Ríkið skerðir vísvitandi lífskjör íbúa á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
30.09.2025
kl. 15.00
Stjórn SSNV kom saman til fundar á Skagaströnd þriðjudaginn 23. september sl. Meðal mála á dagskrá voru breytingar á akstursplani Strætó á Norðurlandi vestra. Samkvæmt nýrri tímatöflu fækkar ferðum Strætó milli Reykjavíkur og Akureyri úr 26 ferðum í 14 eða um 54%. Ný tímatafla tekur gildi 1. janúar nk og þá verður aðeins ein ferð á dag milli þessara stærstu þéttbýliskjarna landsins. Stjórn SSNV harmar mjög þá miklu skerðingu sem verður á almenningssamgöngum í landshlutanum með þessari fækkun ferða.
Meira
