Tón-Lystin

Syngur ítalskar aríur í sturtu / ÁSDÍS GUÐMUNDS

Minn tónlistarsmekkur er afar óreiðu- og jaðarkenndur en þessa dagana er ég að hlusta á margvíslega tónlist frá Suður-Ameríku, td. Mexícó og Kúbu. Ég var svo heppin að komast á tónleika í Mexícó nýlega með Lilu Downs sem er ein af mínum uppáhaldssöngkonum. Einnig sperrast eyrun upp ef ég heyri tónlist frá framandi menningarheimum eins og Tyrklandi eða Balkan skaganum, nefna má í þeim efnum Mercan Dede frá Tyrklandi, Balkan Beat box og búlgörsk þjóðlög sem ég er nýbúin að uppgötva. Svo er tangó og flamenco einnig í uppáhaldi, í tango fer fremstur Piazolla og flamenco snillingurinn Diego el Cigala frá Spáni blandar saman tango og flamenco.
Meira

Mundi banna óperutónlist og fiðlur / KIDDI BALDA

Kristján Baldvinsson býr á Akranesi um þessar mundir. Kappinn er fæddur 1968 og ólst upp í gamla bænum á Sauðárkróki. Hljóðfærið hans Kidda er trommur og sá hann í nokkrar vertíðir um að halda taktinum í skagfirsku sveiflunni svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Það er löngu búið að sanna hver er besta plata allra tíma / SÉRA FJÖLNIR

Séra Fjölnir Ásbjörnsson er prestur í Holti í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Hann er fæddur árið 1973, alinn upp á Króknum frá 8 ára aldrei og segist skilgreina sig sem Króksara þegar spurt er eftir uppruna. Hljóðfærið hans Fjölnis er Yamaha BB1600 bassi sem var til sölu í Radíólínunni fyrir rúmum 20 árum en kom óvænt í hans hendur fyrir nokkrum árum og hefur ekki farið úr þeim síðan.
Meira

Búkalú kemur öllum í stuð / BERGLIND ÓLA

Berglind Óladóttir er íbúi í sveitarfélaginu Reykjavík og af þeim ágæta árgangi´77. Helstu tónlistarafrek: Fyrsta stigs, og þá meina ég fyrsta, próf á píanó og fumlaus flutningur með The Big Band, skólahljómsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks, á tónleikum í Danmörku árið 1992.
Meira

Fyrsta plata Megasar best / GÍSLI ÞÓR

Nýr þáttur í Feyki er Tón-lystin þar sem tónlistaráhugi og lyst viðfangsefnis á tónlist er könnuð. Fyrstur í sviðsljósið er Gísli Þór Ólafsson til heimilis í Hlíðahverfi á Sauðárkróki og alinn upp á sömu slóðum. Gísli er árgangur 1979, með kassagítar sem sitt hljóðfæri en hann telur þó (kontra)bassaleik í hljómsveitinni Contalgen Funeral sitt helsta afrek á tónlistarsviðinu.
Meira