V-Húnavatnssýsla

Rannsóknarsetur HÍ á Skagaströnd hlýtur verkefnastyrk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfesti á dögunum tillögur valnefndar um verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Þrjú verkefni hlutu styrk og var verkefni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, Gagnagrunnur sáttanefndarbóka, eitt þeirra.
Meira

Völvuspá Feykis 2020

Eins og undanfarin ár er rýnt inn í framtíðina og reynt að sjá fyrir óorðna hluti hér í Feyki. Í mörg ár hafa spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd rýnt í spil og rúnir en að þessu sinni gátu þær ekki orðið við beiðni blaðsins. Var þá leitað á önnur mið og eftir mikla eftirgrennslan náðist samband og samkomulag við einstakling sem vill ekki láta kalla sig spámann eða völvu heldu seiðskratta. Aðspurður um þá nafngift sagði hann að það hæfði sér best enda bruggaður seiður við þennan gjörning. Ekki vildi viðkomandi koma fram undir nafni og munum við verða við því.
Meira

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar öllum landsmönnum, nær og fjær, gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á því liðna. Megi nýtt ár verða ykkur öllum farsælt og gæfuríkt.
Meira

Gamla árið kvatt með brennum og flugeldasýningum

Nú eru áramótin rétt handan við hornið og að vanda verður það kvatt með brennum, skoteldum og almennum gleðskap. Flugeldasýningar og brennur í umsjón björgunarsveitanna verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Fimm flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys

Umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 um Hrútafjarðarháls, upp úr klukkan 22 í kvöld, er þar valt bifreið á norðurleið en mikil hálka var á vettvangi er óhappið varð. Í bifreiðinni voru tveir fullorðnir og þrjú börn.
Meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Matvælastofnun minnir dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur um áramótin. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann.
Meira

Bændur fá meira fyrir mjólkina

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Þann 1. janúar næstkomandi mun lágmarksverð mjólkur til bænda hækka um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr. og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur hækka um 2,5%.
Meira

Gærurnar styrkja Húnana

Félagar í Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga fengu góða heimsókn þegar þeir opnuðu flugeldasöluna í Húnabúð í morgun. Þar voru á ferð konur úr félagsskapnum Gærunum sem er hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra máli í samfélaginu.
Meira

Grænmetisréttir og sælgæti fyrir heimilishundinn

Kristján Birgisson og Angela Berthold voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. 2017. Þau hafa búið í Lækjardal síðan 1996 og finnst frábært að búa í sveitinni þó þau stundi ekki hefðbundinn búskap. Þau vinna bæði á Blönduósi en eiga sína reiðhesta og tvo hunda. „Mig langar að koma með tvær uppskriftir að grænmetisréttum, kannski eru fleiri sem vilja breyta aðeins til eftir hátíðirnar og sleppa kjötinu af og til,“ segir Angela. „Ég borða sjálf mikið af grænmeti en Kristján vill ekkert endilega láta bendla sig við svoleiðis. Fyrsta uppskriftin er af Falafel sem kemur frá Miðausturlöndunum og er borðað sem einskonar skyndifæði þar, sett inn í pítubrauð með salati, tómötum, jógúrt- og tahínsósu.“
Meira

Flugeldasala björgunarsveitanna á Norðurlandi vestra

Björgunarsveitirnar standa að vanda fyrir flugeldasölu fyrir áramótin og er hún í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Vafalaust er mörgum í mun að styðja vel við bakið á sveitunum eftir fórnfúst starf þeirra í óveðrinu sem geisaði í fyrr í desember og er öllum í fersku minni. Það má gera með því að kaupa flugelda björgunarsveitanna en einnig er hægt að styrkja sveitirnar með beinum fjárframlögum hafi fólk ekki í hyggju að kaupa flugelda. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:
Meira