V-Húnavatnssýsla

Samfylkingin fengi þrjá menn kjörna í Norðvesturkjördæmi

RÚV kynnti í vikunni nýjan þjóðarpúls Gallup þar sem mælt var fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgið var meðal annars skoðað eftir kjördæmum en meginniðurstaðan er sú að Samfylking mælist með langmest fylgi bæði á landsvísu og í Norðvesturkjördæmi. Í síðustu kosningum fékk Samfylking einn mann kjörinn í NV-kjördæmi en fengi þrjá nú miðað við niðurstöður þjóðarpúlsins.
Meira

Donni tekur við sem landsliðsþjálfari U19 kvenna

Knatttspyrnusamband Íslands hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson – Donna þjálfara – sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17/U16 liðs kvenna. Donni sagði lausu starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í síðustu viku en er nú kominn í nýtt og spennandi starf þar sem gaman verður að fylgjast með honum.
Meira

Ungmennaþing SSNV fór fram á Blönduósi

Árlegt Ungmennaþing SSNV var haldið þriðjudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Ungt fólk mótar Norðurland vestra“. Fulltrúar frá öllum sjö skólum landshlutans tóku þátt í þinginu, sex grunnskólum og einum framhaldsskóla. Sagt er frá því á vef SSNV að alls voru 40 ungmenni á aldrinum 13–18 ára. Markmið dagsins var að gefa unga fólkinu rödd og tækifæri til að móta hugmyndir að aðgerðum í landshlutanum. Þau unnu í hópum og höfðu val um þrjá flokka: útivist og samgöngur, viðburðir og afþreyingarsvæði. Afrakstur vinnunnar voru tíu fjölbreyttar hugmyndir sem nú verða teknar til frekari úrvinnslu og kynntar viðeigandi aðilum.
Meira

Ríflega 200 starfsmenn tóku þátt í Stóra sýslumannadeginum

Föstudaginn 3. október sl. stóðu sýslumenn fyrir sameiginlegum vinnudegi starfsfólks embættanna. Saga sýslumanna er löng en þetta er aðeins í annað skipti sem starfsfólk allra sýslumannsembættanna kemur saman. Vinnudagurinn fór fram á Akureyri og tóku 203 starfsmenn 9 sýslumannsembætta þátt. Megináhersla var lögð á framtíðarsýn og samvinnu milli embættanna. Fulltrúar frá Háskóla Íslands stýrðu vinnustofum þar sem fjallað var um lykilþætti farsælla breytinga, forystu og mikilvægi samvinnu í umbótastarfi.
Meira

Fræðsluviðburðir um sniglarækt

Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur, frumkvöðla og aðra áhugasama um sjálfbæra nýsköpun í landbúnaði á Íslandi. Fræðslufundir ver'a á Hvammstanga 14. október og á Sauðárkróki 15. október.
Meira

Spáð vonskuveðri á Öxnadalsheiði í kvöld

Kröpp lægð gengur nú yfir landið og gulum veðurviðvörunum hefur verið skellt á sunnan- og vestanvert landið þar sem reiknað er með að vindur verði snarpari en hér norðanlands. Engu að síður er gert ráð fyrir roki og rigningu hér á Norðurlandi vestra þó reikna megi með að Skagfirðingar fái heldur meira af bleytunni en Húnvetningar.
Meira

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 í Laugardalshöll

Dagana 9. til 11. október verður IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 haldin í Laugardalshöll. Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.
Meira

Hálka á heiðum

Það var nánast tími fyrir hið alíslenska föðurland í morgun, jaðraði við að það væri slydda í byggð og hiti víðast hvar rétt ofan við frostmark hér á Norðurlandi. vestra. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður svalt fram yfir hádegi en þá mjakast hitamælirinn upp á við og sólin hrekur úrkomuna burtu. Ferðalangar ættu að hafa það í huga að hálka er á fjallvegum og jafnvel éljagangur ef ekki hreinlega snjókoma.
Meira

Myndir frá réttarstörfum og smalamennsku í Húnaþingi

Það styttist óðfluga í fyrsta vetrardag en við getum nú varla verið annað en þakklát fyrir að mestu yndælt sumarveður sem oftar en ekki var bæði stillt og milt. Ef veðurspár næstu daga eru skoðaðar er ekki annað að sjá en að sæmilega milt veður sé í kortunum og skríður jafnvel yfir tíu gráðurnar um helgiina. Smalamennsku er að mestu lokið og almenn réttarstörf en Feykir falaðist eftir myndum hjá Eydísi Ósk sem myndaði af lipurð smalamennsku og réttarstörf á Vatnsnesinu.
Meira

Útsetning á þaragarði úti fyrir Heggstaðanesi

Fyrirtækið Sjótækni stendur að útsetningu á þaragarði úti fyrir Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að tilraunaverkefnið snúi að ræktun þara og mun útsetningu umgjarðarinnar í kringum verkefnið ljúka í dag en hún hófst 2. október. 
Meira