Tón-Lystin

Fyrsta plata Megasar best / GÍSLI ÞÓR

Nýr þáttur í Feyki er Tón-lystin þar sem tónlistaráhugi og lyst viðfangsefnis á tónlist er könnuð. Fyrstur í sviðsljósið er Gísli Þór Ólafsson til heimilis í Hlíðahverfi á Sauðárkróki og alinn upp á sömu slóðum. Gísli er árgangur 1979, með kassagítar sem sitt hljóðfæri en hann telur þó (kontra)bassaleik í hljómsveitinni Contalgen Funeral sitt helsta afrek á tónlistarsviðinu.
Meira