn 1. júní. Soffía Helga Valsdóttir kíkti í leikhús og ritaði umsögn um upplifun sína á frumsýningu LS, sem birtist í 19. tbl. Feykis.
Meira

Uppskriftarbók Öbbu komin á Karolinafund

„Hvað get ég sagt annað en það hvað ég er þakklát! Söfnunarsíðan fyrir bókinni er komin í loftið, án ykkar hefði ég aldrei farið af stað með þetta verkefni mitt,“ skrifar Fjóla Sigríður Stefánsdóttir á Fésbókarsíðu sína en hún stefnir á að gefa út matreiðslubók með uppskriftum móður sinnar, Aðalbjargar Vagnsdóttur eða Öbbu eins og allir kölluðu hana. Þær mæðgur bjuggu á Sauðárkróki en Fjóla Sigríður býr nú í Kópavogi en Abba lést þann 28. október síðastliðin eftir erfið veikindi.
Meira

„Þessi hópur er alveg einstaklega skemmtilegur og skapandi,“ segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur Á frívaktinni

Leikfélag Sauðárkróks fumsýnir á heimsvísu Á frívaktinni, frumsamið leikrit Péturs Guðjónssonar sem leikstýrt hefur hér á Krók bæði hjá LS og Nemendafélagi Fjölbrautaskólans. Titillinn vísar í samnefndan útvarpsþátt sem var mjög vinsæll á sínum tíma á Rás 1 og var óskalagaþáttur fyrir sjómenn. Sjómannalögin eru allsráðandi í verkinu og segir höfundurinn að áhrif þáttarins komi við sögu. Auk þess að semja verkið, leikstýrir Pétur því einnig.
Meira

Skagfirsku tónlistarmennirnir ungu Atli Dagur og Haukur Sindri gefa út nýtt lag

Út er komið nýtt lag Breaking out frá tónlistardúettinum Azepct, sem þeir Atli Dagur Stefánsson og Haukur Sindri Karlsson glæða lífi. Lagið er seinasti singullinn af fyrstu plötu þeirra félaga sem mun koma út seinna í sumar.
Meira

Aukatónleikar á Skagfirska tóna

Nú er nánast uppselt á tónleikana Skagfirskir tónar sem Hulda Jónasdóttir stendur fyrir næsta laugardagskvöld á Gránu Bistro á Sauðárkróki en þar verða flutt lög eftir skagfirskar tónlistarkonur. Því hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika sama dag kl 17. Hulda segir fólk hafa tekið vel í smá upplyftingu í lok Sæluviku og aðeins séu örfáir miðar eftir. Segir hún að félagar í Félagi eldri borgara í Skagafirði fái 50 % afslátt af miðaverðinu á þá tónleika svo það er um að gera að bregðast skjótt við og tryggja sér miða.
Meira

Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum - Tónleikar í Sæluviku

„Aldeilis, sérdeilis frábært að geta loksins deilt svona viðburði,“ skrifar Hulda Jónasdóttir, tónleikahaldari, á Facebooksíðu sína en framundan eru tónleikar í Sæluviku; Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum. Flutt verða lög eftir þrettán skagfirskar tónlistarkonur í nýjum tónleikasal Gránu Bistro á Sauðárkróki, laugardaginn 1. maí.
Meira

Gillon með nýtt lag

Út er komið lagið Má ekki elska þig. Lagið er þriðja kynningarlag plötunnar „Bláturnablús“, en sú plata er í vinnslu og væntanleg síðar á árinu. Tekið er upp í Stúdíó Benmen og er upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Flytjandi:Gillon.
Meira

Mikið um rafræna viðburði í óhefðbundinni Sæluviku

Nú er ljóst að Sæluvika Skagfirðinga verður haldin í ár en með mikið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Hefst hún næsta sunnudag 25. apríl og stendur til 1. maí. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða þá eins og gildandi samkomutakmarkanir leyfa.
Meira