Fréttir

Miðfjörðurinn mun nötra

Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 11. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Hægt að sjá nánar um hátíðina á facebook-Norðanpaunk.
Meira

Tindastóls drengir lágu fyrir Riddaranum

Síðast liðinn laugardag spiluðu heimamenn í 3.deildinni á móti Hvíta riddaranum frá Mosfellsbæ. Tindastólsmönnum gekk illa að finna taktinn og var mikið um ónákvæmar sendingar og mistök. Þetta var klárlega ekki besti leikur Tindastóls þetta sumarið. Leikurinn endaði 1. – 2. fyrir riddarana.
Meira

Rólegheitahundurinn Móri | Ég og gæludýrið mitt

Í bestu götunni á Króknum, Suðurgötunni, búa fimm systkini, þau Margrét Rún, Alexandra Ósk, Viktoría Ösp, Frosti Þór og Ýmir Freyr ásamt foreldrum sínum þeim Írisi Hrönn Rúnarsdóttur og Jóel Þór Árnasyni. Með þessari flottu stóru fjölskyldu býr svo hundurinn Móri en hann er hvítur og mórauður Border Collie. Feyki langaði aðeins að spyrjast fyrir um hann Móra sæta.
Meira

Eva og Inga semja við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendir frá sér nýja tilkynningu: Heimastúlkurnar Eva Rún Dagsdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir munu leika með liði Tindastóls í Bónus deildinni næsta tímabil. Inga Sólveig er að framlengja sinn samning en Eva Rún snýr tilbaka eftir ársdvöl á Selfossi, þar sem hún spilaði með liði Selfoss í 1. deild.
Meira

Kormákur/Hvöt með fjórða sigurinn í röð

Það var hátíðarbragur á liði Kormáks Hvatar í gær enda tilefni til þegar það atti kappi við topplið 2. deildar, Ægi frá Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Hvammstanga þar sem bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi fer fram. Kormákur Hvöt gerði sér lítið fyrir og sigraði toppliðið í skemmtilegum leik 3-2. Moussa Ismael Sidibe Brou skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Kormák Hvöt en Ægir minnkaði muninn áður en flautað var til hálfleiks.
Meira

Bless bless Rauður

Þessa dagana fara fram á Hólum í Haltadal tökur á sjónvarpsþáttum sem kallast „Bless bless Blesi.” Þættirnir eru framleiddir af ACT4 í samstarfi við RUV og NEW8 (New8 er sam­starf allra nor­rænu sjón­varps­stöðvanna, DR, SVT, NRK, YLE, RÚV auk ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi og VRT í Belg­íu) Bless bless Blesi, fjall­ar í stuttu máli um keppnis knap­ann Auð sem mæt­ir á Lands­mót hesta­manna með stóðhest­inn Blesa. Þeir sýna snilld­ar­takta og Blesi er sig­ur­strang­leg­asta hrossið í A-flokki gæðinga fyr­ir lokaum­ferðina. En að morgni keppn­is­dags­ins finnst Blesi dauður í hest­hús­inu. Lög­regl­an í sveit­inni neit­ar að rann­saka málið enda ekki um morð að ræða þegar hest­ur er drep­inn. Auður ákveður upp á eig­in spýt­ur að rann­saka sam­fé­lag ís­lenskra keppn­is­hesta­manna í leit að hrossamorðingj­an­um.
Meira

Hlutdeildarlán verða að virka

Í samráðsgátt stjórnvalda er til kynningar áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál er varðar fyrirkomulag hlutdeildarlána. Umsagnarfrestur er til og með 08.08. 2025. Byggðaráð Skagafjarðar ályktaði um málið á fundi 23.7:
Meira

Sushi skál og páskaungakökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 11 var Hrafnhildur Eiðsdóttir en hún fékk áskorun frá vinkonu sinni, Helgu, sem var í tbl. 9. Hrafnhildur er fædd og uppalin á Grundarstígnum á Króknum, er kennari og kennir leirmótun við Menntaskólann við Sund. Hrafnhildur er gift Einari Arnarsyni kaupmanni í Hókus Pókus og eiga þau samtals sex börn og þrjú barnabörn.
Meira

Fljótahátíð 2025 um verslunarmannahelgina

Fljótahátíð verður haldin í þriðja skiptið í ár á Ketilási í Fljótunum. Reikna má með að Fljótamenn fari ekki úr sparibuxunum á meðan að hátíðin stendur. Það er sumar fagurt í Fljótum og því góð hugmynd að eyða þessari fínu helgi þar.
Meira

Lífsmottóið breytt með barneignum | Velkomin heim

Agnes Skúladóttir kann að hafa klippt hár einhverra lesenda Feykis þegar hún átti og rak hárstofuna Móðins í Aðalgötunni á Sauðárkróki. Það má því kannski segja að Agnes sé ekki að flytja heim í fyrsta skipti síðan hún flutti burt úr firðinum fagra. Agnes er dóttir þeirra Ernu Hauksdóttur og Skúla Halldórssonar og á einn bróður, hann Hauk Skúla. Agnes er nú mætt í fjörðinn með manni sínum, Þóri Rúnari Ásmundssyni, og sonum þeirra Ásmundi og Sigurði.
Meira