Sverrir skoraði ekki í sigurleik gegn toppliðinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
10.08.2025
kl. 20.59
Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum nú undir kvöld en þá mættu Tindastólsmenn toppliði Augnabliks frá Kópavogi. Stólarnir hafa sýnt góða takta í Fótbolti.net bikarnum en gengið hefur verið upp og ofan í 3. deildinni. Strákarnir gerðu sér hins vegar lítið fyrir í dag og lögðu toppliðið 3-1 og hafa nú unnið tvo strembna leiki í deildinni og hafa nú komið sér nokkuð þægilega fyrir um miðja deild – eru hvorki í topp- né fallbaráttu.
Meira