Fréttir

Sverrir skoraði ekki í sigurleik gegn toppliðinu

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum nú undir kvöld en þá mættu Tindastólsmenn toppliði Augnabliks frá Kópavogi. Stólarnir hafa sýnt góða takta í Fótbolti.net bikarnum en gengið hefur verið upp og ofan í 3. deildinni. Strákarnir gerðu sér hins vegar lítið fyrir í dag og lögðu toppliðið 3-1 og hafa nú unnið tvo strembna leiki í deildinni og hafa nú komið sér nokkuð þægilega fyrir um miðja deild – eru hvorki í topp- né fallbaráttu.
Meira

Gaman að koma heim og spila fyrir fólkið sem hefur haldið með mér frá fyrsta gítargripi

Í júlí var boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá tróðu upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní en hann er Króksari í húð og hár og einn eftirsóttasti gítarleikari landsins síðustu árin. Það virðist í raun vart hægt að halda almennilega tónleika lengur án þess að Reynir Snær sé fenginn til að sjá um gítarleikinn. Feykir tók viðtal.
Meira

Ivan Gavrilovic til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hinn serbneska Ivan Gavrilovic um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. Kappinn er um 2,05 metrar frá toppi til táar, fæddur 6. mars 1996, og spilaði síðast með Arka Gdynia í Póllandi. Hann hefur komið víða við á ferlinum og auk Póllands þá hefur hann stigið dansinn í Austurríki, Búlgaríu, Litháen, Norður Makedóníu, Serbíu og Slóveníu.
Meira

480 leikir spilaðir á Króksmótinu

Króksmótið í knattspyrnu fer fram nú um helgina á Sauðárkróksvelli en það er fyrir drengi í 6. og 7. flokki. Að þessu sinni taka 96 lið frá tuttugu íþróttafélögum þátt í mótinu og því hátt í 600 sparktæknar sem þeysa um græna grundu í leit að mörkum og sigrum, gleði og góðum tíma.
Meira

Ólafsvíkingar kvittuðu fyrir sig á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í dag við Víking Ólafsvík og fór leikurinn fram á Blönduósi. Húnvetningar höfðu fyrir leik unnið síðustu fjóra leiki sína í 2. deildinni og með sigri í dag hefði lið þeirra verið komið í bullandi baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hvorki meira né minna. Ólafsvíkingar voru sæti neðar en K/H fyrir leik en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu gestgjafa sína í gras. Lokatölur 0-2.
Meira

Molduxi Trail hlaupið heppnaðist vel þrátt fyrir hryssing

Molduxi Trail víðavangshlaupið var haldið í fyrsta skipti í gær. Hlaupið var úr Litla-skógi á Sauðárkróki og áleiðis upp í Molduxa en hægt var að velja um að hlaupa 20 kílómetra eða tólf. Veðrið lék ekki beinlínis við þátttakendur en það voru heldur minni hlýindi í gær en sumarið hefur að meðaltali boðið upp á og að auki var væta og þoka sem huldi Molduxann.
Meira

Ferðin sem aldrei var farin | Gunnar Ágústsson skrifar

Fyrir um ári síðan birti Feykir frásögn Gunnars Ágústssonar vélstjóra á ferð nokkurra Skagfirðinga út í Drangey í eggjatöku. Þegar sú grein var í vinnslu sagði hann starfsmönnum Feykis aðra sögu af ferð út í Málmey í Skagafirði snemma á áttunda áratugnum og var hann umsvifalaust hvattur til að setja hana á blað. Fylgir hún hér á eftir.
Meira

Erlendur ferðamaður lést eftir stökk í Vestari-Jökulsá

Erlendur ferðamaður sem lést í flúðasiglingum í Vestari-Jökulsá í Skagafirði í gær er talinn hafa fengið hjartastopp eftir að hafa stokkið af kletti í ískalda ána. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra að tilkynnt hafi verið um atvikið til Neyðarlínunnar um eitt leytið í gær, föstudag. Lögregla, læknir, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang og óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.
Meira

Tindastólskonur lágu fyrir Stjörnunni í gær

Fyrri hálfleikurinn var tíðinda lítill þrátt fyrir færi sitthvoru megin. Það markverðasta var að Makala átti skot í stöng. Stjörnukonur tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og mættu gríðarlega gíraðar til leiks og skoruðu þrjú mörk og hefðu þau alveg geta verið fleiri. Tindastóll sá ekki til sólar í síðari hálfleiknum.
Meira

Hrun í laxveiði í Húnavatnssýslum

Það stefnir í eitt lélegasta laxveiði sumar í Húnavatnssýslum í langan tíma. Laxveiði sem af er sumri er 55-79% minni í helstu laxveiðiám sýslnanna miðað við sama tíma í fyrra. Almennt minnkar veiði milli vikna. Skást er laxveiðin í Miðfjarðará en þar hefur 571 lax veiðst, sem er 55% minni veiði en í fyrra.
Meira