Fréttir

480 leikir spilaðir á Króksmótinu

Króksmótið í knattspyrnu fer fram nú um helgina á Sauðárkróksvelli en það er fyrir drengi í 6. og 7. flokki. Að þessu sinni taka 96 lið frá tuttugu íþróttafélögum þátt í mótinu og því hátt í 600 sparktæknar sem þeysa um græna grundu í leit að mörkum og sigrum, gleði og góðum tíma.
Meira

Ólafsvíkingar kvittuðu fyrir sig á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í dag við Víking Ólafsvík og fór leikurinn fram á Blönduósi. Húnvetningar höfðu fyrir leik unnið síðustu fjóra leiki sína í 2. deildinni og með sigri í dag hefði lið þeirra verið komið í bullandi baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hvorki meira né minna. Ólafsvíkingar voru sæti neðar en K/H fyrir leik en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu gestgjafa sína í gras. Lokatölur 0-2.
Meira

Molduxi Trail hlaupið heppnaðist vel þrátt fyrir hryssing

Molduxi Trail víðavangshlaupið var haldið í fyrsta skipti í gær. Hlaupið var úr Litla-skógi á Sauðárkróki og áleiðis upp í Molduxa en hægt var að velja um að hlaupa 20 kílómetra eða tólf. Veðrið lék ekki beinlínis við þátttakendur en það voru heldur minni hlýindi í gær en sumarið hefur að meðaltali boðið upp á og að auki var væta og þoka sem huldi Molduxann.
Meira

Ferðin sem aldrei var farin | Gunnar Ágústsson skrifar

Fyrir um ári síðan birti Feykir frásögn Gunnars Ágústssonar vélstjóra á ferð nokkurra Skagfirðinga út í Drangey í eggjatöku. Þegar sú grein var í vinnslu sagði hann starfsmönnum Feykis aðra sögu af ferð út í Málmey í Skagafirði snemma á áttunda áratugnum og var hann umsvifalaust hvattur til að setja hana á blað. Fylgir hún hér á eftir.
Meira

Erlendur ferðamaður lést eftir stökk í Vestari-Jökulsá

Erlendur ferðamaður sem lést í flúðasiglingum í Vestari-Jökulsá í Skagafirði í gær er talinn hafa fengið hjartastopp eftir að hafa stokkið af kletti í ískalda ána. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra að tilkynnt hafi verið um atvikið til Neyðarlínunnar um eitt leytið í gær, föstudag. Lögregla, læknir, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang og óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.
Meira

Tindastólskonur lágu fyrir Stjörnunni í gær

Fyrri hálfleikurinn var tíðinda lítill þrátt fyrir færi sitthvoru megin. Það markverðasta var að Makala átti skot í stöng. Stjörnukonur tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og mættu gríðarlega gíraðar til leiks og skoruðu þrjú mörk og hefðu þau alveg geta verið fleiri. Tindastóll sá ekki til sólar í síðari hálfleiknum.
Meira

Hrun í laxveiði í Húnavatnssýslum

Það stefnir í eitt lélegasta laxveiði sumar í Húnavatnssýslum í langan tíma. Laxveiði sem af er sumri er 55-79% minni í helstu laxveiðiám sýslnanna miðað við sama tíma í fyrra. Almennt minnkar veiði milli vikna. Skást er laxveiðin í Miðfjarðará en þar hefur 571 lax veiðst, sem er 55% minni veiði en í fyrra.
Meira

Alvarlegt slys í Skagafirði

Maður slasaðist alvarlega í morgun þegar verðið var að flytja til húseiningar við húsbyggingu í Lynghólma sem er skammt frá Stokkhólma í Skagafirði. Þetta staðfest­ir Pét­ur Björns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi vestra, í sam­tali við mbl.is.
Meira

Norð-vestur slagur í fotbolti.net bikarkeppninni

Dregið var í Fotbolti.net bikarnum rétt í þessu og fór það svo að nágranna liðin Tindastóll og Kormákur/Hvöt drógust saman.
Meira

Íslendingum gengur vel á HM í Sviss

Okkar fólki í landsliði Íslands gengur allt í haginn. Þórgunnur Þórarinsdóttir sem fór til Sviss með það markmið að landa sigri í samanlögðum fimmgangs greinum er enn með í baráttunni.
Meira